Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 16
 7. maí 2006 SUNNUDAGUR16 Þótt hann sé innan við þrítugt hefur Daði leikið á píanó og hljómborð meira en helming ævi sinnar. Nærri allan þann tíma hefur hann þurft að kljást við ýmiss konar álagsmeiðsl sem fylgja tónlistinni. „Þetta er algeng- ara vandamál en flestir gera sér grein fyrir,“ segir Daði. „Ástæðan fyrir því að það fer ekki hátt um þetta er sjálfsagt sú að yfirleitt harka menn þetta af sér þar til komið er í óefni og þá annaðhvort hætta þeir eða lifa með sársaukan- um en þetta er sjaldnast rætt. Þetta er eiginlega opinbert leyndar- mál innan stéttarinnar.“ Álagsmeiðslin eru að sögn Daða alls ekki bundin við píanóleikara, heldur hrjá flesta tónlistarmenn. Þau geta lýst sér í öllu á milli óþæginda í öxlum yfir í mikinn sársauka. „Grófustu dæmin eru taugaskemmdir, vöðvarýrnun eða slæmir tennisolnbogar. Því miður virðist vera lítill skilningur á þessu til dæmis innan heilbrigðisstéttar- innar. Það er algengt viðhorf að þetta sé fylgifiskur starfsins og tónlistarmenn verði bara að lifa með verkjunum. Svo þarf auðvitað alls ekki að vera.“ Sársaukinn hamlar sköpuninni Á dögunum hlaut Daði styrk úr Minningarsjóði Karls J. Sighvats- sonar hljómborðsleikara sem hann ætlar að nýta til að fara í nám til Bandaríkjanna í haust. „Ég ætla að læra það sem kallast á ensku „injury preventing piano playing technique“, sem á íslensku gæti útlagst sem álagslaus og fyrir- byggjandi píanótækni. Ég hef þurft að slást við sársauka og stífleika í mörg ár og finn greini- lega hvernig þetta hamlar spila- mennskunni. Ég hef aldrei getað náð þessu áreynslulausa flæði út í hljóðfærið, eins og flestir tónlist- armenn sækjast eftir, því sársauk- inn hefur alltaf blokkað vissa músikalska æð sem kemur í veg fyrir að maður hámarki getuna.“ Daði hefur leitað sér hjálpar hjá mörgum sjúkraþjálfurum í gegnum tíðina og segir að þótt sumir hafi vissulega hjálpað sér mikið, sé lausnin aldrei endanleg nema með því að læra að beita lík- amanum rétt og koma í veg fyrir meiðslin. Á því sviði vanti hins vegar sérþekkingu hér á landi. „Fyrir tónlistarmann er mikið í húfi að losna við verkina; ég finn ekki aðeins hvernig meiðslin hamla mér beinlínis við að spila heldur hafa þau líka áhrif á sköp- unarkraftinn. Þrátt fyrir alla þekkinguna er svo margt sem maður getur ekki. Ég veit að ef ég ætla að gera tónlistina að ævi- starfi verð ég að losna undan verkjunum.“ Harkað af sér verkina Daði sleit barnskónum á Kirkju- bæjarklaustri en flutti tíu ára gamall á Akranes. Hann byrjaði að spila á píanó upp úr tólf ára aldri, en Börkur bróðir hans spilar á gítar. Þeir koma af músiíkölsku heimili, faðir þeirra leikur á trompet og lék áður fyrr í stór- sveitum og Daði telur líklegt að hann hafi smitað þá bræður með tónlistaráhuga sínum. „Ég man ekki hvers vegna ég ákvað að læra á píanó, en ég fann fljótt að það hentaði mér vel. Ég missti hins vegar áhuga á því þegar ég var sautján ára, meðals annars út af verkjunum, og lék ekkert á það í eitt eða tvö ár. Svo uppgötvaði ég djassinn. Ég heyrði eitthvert lag, sem ég man ekki lengur hvert var, sem fékk mig til að setjast fyrir framan píanóið og reyna að pikka það upp. Eftir það tók ég þráðinn upp aftur og vissi að þetta langaði mig til að gera.“ Rokkið leyfir meira Hingað til hefur Daði verið svo lánsamur að hafa getað framfleytt sér á tónlistinni, en eins og svo margir hefur hann harkað verkina af sér, en engu að síður fundið hvernig þeir hamla hann í að þroska hann sem tónlistarmann. „Sérstaklega þegar ég fór að spila djass og gutla við klassíkina. Rokk- ið og poppið er að mínu viti ekki óæðri tónlist, en maður kemst upp með meiri groddaskap þar svo þetta hamlaði mér ekki jafn mikið þar. En svo fóru verkirnir líka að draga úr mér á því sviði og ég veit ég verð að læra að beita mér rétt til að losna við þá. En það hefur aldrei hvarflað að mér að hætta að spila og snúa mér að einhverju öðru.“ Lærir að spila upp á nýtt Námið sem Daði hefur í Norður- Karólínu i haust fann hann á flakki um veraldarvefinn. „Ég hef leitað mikið á netinu að námi sem myndi henta mér. Ég rakst á þetta nám í fyrra og pantaði mér myndband frá kennaranum, sem er kona að nafni Barbara Lister-Sink, og leist vel á. Í kjölfarið fór ég út á tíu daga námskeið hjá henni og fann að þetta væri eitthvað fyrir mig.“ Vandinn verður ekki leystur í einu vetfangi, heldur verður Daði að læra aftur að spila á píanóið frá grunni. „Það þarf að vinda ofan af fimmtán ára gömlu vandamáli sem gerist ekki sisvona. Ég þarf að hætta algjörlega að spila og læra hverja einustu nótu upp á nýtt. Kennarinn minn líkti þessu við að ef maður þyrfti að læra að ganga rétt þá þýddi ekki að ætla að haltra á meðan. En ábyggilega verður það skrítið að geta ekki bara sest fyrir framan nótnaborðið og byrjað að spila eins og maður er vanur.“ Djöflast á nótnaborðinu Óvíst er hversu langan tíma það tekur Daða að ná valdi á nýju tækninni. „Það er einstaklings- bundið og getur tekið frá nokkrum mánuðum upp í tvö ár. Mig langar að læra þessa tækni nógu vel til að geta kennt hana hérna heima því þörfin er svo sannarlega fyrir hendi. Sjálfur þekki ég að minnsta kosti þrjú dæmi um fólk sem hefur hætt að spila út af álagsmeiðsl- um.“ Enn eru nokkrir mánuðir þar til Daði fer utan svo hann hættir ekki að djöflast á nótnaborðinu alveg strax. „Kannski má segja að ég hafi komið mér í þá klemmu af lifa af þessu,“ segir hann og hlær. „Þannig að til að eiga pening til að fara og læra að losna við verkina verð ég að þjösnast áfram í nokkra mánuði í viðbót.“ Framtíðin vonandi verkjalaus DAÐI BIRGISSON Hefur árum saman harkað af sér verkina sem fylgja spilamennskunni og leitað til ótal sjúkraþjálfara til að losna undan verkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DAÐI MÆLIR MEÐ: Daði Birgisson er einn fremsti hljómborðsleikari Íslands og meðal annars einn af stofnendum fönksveitarinnar Jagúar, sem hann lék með þar til í fyrra. Á dögunum hlaut hann styrk til að fara til Bandaríkjanna og læra að fyrirbyggja álagsmeiðsl meðal tónlistarmanna, sem eru mun algengari inn- an stéttarinnar en flestir gera sér grein fyrir. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Daða um þrautalausa framtíð. Fyrir tónlistarmann er mikið í húfi að losna við verkina; ég finn ekki aðeins hvernig meiðslin hamla mér beinlínis við að spila heldur hafa þau líka áhrif á sköp- unarkraftinn. Stevie Wonder, Songs In The Key of Life (og reyndar allar plötur Stevie frá þessu tímabili). Stórkostlegur hljóðheimur og einstök nálgun hans fyrir framan svörtu hvítu nóturnar kemur mér alltaf á óvart. Kind of Blue með Miles Davis. Bill Evans er einn tveggja píanóleik- ara á þessari plötu og hans framlag er hreint himneskt en jafnframt svo lágstemmt og kurteist. Art Tatum. Stjarn- fræðilegt vald á hljóðfærinu hefur enn þann dag í dag ekki verið endurtekið. Mynddiskurinn Art of Piano (Great pianists of the 21st Century). Skemmti- leg mynd um stærstu meistara píanósins. Þarna getur maður séð myndskeið og heyrt snillinga á borð við Rubinstein, Gould, Paderewsky, Rachmaninoff, Richter og fleiri. Athyglisvert og örvandi myndband. Music has the right to children með Boards of Can- ada. Hljóðgervla- heimur Boards of Canada á þeirra fyrstu plötu sýnir hvaða töfra hægt er að ná fram með rafmagni og hæfileikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.