Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 84
 7. maí 2006 SUNNUDAGUR28 baekur@frettabladid.is HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR Ætli tími njósnabóka sé ekki liðinn? Spennusagna um þunglyndis- lega menn á vegum annars hvors risaveldanna sem háðu vonlitla baráttu um upplýsingar við fáránlegar aðstæður. Sögur sem þeir skrifuðu Graham Greene, John Le Carre og slíkir þar sem allir sigr- ar voru Pyrrosarsigrar og örlagahjólið snerist hring eftir hring. Söguhetjurnar voru eiginlega afsprengi harðsoðna krimmans bandaríska, að upplagi góðgjarnir menn sem lentu í aðstæðum þar sem öll góðsemi varð fáránleg. But down these mean streets a must go, who is not himself mean, skrifaði Raymond Chandler á sínum tíma: En þessar grimmu götur verður sá að ganga sem er ekki grimmur sjálfur. .. Þetta voru krossfarar án málstaðar. Njósnarar kalda stríðsins eru orðnir sagnfræðilegt viðfangsefni fremur en skáldsögulegt. Eftir fall múrsins og opnun skjalasafna austan tjalds er alltaf fleira að koma í ljós um starf þeirra þeim megin, þar sem þurfti að njósna um svo margt, líka innanlands. Í Austur-Þýskalandi einu störfuðu 90 þúsund manns á vegum leyni- lögreglunnar Stasi og 180 þúsund í viðbót voru njósnarar í hluta- starfi, óopinberir samstarfsmenn einsog það hét á máli kerfisins. Sumir þeirra fengust við bókmenntir. Sem kunnugt er taka engin ríki jafn mikið mark á bókmenntum og einræðisríki, engin yfirvöld hafa jafn miklar áhyggjur af hinu ritaða orði, svo starfsmenn Stasi höfðu nóg að gera við að fylgjast með bókafólki í landinu. Stasi menn með áhuga á bókmenntum stofnuðu leshringi og bókmenntafélög, lásu ljóð hver fyrir annan og höfðu í frammi uppbyggilega gagnrýni. Þeir voru að vísu misvel að sér um heimslitteratúrinn. Haustið 1956 var t.d. frægur austurþýskur útgefandi, Walter Janka, hand- tekinn og sat inni í mörg ár. Janka hafði gefið út Halldór Laxness meðal annarra og var oft yfirheyrður um erlend sambönd sín. Í skjölum Stasi stendur að hann hafi verið þráspurður um tengsl sín við íslenska rithöfundinn „Laxner“, svo ekki hafa njósnararnir þekkt vel til íslenska Nóbelskáldsins. En smám saman skapast sérhæfing í þessu sem öðru: Ef þú hefur það hlutverk árum saman að njósna um menn sem skrifa bækur, blanda jafnvel geði við þá og kynna þér bókmenntafólk meðal andófsafla getur vaknað hjá þér löngun til að skrifa sjálfur. Það gerðist í Austur-Þýskalandi. Stasi menn með áhuga á bókmenntum stofnuðu leshringi og bókmenntafélög, lásu ljóð hver fyrir annan og höfðu í frammi uppbyggilega gagnrýni. Stundum voru jafnvel fengn- ir eldri njósnarar til að lesa yfir og segja mönnum til. Kannski menn sem höfðu um langt skeið njósnað um góða rithöfunda og þannig lært eitt og annað. Árið 1985, fjórum árum fyrir fall múrsins, var gefin út ljóðabók í tilefni 35 ára afmælis Stasi: „Við um okkur“, með kvæðum starfsmanna. Að vísu bara til innnanhússbrúks. Maður þarf að sjá fyrir sér grámyglulega skrifstofumenn með hlerunarbúnað fylgjast með litríku lífi skálda og listamanna og smám saman smitast af bókmennta-vírusnum. Þeir höfðu atvinnu af að gera skáldum lífið leitt og tóku svo til við að yrkja sjálfir. Hug- myndin er svo absúrd að hún getur ekki verið nema sönn. Á þessu ári hefur meira að segja verið frumsýnd bíómynd um Stasi-leshring- inn í Þýskalandi, „Líf hinna“ heitir hún. Undir lokin voru sum njósna- skáldin víst orðin veik fyrir andófs-hugmyndum alvöruskáldanna svo það þurfti að halda uppi njósnum um njósnarana; bókmenntaleg- ir gagnnjósnarar skrifuðu skýrslur um lestrarhneigða leyniþjón- ustumenn. Skyldu njósnararnir líka hafa lesið njósnabækur? Einsog frægustu bók John Le Carre, Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum, sem einmitt gerist í Austur-Þýskalandi? En nú er aðeins eitt risaveldi eftir og krossfarar þess hafa mál- stað, og kannski er það heimsbyggðinni helmingi hættulegra en þunglyndislegt þrátefli kalda stríðsins. Bókhneigðir njósnarar > Bók vikunnar Frá endurskoðun til upplausnar rekur sögu hugvísinda síðasta áratuginn frá ólíkum sjónarhornum. Bókin inniheldur viðtöl, fræðigreinar, ritgerðir, minn- ingargreinar og ljósmyndir. Ritstjórar eru Hilma Gunn- arsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurð- ur Gylfi Magnús- son. Hann leifði hálfum lapskássu- skammtinum. Það var engin leið fyr- ir ástfanginn mann að éta lapskássu. Það var ekki hægt að éta lapskássu daginn eftir dómsdag. Þá átti maður bara að elska og kaupa blóm handa þeim sem maður elskaði. Úr smásögunni „Sál“ eftir William Heinesen úr safninu Fjandinn hleypur í Gamalíel sem kom út í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar árið 1978. Straumi var hleypt á vefritið Tíu þúsund tregawött í vikunni en riti því er ætlað að vera vettvang- ur fyrir hvers lags efni um ljóðlist. Að sögn Eiríks Arnar Norðdahl, eins af aðstandendum heima- síðunnar, hefur ritið strax fengið „skrilljón heimsóknir“ og verið uppfært ötullega. „Mikið af þessu eru stuttar ábendingar en það eru strax byrjaðar að streyma inn aðsendar greinar jafnvel þó þessu hafi ekki verið flaggað af neinu viti ennþá. Íslenskir ljóðaunnendur virðast því hafa eitthvað að tjá sig um,“ segir Eiríkur og hvetur alla sem hafa eitthvað til málanna að leggja, þýðendur, skáld og áhugafólk til þess að senda inn efni. Eiríkur segir að framboð á ljóða- umræðu í hinum hefðbundn- ari fjölmiðlum sé takmarkað hérlendis og þá hafi það verið sérstakt vandamál lengi hversu lítil samræða sé við erlenda ljóð- list en á því verður nú gerð brag- arbót. „Vefritið verður þannig líka vettvangur fyrir ábendingar og umræðu um það sem fólk er að lesa og skoða,“ útskýrir Eiríkur. Vefritið má finna á slóðinni www.10000tw.blogspot.com en í ritstjórn þess auk Eiríks Arnar sitja Ásgeir H. Ingólfsson bókmenntafræðingur, Hildur Lilliendahl ljóðskáld, Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur og Ingólfur Gíslason stærðfræð- ingur. Ofurafl í íslenskri ljóðlist EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL Virkjar tíu þúsund tregavött í góðum félagsskap. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI Ljóðskáldið og rithöfundur- inn Þorsteinn frá Hamri var á dögunum gerður að heiðursfélaga í Rithöfunda- sambandi Íslands. Í fyrra gaf Þorsteinn út ljóðabók- ina Dyr að draumi, þá sautjándu í röðinni en auk þeirra hefur hann einnig gefið út skáldsögur, þýtt fjölda verka og komið að margvís- legri útgáfu með einum eða öðrum hætti. Hann vill lítið láta uppi með starfa sinn þessa dagana og kveðst hafa hægt um sig en vera þó eitt- hvað að skrifa. Þorsteinn kveðst þakklátur fyrir þessa vegtyllu og segist ávallt hafa átt góð skipti við Rithöfunda- sambandið. „Það hefur aldrei borið skugga á viðskipti mín við kollega mína þar.“ Líkt og nýkjörinn for- maður sambandsins, Pétur Gunn- arsson sem tjáð hefur ugg sinn um framtíð bókarinnar í fjölmiðlum, deilir Þorsteinn áhyggjum margra af minnkandi lestri. „Það er ábyggi- legt að rithöfundar þurfa að grípa til einhverra ráða en það þurfa þó líklega fleiri að gera. Maður heyrir oft skuggalegar raddir um minnk- andi bóklestur svo ég tel að allir þurfi að leggjast á eitt,“ segir Þor- steinn. „Við eigum líka í höggi við svo steingelt gildismat þar sem allt er vegið á vog peningahyggju og hégómlegs oflætis af því tagi. Andri Snær sýnir okkur vel þessa dagana þvílíkur þrifnaður kemur í ljós þegar hellt er úr fötunni og segir það okkur ekki einhverja sögu að um sömu mundir finnast jafnvel skólamenn sem láta sér fátt finnast um ræktarsemi við tungumálið.“ Þorsteinn er hrifinn af hinu umtalaða Draumalandi Andra Snæs Magnasonar og segist vona að bókin hvetji fólk til dáða og bætir því við að stundum höfum við gott af því að vera gefið utan- undir. Nú er viku bókarinnar nýlokið og Þorsteinn segist telja að slíkt framtak hafi töluvert að segja þegar kemur að því að vekja athygli á bókmenntum og hvetja til lesturs. Þó sé stundum eins og ýmiss konar húllumhæ sem tengj- ast slíkum viðburðum séu jafnvel í beinni andstöðu við inntak eða þýðingu þess sem verið er að aug- lýsa. Þorsteinn flygist vel með gras- rótinni í íslenskum bókmenntum og segir þar margt á seyði en kveðst vilja forðast að draga gott fólk í dilka. Þegar kemur að lestrinum hefur samt ýmislegt breyst. „Ætli ég lesi ekki hægar,“ segir Þor- steinn sposkur og kveðst líklega hafa lesið mest sem unglingur þegar hann renndi sér í gegnum bækur. „Sumar hafði ég jafnvel ekki forsendur til þess að skilja og las síðan aftur,“ útskýrir hann og segist enn leita í sömu höfundana. „Það eru höfundar eins og Halldór Laxness og Hamsun sem ég nefni oft þegar þessa spurningu ber á góma. Hamsun er merkilegur töframaður sem einhvern veginn hefur sett mark á sálina.“ kristrun@frettabladid.is Heiðursfélagi frá Hamri RITHÖFUNDURINN ÞORSTEINN FRÁ HAMRI Segir Draumaland Andra Snæs kærkominn kinnhest og vonar að bókin hvetji lesendur til dáða. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.