Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 10
10 7. maí 2006 SUNNUDAGUR Á dögunum hleyptu Austurríkismenn, sem fara með formennskuna í Evrópusambandinu fyrri helming ársins, af stað áróðursátaki undir yfirskriftinni „Tálkvendið Evrópa.“ Átakið hefur að markmiði að vekja athygli Evr- ópubúa á þeim lífsins lystisemdum sem álfan hefur upp á að bjóða í menningarlegum margbreytileika sínum. Átakið er liður í viðleitni forsvarsmanna ESB til að hleypa nýju lífi í Evrópusamrunann eftir það bakslag sem hann varð fyrir er franskir og hollenzkir kjósendur höfnuðu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í fyrra. „Bezta leiðin til að hlúa að tilfinningu fyrir og áhuga á Evrópu er að uppgötva upp á eigin spýtur hinar nautnalegu hliðar hennar og menningarlegan marg- breytileika,“ hefur AP eftir Hans Winkler, háttsettum embættismanni í austurríska utanríkisráðuneytinu í Vínarborg. Undir þessum formerkjum hyggjast Austurríkismenn, sem forsvarsmenn ESB, nýta hátíðarhöld á „Evrópudeginum“ 9. maí til að hrinda af stað áætlun undir yfirskriftinni „Café d‘Europe“ upp á frönsku, en hún á að stuðla að umræðu í laus- beizluðum kaffihúsaspjallstíl um það hvert Evrópa – les: Evrópu- sambandið – sé og eigi að stefna. Ýmsir evrópskir menningarvitar – þeirra á meðal Vaclav Havel, leikskáld og fyrrverandi Tékklandsforseti, brezki sagnfræðingurinn Timothy Garton Ash og þýzka skáldkonan Eva Demski – munu taka þátt í að hefja þessa umræðu með því að lesa upp úr sér- sömdum hugleiðingum þeirra sjálfra um framtíð Evrópu. Tékkinn Jiri Grusa, forseti alþjóðlegu rithöfundasamtakanna PEN-klúbbsins, reið á vaðið með ástríðuþrunginni hugvekju undir yfirskriftinni „Tálkvendið Evrópa.“ Þar skrifar hann: „Við eigum Evrópu að þakka guðlegri veru frá þeim tíma þegar guðirnir tóku á sig líkamlegt form til að tæla og eiga ástarleiki með jarðneskum yngismeyjum. Evrópa er ekkert fórnarlamb, enginn vígvöllur, ekki fasteign. Hún er gyðja tungumála. Hún skilur hvert og eitt okkar sem skilur hana.“ Hér kveður við heldur annan tón en flestir eiga að venjast í þeim jarð- bundnu plöggum sem gefin eru út á vegum Evrópusambandsins að öllu jöfnu. Hver veit nema þessi nýi tónn geri sambandið meira aðlaðandi fyrir hina skáldskaparhneigðu eyþjóð úti í ballarhafi?Ísland og Evrópusambandið Byrjendanámskeið Vinsælt námskeið á sérlega hagstæðu verði ætlað byrjendum í tölvunotkun á öllum aldri. Allar greinar eru kenndar frá grunni og farið rólega í námsefnið með miklum endurtekningum. Á þessu námskeiði er allt tekið fyrir sem byrjandinn þarf til að komast vel af stað og öðlast sjálfsöryggi við tölvuna. Windows tölvugrunnur Word ritvinnsla Internetið og tölvupóstur Hægt að velja um morgun- og kvöldnámskeið. Lengd: 42 std. Kennsla hefst 15. maí og lýkur 1. júní. Verð kr. 32.900,- (Allt kennsluefni innifalið) T Ö L V U N Á M Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Þegar tíu ný ríki voru tekin inn í Evrópusambandið fyrir tveimur árum bættust níu ný opinber tungumál í sarp þess. Þrjú bætast við á næsta ári. Þar með verða opinber tungumál sambandsins orðin alls 23 að tölu, og vandamál- in sem fylgja þessum mikla fjölda tungumála er þegar farinn að segja verulega til sín. Reiknað er með að þýðing á öllum skriflegum gögnum, þar með talið á 90.000 blaðsíðna laga- safni sambandsins á tungur nýj- ustu aðildarríkjanna, muni kosta sambandið 830 milljónir evra á ári, andvirði yfir 76 milljarða króna, eftir að búlgarska, rúmenska og írska hafa bæst við. Fastlega er reiknað með því að Rúmenía og Búlgaría fái aðild að sambandinu um næstu áramót og þá gengur líka í gildi samkomulag um að írska verði eitt opinberra tungumála sambandsins sem öll plögg eru þýdd á. Við þetta bætist túlkunarkostn- aður á fundum á vegum sambands- ins, en á bilinu 700-800 túlkar eru að störfum að staðaldri í fundar- sölum Brusselborgar. Við fjölgun- ina á næsta ári er gert ráð fyrir að túlkunarkostnaðurinn hækki í 238 milljónir evra, andvirði hátt í 22 milljarða króna. „Auðvitað verður kostnaðurinn meiri, en það er réttur hvers ESB- borgara að hafa aðgang að öllum gögnum á sínu eigin tungumáli,“ hefur AP eftir Frederic Vincent, talsmanni framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Franska var lengi ríkjandi tungumál ESB-stjórnsýslunnar. Hún hefur hins vegar að miklu leyti vikið fyrir ensku á síðustu árum, í kjölfar stækkunar sam- bandsins fyrst til Svíþjóðar, Finn- lands og Austurríkis og síðast til átta Mið- og Austur-Evrópulanda auk Kýpur og Möltu. Samkvæmt nýlegri könnun evr- ópsku viðhorfskönnunarstofnun- arinnar Eurobarometer segist hátt í helmingur borgara ESB, 44 pró- sent, aðeins kunna sitt eigið móð- urmál. Og það þrátt fyrir að sam- bandið hafi sett sér það markmið að helst allir ESB-borgarar kynnu að minnsta kosti eitt annað tungu- mál en sitt eigið fyrir árið 2010. Þýðingarþjónusta ESB snaraði um 1,3 milljónum blaðsíðna á 20 tungumál á árinu 2005. - aa FJÖLTYNGT SAMBAND Rúmenska, búlgarska og írska bætast brátt í hóp opinberra mála ESB. NORDICPHOTOS/AFP Fjöltyngi Evrópusambandsins eykst um áramót: Tungum fjölgar í 23 AF EVRÓPUVETTVANGI: AUÐUNN ARNÓRSSON Tálkvendið Evrópa Fátt af því sem sett hefur verið í gang í lagagerðar- kerfi Evrópusambandsins á síðustu árum hefur valdið eins miklum deilum og svo- nefnd þjónustutilskipun, en hún hefur að markmiði að fækka hömlum á að þjón- usta sé veitt yfir landamæri á innri markaði Evrópu. Tilskipunin mun einnig taka gildi á Íslandi í gegn- um EES-samninginn. Tilskipunardrögin komust í gegn- um fyrstu umræðu í Evrópuþing- inu þann 16. febrúar síðastliðinn. Eftir miklar hitaumræður sam- þykkti þingið málamiðlunarút- gáfu af frumvarpinu. Vel á þriðja tug þúsunda manna, sem verka- lýðshreyfingar höfðu stefnt til Strassborgar, héldu mótmæla- fund fyrir utan þinghúsið á meðan afgreiðsla frumvarpsins fór fram. En hvað veldur því að þessi lagasmíð ESB er svo mikið hita- mál að tugþúsundir launafólks víða að úr Evrópu hafi fyrir því að fara alla leið til Strassborgar til að taka þátt í mótmælum og kröfu- göngum? Árekstur frjálshyggju og verndarstefnu Deilurnar um tilskipunardrögin hófust eftir að Frits Bolkestein, sem þá fór með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórn ESB, kynnti þau fyrst í janúar 2004. Forsvarsmenn verkalýðsfé- laga, einkum og sér í lagi starfs- manna í opinbera geiranum, sáu fljótt áformunum ýmislegt til for- áttu og lýstu þeim gjarnan sem „árás nýfrjálshyggjupostula“ á réttindi og starfsöryggi launa- fólks, sérstaklega í opinberri þjónustu. Andstæðingar tilskip- unarfrumvarpsins skírðu það „Bolkestein-áætlunina“ og ein- settu sér að fá því framgengt að tilteknir þættir þess yrðu felldir út eða þeim breytt verulega. Hagsmunasamtök atvinnurek- enda í Evrópu litu hins vegar svo á að þessi atriði sem verkalýðs- hreyfingin lagði mesta áherslu á að fá felld út eða breytt væru lyk- ilatriði í því að raunverulegt frelsi kæmist á í þjónustuviðskiptum milli landa á innri markaðnum, en það myndi stuðla að því að opna nýja markaði, ýta undir hagvöxt og gera atvinnulíf í aðildarríkjun- um samkeppnishæfara. Um sjötíu prósent alls launa- fólks í ESB-löndunum 25, um 116 milljónir manna, starfa í þjónustu- geiranum. Þótt frelsi í viðskiptum, þar með talið þjónustuviðskiptum, hafi verið eitt af grundvallarstef- numiðum Evrópusamrunans frá upphafi eru enn margvíslegar hömlur á því að þjónusta sé veitt yfir landamæri. Tilskipuninni er ætlað að bæta úr þessu. Upprunalandsákvæðið umdeildast En hver voru þessi umdeildu atriði? Umdeildast var svonefnt upp- runalandsákvæði, sem fól í sér að sú grunnregla skyldi gilda að þegar fyrirtæki í einu landi á innri markaðnum byði þjónustu í öðru landi skyldu lög og reglur heima- lands fyrirtækisins gilda um starf- semi þess í hinu landinu, ekki lög „gistilandsins.“ Andstaðan við þetta grundvallaðist fyrst og fremst á ótta við félagsleg undir- boð, samkvæmt því hefðu fyrir- tæki með aðalaðsetur í löndum á borð við Pólland getað boðið upp á þjónustu samkvæmt pólskum lögum í landi eins og Þýskalandi, þar sem lagaumgjörðin um slíka starfsemi er mun strangari. Meðal annarra umdeildra atriða, sem felld voru út í málamiðlunartillög- unni sem Evrópuþingið samþykkti, var að samningsréttur á vinnu- markaði og vinnuréttur falli ekki undir tilskipunina. Þá sé almanna- þjónusta eins og t.d. heilsugæsla undanþegin gildissviði hennar. Að mati hagsmunasamtaka atvinnurekenda, svo sem UNICE (Evrópusambands vinnuveitenda- samtaka) og Eurochambres (Evr- ópusamtaka viðskiptaráða), gerir niðurfelling upprunalandsákvæð- isins efnahagslega ávinninginn sem tilskipunin hefur í för með sér mun minni en ella. Mestum áhyggj- um lýstu talsmenn þessara sam- taka af réttaróvissunni sem mála- miðlunartillagan gæti orsakað þegar á hólminn væri komið. „Breytingin á tilskipuninni felur í sér hættuna á því að það verði óljóst lög hvaða lands eiga við þegar veitt er þjónusta yfir landamæri. Slík réttaróvissa er auðvitað mjög slæm fyrir fyrir- tæki og afturför frá því sem upp- hafleg tillaga tilskipunarinnar lagði til, þ.e. að lög landsins sem fyrirtækið er skráð í gildi. Það sem er jákvætt er hins vegar það að til- skipunin byggir áfram á einföldun á allri stjórnsýsluframkvæmd við veitingu þjónustu yfir landamæri,“ segir Eva Margrét Ævarsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún spáir því að vegna réttaróvissunnar sem í málamiðlunartexta tilskipunar- draganna felst sé líklegt að það muni koma til kasta dómstóls ESB að skera úr um slík túlkunaratriði eftir að tilskipunin hefur tekið gildi. „Þetta var stórt skref í rétta átt en nú verður öll áhersla sett á að undanskilja almannaþjónustu frá ákvæðum þjónustutilskipunarinn- ar,“ er haft eftir Carolu Fischbach- Pyttel, framkvæmdastjóra EPSU, Evrópusambands starfsfólks í almannaþjónustu, í frétt af afdrif- um tilskipunardraganna í Evrópu- þinginu á vef BSRB. Málið á borði ráðherraráðsins Þann 4. apríl lagði framkvæmda- stjórn ESB fram endurskoðað frumvarp sitt að tilskipuninni, þar sem tekið er tillit til breytingartil- lagnanna sem samþykktar voru í Evrópuþinginu. Þar er meðal ann- ars tekið fram, að ákvæði tilskipun- arinnar nái ekki til fjármálaþjón- ustu, fjarskipta, samgangna, heilsugæslu, félagslegrar þjónustu, skammtímavinnumiðlunar, örygg- isþjónustu og ljósvakamiðlunar. Næsta skref í ferlinu er að þessi uppfærða útgáfa frumvarpsins fer fyrir ráðherraráðið, nánar tiltekið kemur hún inn á borð viðskipta- ráðherra ESB-landanna 25. Núver- andi formaður þess, austurríski viðskiptaráðherrann Martin Bart- enstein, tjáði svissneska blaðinu Neue Zürcher Zeitung að hann væri vongóður um að samkomulag næðist í ráðinu um málið fyrir mitt þetta ár. Hann vísaði til þess að leiðtogar ríkisstjórna sambands- ins hefðu þegar lýst sig sátta við þá málamiðlun sem náðist í Evr- ópuþinginu. Finnar taka við for- mennskunni í ESB 1. júlí og það fellur því í þeirra verkahring að fylgja málinu eftir í seinni umræðu í Evrópuþinginu, sem væntanlega verður í haust. Gangi það eftir má gera ráð fyrir að tilskipunin kom- ist til lokaafgreiðslu í lok árs eða á formennskumisseri Hollendinga fyrri helming ársins 2007. Það myndi þýða að tilskipunin gæti tekið gildi árið 2008. audunn@frettabladid.is SKIPULÖGÐ FJÖLDAMÓTMÆLI Evrópskir verkalýðsforkólfar virkjuðu tugþúsundir liðsmanna sinna í andstöðu við drögin að Evróputilskipun um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum, sem oft er kennd við Frits Bolkestein sem átti frumkvæðið að henni í framkvæmdastjórn ESB. NORDICPHOTOS/AFP Áfanga náð að frelsi í þjónustuviðskiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.