Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 26
ATVINNA 6 7. maí 2006 SUNNUDAGUR Harpa Hrund Njálsdóttir segir að ljósmyndara- starfið hafi legið beint við frá tíu ára aldri. „Starfið mitt felst aðallega í að taka alls kyns fjölskyldu- myndir; barna-, fermingar-, útskriftar- og brúðkaups- myndir. Myndatakan sjálf er samt bara hluti af ferlinu því ég vinn allar myndir í tölvu og skila þeim til við- skiptavina í innbundnum albúmum,“ segir Harpa Hrund Njálsdóttir, ljós- myndari og eigandi Ljós- myndavers Hörpu Hrund- ar. „Það fer mjög eftir árs- tíma hvað ég er að gera. Núna eru fermingarnar alls- ráðandi. Í sumar verða það brúðkaupin og í haust barna- myndatökurnar. Svo bland- ast alltaf aðrar tökur inn í.“ Harpa lauk sveinsprófi í ágúst 2004 eftir að hafa verið á samning hjá Bar- böru Birgis í Ljósmynda- verinu Skugganum. Hún segir það hafa legið beint við að fara í ljósmyndun. „Ég hef verið að mynda síðan ég var 10 ára gömul og byrjaði að framkalla og stækka sjálf þegar ég var 13 ára. Þetta var það eina sem komst að. Ég reyndi í nokkur ár að stefna á eitt- hvert annað nám en gat á endanum ekki haldið mig frá ljósmyndun og sé ekki eftir því.“ Harpa segir mikilvægt að skipta við fagfólk þegar mynda á merkisstundir. „Ljósmyndun er blanda af iðngrein og listgrein, eigin- lega til jafns. Annaðhvort hefur fólk auga fyrir mynd- byggingum eða ekki en tæknihliðin þarf líka að vera á hreinu. Í brúðkaup- um getur til dæmis skipt höfuðmáli að ljósmyndar- inn kunni að bregðast við mismunandi lýsingu og þess háttar. Dagurinn verð- ur ekki endurtekinn og því mikilvægt að myndirnar séu góðar í fyrstu tilraun.“ Það getur ýmislegt gerst í venjulegri myndatöku eins og Harpa hefur fengið að reyna. „Í fermingarmynda- tökum er vinsælt að koma með gæludýr. Í síðustu viku kom ein fermingarstúlkan með hænu. Það gekk mjög vel og hænan sofnaði meira að segja í tökunni. Mér skilst reyndar að þær þyk- ist vera dauðar ef þær eru mjög óstyrkar,“ segir Harpa og hlær. Harpa hefur rekið eigin stofu í eitt ár og nýverið lauk fyrstu ljósmyndasýn- ingu hennar á Þjóðminja- safninu. „Sýningin var í tengslum við útgáfu daga- tals til styrktar Félags aðstandenda barna með Downs-heilkenni og hét „Hvað er einn litningur milli vina“. Skilaboðin voru sú hreina hugsun og for- dómaleysi sem er börnum eðlislæg,“ segir Harpa að lokum. einareli@frettabladid.is Bæði iðn- og listgrein Harpa Hrund segir viðfangsefni ljósmyndara fara mikið eftir árstíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samtök um vinnu- og verkþjálfun sameinast um bætt kjör og réttindi fatlaðra á vinnustöðum fatlaðra. Alþýðusamband Íslands og Hlutverk – samtök um vinnu og verkþjálfun, skrifuðu þann 4. maí undir sameigin- lega yfirlýsingu um kjör og réttindi fatlaðra starfs- manna á vinnustöðum fatl- aðra. Yfirlýsingin er loka- hnykkur á samstarfi þessara samtaka sem staðið hefur um nokkurra ára skeið. Með henni sameinast samtökin um að stuðla að því að rétt- indi samkvæmt kjarasamn- ingum á almennum vinnu- markaði séu samræmd og virt á vinnustöðum fatlaðra og sameinast þannig í bar- áttu gegn mismunun gagn- vart fötluðum. Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ, og Kristján Valdi- marsson, formaður Hlut- verks, skrifuðu undir samninginn á Hótel Rangá á Rangárbökkum. Frétt af www.asi.is Bætt kjör og réttindi fatlaðra Bæta þarf kjör og réttindi fatlaðra á vinnustöðum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bifvélavirki / Vélvirki & verkstæðismaður Óskum eftir að ráða sem fyrst. Bifvélavirkja eða Vélvirkja og vanan verkstæðismann á verkstæði okkar að Gylfaflöt 9. Mjög góð starfsaðstaða og þægilegt starfsumhverfi. Upplýsingar veitir Þórir Jónsson yfirverkstjóri, í síma 696-2638. Dælustjórar BM Vallá ehf. auglýsir eftir starfsmönnum með meiraprófsréttindi og tækjapróf til starfa á steypu- dælu. Um er að ræða störf í Reykjavík. Bæði er verið að leita eftir starfsmönnum í framtíðarstörf og sumarafleysingar. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Árnason í síma 585 5010. Vinsamlegast sendið upplýsingar og fyrirspurnir á sigurdur@bmvalla.is KÓPAVOGSBÆR AUGLÝSING UM SKIPULAG Í KÓPAVOGI Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. auglýsist hér með tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Grundarhvarf. Á lóðinni stendur einbýlishús byggt 1930 og bílskúr byggður 1950 samtals um 150 m2 að flatarmáli. Í tillögunnu felst að núverandi byggingar er rifnar og lóðinni, sem er liðlega 2,300 m2 að flatarmáli skipt í Grundarhvarf 10 a og 10 b. Á þessum nýju lóðum, sem verða annars vegar 1,074 m2 að flatarmáli og hins vegar 1,243 m2 eru afmarkaðir byggingarreitir fyrir tveggja hæða einbýlishús. Hámarkshæð húsa er áætluð 7,4 m miðað við aðkomuhæð og nýtingarhlutfall 0,22-0,26. Nánar vísast til kynningargagna. Nýbýlavegur 54. Breytt deiliskipulag. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. auglýsist hér með tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 54. við Nýbýlaveg. Í breytingunni felst að einbýlishús byggt 1956 samtals 160 m2 að flatarmáli er rifið og 3 hæða íbúðarhús með 5 íbúðum byggt í þess stað samtals um 770 m2 að samanlögðum gólffleti. Á jarðhæð er í tillögunni gert ráð fyrir 4 innbyggðum bílgeymslum. Hámarks hæð nýbyggingarinnar er áætluð 9,0 metrar og nýtingarhlutfall tæplega 0,7. Nánar vísast til kynningargagna. Vallakór 1-3. Breytt deiliskipulag. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. auglýsist hér með tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1-3 við Vallakór. Í breytingunni felst að fyrirhugað fjölbýlishús á lóðinni verður 4 hæða í stað 2-3 hæða, íbúðum er fjölgað úr 15 í 24 íbúðir og hluti bílastæða verður í bílgeymslu neðanjarðar. Nánar vísast til kynningargagna. Ofangreindar tillögur verða til sýnis á Bæjarskipu- lagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8.00 til 14.00 frá 9. maí til 8. júní 2006. Upplýsingar um tillögurnar eru einnig á heimasíðu bæjarins www.kopavogur.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipu- lagi eigi síðar en kl. 15.00 fimmtudaginn 22. júní 2006. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunum. Skipulagsstjóri Kópavogs. ESS (Eurest Support Service) er alþjóðlegt fyrirtæki og hluti af Compass Group sam- steypunni sem sérhæfir sig í rekstri mötuneyta og matarþjónustu. Fyrirtækið starfar í 90 löndum og hjá því vinna um 400.000 manns um heim allan. Á Norðurlöndum vinna um 10.000 manns hjá ESS. Fyrirtækið sér um daglegan rekstur í starfsmannaþorpi Fjarðaáls sem er í næsta nágrenni við Reyðarfjörð. Þar munu búa allt 1.500 manns á meðan verið er að reisa álverið Fjarðaál. Er starf í Starfsmannaþorpinu á Reyðarfirði eitthvað fyrir þig? Matreiðsla, aðstoð í eldhúsi, þrif og störf í gestamóttöku: Okkur vantar starfsfólk í hlutastörf og fulla vinnu til að: • Sjá um matreiðslu í eldhúsi • Aðstoða í eldhúsi • Sjá um þrif í eldhúsi og svefnskálum • Vinna í móttöku og verslun (pólsku- og ensku kunnátta æskileg) Skemmtana-/afþreyingarastjóri: Okkur vantar starfsmann með reynslu af skipulagn- ingu viðburða/íþróttamóta og þ.h. Lifandi starf með sveigjanlegum vinnutíma. Háskólamenntun og góð tungumála- og tölvukunátta skilyrði. Við gerum þær kröfur til starfsmanna að þeir hafi gott viðmót og mikla þjónustulund ásamt haldgóðri starfsreynslu. Við greiðum fyrir ferðir. Gisting í eins mann herbergjum og uppihald. Starfseminni er stjórnað af Íslendingum og Norð- mönnum. Í boði er góður vinnustaður og gott starfsumhverfi hjá virtu fyrirtæki. Vinnutími er mismunandi eftir störfum og samið er um hann í atvinnuviðtali. Möguleiki á 14 daga vökt- um og 14 daga fríi. Frekari upplýsingar veitir Guðmundur R. Gíslason starfsmannastjóri í síma 470 7643 & 899 2321 milli 09:00-15:00 alla virka daga. Póstfang: gudmundur.gislason@ess-norway.com Áhugasamir sendi umsókn til: Ráðningarstofu Bechtel Búðareyri 25 730 Reyðarfirði Á skrifstofunni er hægt að fá umsóknareyðublöð sem og á heimasíðu Bechtel, www.fjardaalproject.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.