Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 83
GUÐMUNDUR ODDUR > SKRIFAR UM SJÓNMENNTIR SUNNUDAGUR 7. maí 2006 Leikfélag Hólmavíkur sýnir Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen í leikstjórn Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ sunnudaginn 7. maí kl. 19.00. Miðapantanir og upplýsingar eftir kl. 16.00 sunnudaginn 7. maí í síma 865-3838 . „Prestastefna 2006 skorar á stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) að mótmæla á sínum vettvangi tengslum vændis og HM 2006 (Heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu 2006 í Þýskalandi). Einnig vill Prestastefna hvetja KSÍ ennfrekar til dáða í sínu mikilvæga uppeldis- og forvarnarstarfi á meðal barna og unglinga í landinu. Þjóðkirkjan vill gjarnan liðsinna íþróttahreyf- ingunni í því góða uppeldisstarfi sem unnið er innan hreyfingarinnar.“ Já einmitt það. Á síðustu tveim áratugum eða svo hefur orðið mikil hningnun á ímynd íþróttahreyfingarinnar. Leikmenn, félagsbúningar, tæki og umhverfi íþróttamannvirkja hafa verið gerð að söluvöru á svo afgerandi hátt að það er til háborinnar skammar. Svo illilega hefur tekist til að erfitt er að halda fókus á leiknum sjálfum vegna sjónræns áreitis merkjavöru sem koma leiknum ekkert við. Sýna í raun ekkert annað en hroka sponsorsins. Ekki er lengur keppt í fyrstu deild heldur er nafn deildarinnar til sölu. Eimskipafé- lagsdeildin eða Always-Ultradeildin. Ég sé ekki mikinn mun á sjálfsvirðingu vændiskvennanna sem hópast á heimsmeistarakeppnina og marga þeirra sem hafa skipað sér í forystu íþróttahreyfingarinnar og bera ábyrgð á þess- um subbuskap. Ég á erfitt með að sjá muninn á þeim sem selja sál sína eða selja líkama sinn. Ég sé ekki betur en að fyrirmyndin, forystusveitin, hafi selt sál sína. Fylgifiskarnir eru slæm sjálfsvirðing, lyfjamisnotkun, bjórþambarar, fótboltabullur og vændiskonur. Dýrslegar hvatir ganga lausar og fótbolta- leikir orðnir að hátíð aulanna. Fyrsta skrefið er að komast úr afneituninni og horfa á þetta eins og það er svo hægt sé að liðsinna hreyfingunni í því góða uppeldisstarfi sem þar þarf að fara fram. Göfug hönnun Jú, ég veit að þetta er ekki bara bundið við fótbolta eða íþróttir. Þar er þetta vissulega áberandi. Við hönnuðir þurfa að glíma við sálarsöluna á hverjum degi í starfi okkar. Það erum við sem höfum atvinnu að því að búa til þessa sjónmengun. En það er til gott fólk þar eins og í íþróttahreyfingunni. Ímynd fótboltans hefur oft verið vel hugsuð af góðum og göfugum hönnuðum á ýmsum tímum. Verðlaunagripurinn til dæmis, bikarinn sem allstaðar er keppt um, átti að minna manninn á það innsta og dýpsta í mannsálinni sem einnig var það innsta og dýpsta í tilverunni í heild? Bikarinn táknaði einstaklingseðlið sem víni hins guðdómlega anda er hellt í. (Nei, það er ekki það sama og detta í það eftir góðan leik og sleppa dýrinu lausu og kaupa sér mellu.) Þetta er líkingamál. Bikarinn er tákn líkama okkar og ytri fegurð- ar og vínið táknar innri andlega uppljómun þar sem dyggðirnar taka við af brestunum. Keppnisboltinn sjálfur þ.e.a.s. sá sem FIFA (Alþjóðaknattspyrnu- sambandið) samþykkir er grundvallaður á sömu platonísku rúmmyndum sem Buckmister Fuller hagnýtti sér, sá sem gerði kúluhúsin – eins og Ólafur Elíasson myndlistarmaður hagnýtir sér útfærslur Einars Þorsteins Ásgeirs- sonar á sömu rúmmyndum á nákvæmlega sama hátt. Það gilda hámarks og lágmarkslengdir um stærð vallar en oftast er hann 105mx65m sem er hlutfallið 1:1.516 sem er hið heilaga gullinsnið. Markstærðin 7.32mX2.44 er líka byggð á guðdómlegri hlutfallafræði. Þetta eru ferhyrningar byggðir á fjórum þríhyrningum í hlutföllunum 3-4-5. Guðdómleg snilld. Lesiði bara Da Vinci lykilinn. Hreinsum til Það þarf að hreinsa til og endurvekja ungmennafélagsandann. Ég sá ein- hverstaðar niðurstöðu könnunar þar sem kom í ljós að almennt þekkir fólk meira en 1000 lógó en innan við 10 trjátegundir. Þetta er ekki eðlilegt. Það eru ekki allir fjármagnseigendur siðlausir grasasnar og það er ekki allt markaðsfólk aular. Ég skora á hugsandi fólk í þessum stöðum – fólk sem ráðstafar fjármagni, að íhuga málið. Ég ætla meira segja að lauma að ykkur viðskiptaleyndarmáli. Því minna lógó – því betra umtal og blómlegri bis- nís. Ef þið sleppið lógóinu alveg fáið þið himmneskt umtal beint frá hjarta þeirra sem njóta stuðningsins. Því stærra lógó því meir hvíslar almenningur; hrokagikkir, hórmangarar – ég get lofað ykkur því. Tökum höndum saman og hreinsum upp þetta hrokafulla logo-drasl. Gefum íþróttum og menningu kost á því að ná upp sjálfsvirðingu. Niður með hrokann! Styrkið íþróttir og menningu nafnlaust og ykkar er himnaríki. Mens sana in corpore sano! Að selja sál sína og líkama ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.