Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 18
 7. maí 2006 SUNNUDAGUR18 Í alþingiskosningunum árið 1991 buðu fram fimm smá-flokkar sem er það mesta sem verið hefur í kosningum á Íslandi fyrr og síðar. Ólíkt framboðum sem komu fram í kosningunum árið 1971 og 1979 var meiri alvöru- svipur yfir þessum framboðum. Menn voru svo sannarlega ekki að gera að gamni sínu. Hugmyndir sem ekki höfðu fengið mikinn hljómgrunn til þessa rötuðu inn í þjóðmálaumræðuna og „gömlu stjórnmálaflokkarnir“, tóku vel eftir. Árið 1995 var í fyrsta sinn í framboði fólk sem hafði kristileg gildi sem leiðarljós og anarkistar komu sjónarmiðum sínum á fram- færi með sérstöku framboði, þó að skipulögð stjórnmálahreyfing stjórnleysingja sé mótsögn í sjálfu sér. Í síðustu alþingiskosningum kom fram einn nýr flokkur sem hyggur á framboð í næstu kosn- ingum sem bendir til þess að smá- flokkar í íslenskum stjórnmálum eigi sér framtíð og eigi jafnvel eftir að safna nægilega miklu fylgi til að eiga málsvara á þingi. Fram- boðum smáflokka til borgarstjórn- arkosninga hefur einnig fjölgað á síðustu árum sem bendir til þess að vettvangur smáflokka gæti verið að færast frá þjóðmálunum og heim í hérað. Kannski er það viðeigandi að smáflokkur reyni sig á litla sviðinu fyrst, og reyni við það stóra síðar. Svavar Hávarðsson leit til baka og spurði nokkra einstaklinga um lífið í jaðri íslenskra stjórnmála. Það voru stofnuð samtök um jafnrétti á milli landshluta, þegar fólksflutningarnir voru sem mestir inn á höfuðborgar- svæðið og menn undu illa sínum hag úti á landi. Þetta var fjölmenn hreyfing og mikil starfsemi um 1980. Það má segja að stofnun Þjóðarflokksins hafi komið í kjölfar þeirrar vinnu sem var unnin innan þeirra samtaka. Þjóðar- flokkurinn var stofnaður fyrir alþingis- kosningar árið 1987. Flokkurinn lagði ríka áherslu á nýja stjórnarskrá sem snerist um uppbygg- ingu á þriðja stjórnsýslustiginu, þetta var fyrir hrinuna sem varð í sameiningu sveitarfélaga og það var okkar hugsun að þriðja stjórnsýslustigið ræki alla þessa stóru sameiginlegu þætti eins og heilbrigðismál, menntamál og svo fram- vegis. Það var okkar hugsun að þá þyrfti ekki að sameina sveitarfélögin. Flokk- urinn gerði drög að nýrri stjórnarskrá sem var einu sinni borin fram á Alþingi af Ólafi Þórðarsyni framsóknarmanni, en fékk litla umfjöllun. Við lögðum mesta áherslu á kerfisbreytingar sem gætu styrkt byggðina í landinu og eflt stjórnsýslustigin með því að fara í þetta alveg frá grunni. Innra starfið var alveg eins og hjá venjulegum stjórnmálaflokki. Þetta var öflugt starf frá 1987 og síðan má segja að þetta hafi mikið til lognast út af eftir kosningarnar 1991 vegna þess að við náðum ekki þeim árangri sem við stefndum að. Við fórum um allt land og héldum fundi en þetta var gríðarlega erfitt fjárhagslega, menn lögðu allt sitt í þetta því það er ekkert spaug að halda úti svona stjórnmálaflokki. Framboðið með Flokki mannsins var umdeilt en þetta var ákvörðun sem var tekin fyrir kosningarnar 1991. Í framhaldi af þeim kosningum má segja að menn hafi misst móðinn og fólk tók að starfa innan annarra flokka. Mikið af því fólki sem þarna var er núna hjá Vinstri græn- um. Ég held að við höfum haft gríðarleg áhrif. Flokkurinn er ennþá til en hann liggur í dvala. Árni Steinar Jóhannsson: Þjóðar- flokkurinn (1987-1991) Mikill áhugi var á umhverfismálum og umræðan í þjóðfélaginu var komin á það stig að menn voru teknir að ræða hvernig samgöngur í borgarsamfélagi ættu að líta út. Sérstaklega var mikill áhugi á hjólreiðum. Þeir sem stofnuðu til framboðsins voru jafnt áhugafólk, fræðimenn og fleiri. Við fengum góðan hljómgrunn frá öllu litrófinu í stjórnmál- unum hér. Margir voru hrifnir af því að taka þessa umræðu upp og við fengum mikla hvatningu. Segja má að hugmyndir sem birtust þá hafi verið efniviður bæði hægri og vinstri græningja. Þetta hafði skírskotun í báðar áttir og var sett þannig upp í stefnuskránni. Við byggðum þar á vist- fræðilegum grunni. Við buðum fram í sveitarstjórnar- kosningum árið 1990 og í alþingis- kosningunum 1991 og fengum um eins prósents fylgi í bæði skiptin. Við héldum saman þetta ár en síðan fór hver sína leið. Innra starfið var mjög líflegt. Við hittumst á kaffihúsum og héldum fundi þar sem við ræddum saman. Þar var mikil áhersla lögð á málefni, að taka fyrir þemu og ræða þau. Þar ræddum við um lausnir án þess að eyða miklum tíma í að skilgreina vandamálin. Þetta varð ekki framtíðarfélag og fólkið fór í allar hugsanlegar áttir. Enginn gerði stjórnmálin að atvinnu sinni enda var aldrei hugmyndin að vinna við þetta. Við vorum tilbúin að vinna að málstað og því ríkti hjá okkur dæmigerð grasrótarhugsun. Þetta var svona dæmigerður smá- flokkur þó við kölluðum okkur ekki flokk heldur regnhlífarsamtök. Margir héldu að þetta væri grínfram- boð en okkur var heilmikil alvara. Við byggðum allt á hugmyndafræðilegum grunni. Óskar Dýrmundur Ólafss.: Grænt framboð (1990-1991) Við ætluðum okkur að vekja athygli á fátækt á Íslandi og það var mjög gaman að fylgjast með því hvernig okkar málefni birtust allt í einu á stefnuskrám gömlu flokkanna. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að breyta orðalaginu. Það má því segja að þó að flokkur eins og okkar komist ekki til áhrifa snerta mál- efnin við fólkinu í landinu ef eitthvað er í þau varið. Okkar flokkur var stofnaður að erlendri fyrirmynd en húmanistar hafa komist til áhrifa víða. Aðdragandinn var að okkur fannst vanta að stjórnmálin væru aðeins mannlegri. Margir sem voru í framboði höfðu starfað innan verkalýðshreyfingarinnar og því var fátækt okkur ofarlega í huga. Það var mjög óréttlátt að þrátt fyrir að við hefðum safnað nægum fjölda til að bjóða fram á landsvísu fengum við enga peninga til að kynna flokkinn, auglýsa og annað. Svo furðulegt sem það er þá fær stærsti flokkurinn mest og þarf minnst á kynningu að halda. Hluti af þeim sem buðu sig fram 1999 bauð sig fram í næstu borgar- stjórnarkosningum. Þetta er hins vegar sjálfboðavinna og þeir sem hafa áhuga brenna fljótt upp. Þeir sem voru virkir í Húmanista- flokknum hafa síðan verið mjög virkir í alþjóðlegu líknarstarfi, til dæmis á Haíti þar sem verkefnið var að kenna fólki að lesa og gekk rosalega vel. Birgitta Jónsdóttir: Húmanista- flokkurinn (1999) Aðdragandinn að stofnun flokksins var sá að hópur manna náði saman vegna andstöðu við fiskveiðistjórnunarkerfið og kom með margs konar tillögur í sam- bandi við það, til dæmis um fyrningu kvótans. Þar var hugmyndin að þjóðin næði aflaheimildunum til baka til sín. Í framhaldi af því þótti okkur nauð- synlegt að fram kæmi framboð til að taka sérstaklega á þessum málum. Í ársbyrjun 2003 kemur upp ákveðin óeining í hópnum að því leyti að Ellert Schram lagði áherslu á að tengjast Samfylkingunni vegna þess að stefna hennar í fiskveiðistjórnunarmálum teldist sú líklegasta sem við gætum náð sátt um. Það varð til þess að ákveðinn hópur tengdist Samfylkingunni en aðrir töldu ekki unnt að gera það og ákváðu, seint og um síðir, að bjóða fram. Það má segja að þetta hafi tafið fyrir stofnun Nýs afls í um þrjá mánuði. Það gerði það að verkum að við vorum orðnir of seinir til að gera okkur gildandi í kosn- ingunum 2003. Það tókst samt með ágætum að setja saman stefnuskrá og í framhaldi af því hefur starfið verið þannig að miða við að halda sjó, ekki leggja út í mikla starfsemi af því að við höfum ekki til þess fjárhagslega burði. Við miðum við að koma snemma til leiks fyrir næstu alþingiskosningar árið 2007 og uppskera í samræmi við það. Fljótlega var tekin ákvörðun um það að láta sveitarstjórn- arkosningar fram hjá okkur fara. Starfið hefur því snúist um að styrkja innviðina til að geta gert útrás eftir að sveitar- stjórnarkosningum í vor er lokið. Jón Magnússon: Nýtt afl (2003-) 1986 1990 1994 1998 2002 Flokkur mannsins 1.036 594 Grænt framboð 565 Húmanistar 392 Launalisti 371 Húmanistaflokkur 126 Vinstri-hægri-snú 246 Höfuðborgarsamtökin 397 Prósent af heild 2,0% 2,1% 1,2% 1,1% BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR 1986–2002 1979 1983 1987 1991 1995 1999 2003 Sólskinsflokkurinn 92 Hinn flokkurinn 158 Flokkur mannsins 2.434 Samtök um jafnrétti og félagshyggju 1.893 Þjóðarflokkur 2.047 Grænt framboð 502 Heimastjórnarflokkur 975 Verkamannaflokkur 99 Öfgasinnaðir jafnaðarmenn 459 Þjóðarflokkur – Flokkur mannsins 2.871 Kristileg stjórnmálahreyfing 316 Náttúrulagaflokkur Íslands 957 Húmanistaflokkur 742 Anarkistar 204 Nýtt afl 1.791 Prósent af heild 0,2% 2,9% 4,3% 1,9% 0,8% 1,4% ALÞINGISKOSNINGAR 1979–2003 Margur er knár þótt hann sé smár Árið 1991 fjölgaði framboðum smá-flokka mjög en jafnframt urðu þau mun alvörugefnari en verið hafði. FRAMHALD GREINAR SEM BIRTIST Í FRÉTTABLAÐINU Í GÆR Stígið á sveif með lífinu Völdin heim Burt með spillinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.