Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 13

Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 13
MÁNUDAGUR 8. maí 2006 13 Sveitarfélagið Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta voru Ísafjarðarkaupstaður, Suðureyrarhrepp- ur, Þingeyrarhreppur, Flateyrarhreppur, Mosvallahreppur og Mýrahreppur. Íbúafjöldi 1. des. 2005: 4.109 ÚRSLIT KOSNINGANNA 2002: Fjöldi íbúa á kjörskrá: 2.801 Fjöldi greiddra atkvæða: 2.354 (84%) Listi Nýs afls (A) 104 atkvæði - 0 fulltrúa Listi Framsóknarflokksins (B) 401 atkvæði - 2 fulltrúa Listi Sjálfstæðisflokksins (D) 810 atkvæði - 4 fulltrúa Listi Frjálslyndra og óháðra (F) 307 atkvæði - 1 fulltrúa Listi Samfylkingarinnar (S) 526 atkvæði - 2 fulltrúa Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs (U) 149 atkvæði - 0 fulltrúa Meirihlutasamstarf kjörtímabilið 2002-2006 er með Framsóknarflokki (B) og Sjálfstæðisflokki (D). Fulltrúar B-lista í bæjarstjórn: Guðni Geir Jóhannesson Svanlaug Guðnadóttir Fulltrúar D-lista í bæjarstjórn: Halldór Halldórsson Birna Lárusdóttir Ragnheiður Hákonardóttir Ingi Þór Ágústsson Fulltúi F-lista í bæjarstjórn: Magnús Reynir Guðmundsson Fulltrúar S-lista í bæjarstjórn: Lárus G. Valdimarsson Bryndís Friðgeirsdóttir KOSNINGAR 2006 Efstu menn B-lista, Framsóknarflokks: 1. Guðni Geir Jóhannesson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 2. Svanlaug Guðnadóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarfræðingur 3. Albertína Elíasdóttir, forstöðu- maður 4. Björgmundur Örn Guðmundsson, forstjóri 5. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri Efstu menn D-lista, Sjálfstæðisflokks: 1. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ísafirði 2. Birna Lárusdóttir, fjölmiðlafræðingur, Ísafirði 3. Gísli H Halldórsson, fjármálastjóri, Ísafirði 4. Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði 5. Níels R. Björnsson, rekstrarstjóri, Ísafirði Efstu menn Í-lista, sameiginlegs framboðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Samfylkingarinnar og Frjálslyndra og óháðra: 1. Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og kennari 2. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi 3. Arna Lára Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og verkefnis- stjóri ÍSAFJARÐARBÆR Lóritín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Loratadin. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2–14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 Histasín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Cetirizín. Notkunarsvið: Histasín er ofnæmislyf. Histasín virkar gegn öllum algengustu tegundum ofnæmis, svo sem frjóofnæmi og rykofnæmi. Histasín er líka notað við ofnæmisbólgum í nefi og ofnæmiseinkennum eins og útbrotum og kláða. Varúðarreglur: Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti og skal það haft í huga við akstur og nákvæmnis- vinnu. Aukaverkanir: Einstaka sinnum veldur lyfið munnþurrki og syfju. Skömmtun: 1 tafla á dag fyrir fullorðna og börn frá 12 ára aldri. Börnum 6–12 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 Það er engin ástæða til að láta sér líða illa á besta tíma ársins. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Við hlustum! Getur verið að þú sért með ofnæmi? Lóritín og Histasín fást án lyfseðils Byrjar þú að hnerra um leið og allt fer að lifna við á vorin? Þannig er um marga án þess að þeir átti sig á því að um ofnæmi geti verið að ræða. SPÁNN Lögregla á Spáni hefur handtekið fjórtán manns sem hafa stundað skipulagt smygl á fleiri tonnum af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu til Spánar. Hefur rannsókn málsins staðið lengi yfir en talið er að samtökin sem hinir handteknu tilheyra hafi smyglað megninu af því kókaíni sem borist hefur til Spánar undan- farin ár. Komið hefur í ljós að kókaíni hafði verið flutt með flugi í sérútbúnum tvöföldum ferða- töskum. Hefur þeim tekist að beina fíkniefnahundum frá með því að geyma einnig í þeim tiltekna teg- und hollenskra osta. - aöe Fjórtán handteknir á Spáni: Umfangsmikið kókaínsmygl SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Runólf- ur Birgisson, bæjarstjóri á Siglu- firði, skipar fimmta sæti H-list- ans, lista félagshyggjufólks og óháðra, í sameinuðu sveitarfélagi á Siglufirði og í Ólafsfirði. Hann er jafnframt bæjarstjóraefni list- ans, þrátt fyrir að hann sé flokks- bundinn sjálfstæðismaður og hafi setið í bæjarstjórn Siglufjarðar, og á Alþingi, fyrir sjálfstæðis- flokkinn. „Það vita það allir Siglfirðingar að ég er sjálfstæðismaður og þó ég sé nú á lista félagshyggjufólks og óháðra þá hef ég ekki hugsað mér að skrá mig úr sjálfstæðis- flokknum,“ segir Runólfur. Í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum fékk Siglu- fjarðarlistinn fimm bæjarfulltrúa, hreinan meirihluta, og kom þar með meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarflokks frá völdum. Siglufjarðarlistinn var skipaður vinstrimönnum og á miðju yfir- standandi kjörtímabili buðu þeir Runólfi bæjarstjórastólinn. „Að þessu sinni var mér boðið að vera bæjarstjóraefni H-listans og nú ákvað ég að ganga alla leið og taka fimmta sætið á listanum, bar- áttusætið,“ segir Runólfur. - kk Runólfur Birgisson, bæjarstóri á Siglufirði, er á lista vinstrimanna: Áfram í Sjálfstæðisflokknum RUNÓLFUR BIRGISSON Vinstrimenn buðu Runólfi bæjarstjórastólinn á Siglufirði fyrir tveimur árum. AUSTURRÍKI, AP Walter Sucher, félagi yst á hægri væng austur- ríska Frelsisflokksins, kvaddi með Hitlerskveðju á flokksþingi í Vínarborg í gær. „Mig langar að ljúka þessari stuttu ræðu með kveðju sem er í raun okkar gamla kveðja,“ sagði hann og uppskar ákaft lófatak þegar hann sagði „Heil“. Heinz-Christian Strache, for- maður flokksins, sagðist ekkert hafa við þetta að athuga. „Ég ferðast mikið um vestur- héröðin og hvar sem ég kem er mér fagnað með þessu orði,“ sagði Strache. - gb Stjórnmálamaður í Austurríki: Kvaddi með Hitlerskveðju

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.