Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 8. maí 2006 19
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
NFS Í BEINNI
Á VISIR.IS
35.000 gestir vikulega
sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver.
Auglýsingasími 550 5000.
NFS Í BEINNI
Á VISIR.IS
35.000 gestir vikulega
sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver.
Auglýsingasími 550 5000.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
ætlar að leggja áherslu á að veita
ungum börnum og fjölskyldum
þeirra örugga og fjölbreytta þjón-
ustu þar sem áherslan er á val,
gæði, árangur og lausnir. Þessi
markmið krefjast fjármagns og
stuðnings foreldra og þjónustuaðila.
Samhliða þessum markmiðum vill
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
mæta foreldrum og öðrum skatt-
greiðendum á miðri leið með
almennri gjaldskrárlækkun um
25% 1. september 2006. Til viðbótar
ætlum við að koma til móts við
stórar barnafjölskyldur þannig að
foreldrar greiði aldrei fyrir fleiri
en eitt barna sinna sem dvelja á
leikskóla samtímis. Þannig náum
við á einfaldan hátt að minnka
byrðar stórra barnafjölskyldna.
Sannkallað neyðarástand er í
borginni varðandi þjónustu við
yngstu börnin. Foreldrar sem eru
að fara aftur á vinnumarkaðinn
eftir fæðingarorlof lenda í miklum
hremmingum þar sem þjónusta
dagmæðra er af skornum skammti
og einungis örfáir leikskólar, oft-
ast einkareknir, þjónusta yngstu
börnin. Margir foreldrar þurfa að
draga úr vinnuframlagi eða fá
lengra leyfi frá störfum. Það er
sannkölluð tímaskekkja hvað varðar
jafnrétti kynjanna að bjóða ekki
betri þjónustu en þetta. Fjölskyldu-
stefna Sjálfstæðisflokksins boðar
uppbyggingu sérstakra smábarna-
deilda í hverju hverfi auk þess sem
framboð á þjónustu dagforeldra
verður aukin með auknum stuðn-
ingi borgarinnar.
Leikskólinn er fjöreggið í skóla-
kerfinu. Lítil miðstýring, mikil
fagmennska og náin tengsl við
foreldra gera leikskólann að
aðlaðandi valkosti fyrir foreldra.
Leikurinn og nánd starfsmanna
við foreldra eru lykill að þeirri
ánægju foreldra sem birtist aftur
og aftur í könnunum í Reykjavík.
Þessu góða starfi þarf að viðhalda.
Foreldrar eiga það til að gleyma
hversu mikilvægur leikskólinn er
fyrir líðan barns og líðan foreldra,
sem eru nánast áhyggjulausir frá
börnum sínum við vinnu meiri-
hluta dagsins. Byggja þarf áfram
á sterkum grunni faglegs starfs
leikskólanna og tryggja áfram-
haldandi sveigjanleika og fjöl-
breytni. Gera þarf átak í net- og
tölvuvæðingu leikskóla, bæði til
að efla innra starf leikskólanna og
auka upplýsingagjöf til foreldra.
Samstarf við grunnskólastigið
þarf að efla sem viðvarandi sam-
starf nú þegar þróunarstarf hefur
gengið vel í töluverðan tíma.
Foreldrar treysta á þjónustu
dagforeldra og leikskólakennara.
Án þeirra þrifist ekki það líflega
atvinnulíf og sú mikla ásókn í
háskólanám sem við höfum vanist.
Stjórnendur borgarinnar verða að
vera í takt við þá þróun sem á sér
stað á vinnumarkaði á Íslandi, þar
sem báðir foreldrar velja að vinna
mikið. Hlutverk borgarkerfisins
er að tryggja gæðastundir barna á
meðan þau eru ekki í faðmi
foreldra. Þess vegna endurspegla
markmið fjölskyldustefnu Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík
forgangsröðun í þágu reykvískra
barna.
Höfundur er með meistara-
gráðu í námssálfræði og er í 6. sæti
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
Ódýrari en ekki ókeypis
UMRÆÐAN
BARNAFJÖLSKYLDUR
ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR
FRAMBJÓÐANDI