Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2006, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 08.05.2006, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 8. maí 2006 3 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR ����������������������� ������������������ ������������������������������������������� Þessi ættbálkur er nefndur einu nafni roðamaur (Tetran- ynchus), en fjölmargar teg- undir eru til af honum. Þetta er sníkjumaur sem komið hefur til landsins með ávöxtum og plöntum á sínum tíma og er hann enn að koma til landsins með vörum. Maurinn lifir í gróðurhúsum og í görðum við hús. Hann er oftast rauður eða rauðgulur að lit, bæði bolur og fætur og á fótunum eru burstakennd hár. Kvendýrin eru um 0,4 mm að lengd en karldýrin minni. Í gróðurhúsum skemmir maurinn margs konar jurtir og einnig agúrkur, tómata o.fl. Á þurrum og heitum sumrum getur roðamaur valdið tjóni á jurtum í görðum. Hann fer á stjá á vorin og má oft finna hann í gluggakistum mörgum til mikils ama. Þetta eru kvenmítlar í leit að varpstað. Þær verpa eggjum sínum á neðra borð laufblaða. Ungviðið sem skríður úr eggjunum sýgur næringuna úr blöðunum og eftir verða hvítleitir eða brúnleitir blettir á blöðunum sem síðan visna og falla að lokum til jarðar. Seinni hluta sumars spinna maurarnir og þekja þá neðra borð laufblaðanna með þráðum sínum. Á haustin skríða þeir í sprungur, rifur og önnur fylgsni og halda þar kyrru fyrir, aðallega eru þetta frjóvguð kvendýr sem lifa veturinn af. Til varnar þessum dýrum í híbýli manna er ýmislegt hægt að gera: Þar sem gróður nær að húsi er best að grafa um 30-40 cm breiðan og 30 cm djúpan skurð og setja jarðvegsdúk og möl í skurð- inn. Með því að vökva síðan reglulega í mölina í skurðinum hverfur roðamaurinn því honum er mjög illa við mikinn raka og bleytu. Það er hægt að úða fyrir maurn- um og eru þá notuð varnarefni, sem eru með stutta eiturvirkni og hratt niðurbrot á efninu. Úða skal á veggi undir gluggum með opnanleg fög og undir gluggakistur og í gluggakist- ur innanhúss. Úða skal gróður við húsvegg eins nálægt veggnum og mögulegt er því þegar úðað er í jarð- veg drepast önnur dýr sem þar lifa. Hægt er að fá límspjöld fyrir skor- dýragildrur og setja þau í glugga til að taka við maurnum ef hann kemur inn. Í gömlum heimildum er sagt að notað hafi verið grænsápuvatn og því úðað á jarðveg við hús og á veggi. Maurinn hefur oft skamma við- dvöl og hverfur alveg þegar tré og runnar laufgast. Best er að fá meindýraeyði til að úða fyrir sig ef fólk telur einu lausnina að úða. Fólk sem þarf að fá meindýraeyði skal óska eftir að fá að sjá starfsskírteini gefið út af Umhverfisstofnun og athuga einnig hvort meindýraeyðirinn hafi starfs- leyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Heimildir: Upplýsingar og fróð- leikur um meindýr og varnir 2004, Meindýr í húsum og gróðri og varnir gegn þeim 1944. University of Missouri USA Grasmítlar – Roðamaur Grasmaur (Bryolia sp.) Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.