Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2006, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 08.05.2006, Qupperneq 68
 8. maí 2006 MÁNUDAGUR28 EUROVISION 2006 GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM SILVÍU OG KEPPINAUTANA Anna Vissi og Kate Ryan leiða saman hunda sína Slagurinn harðnar. Loforðin verða stærri. Anna Vissi, gríski keppandinn, er nýfarin frá Brussel. Þar hitti hún að sjálfsögðu Kate Ryan, belgíska kepp- andann. Þær báru saman bækur sínar og komust að því að þær ættu margt sameigin- legt, helst þó áhuga á dýrum. Þær ræddu meðal annars að para hundana sína saman í Grikk- landi. Um það má lesa á grísku Eurovision-síðunni, sem fylgir Önnu eftir á ferðalögum hennar um Evrópu. Anna fer áhyggju- laus í keppnina, hún á tryggt sæti 20. maí. Hin sænskætt- aða Helena tryggði henni keppnisréttinn, sem og keppnina í Aþenu, með sigrinum í fyrra. Svo eru það stóru löndin fjögur sem þurfa aldrei að hafa áhyggjur, Þýskaland, Frakkland, Spánn og Bretland. Löndin hafa ekki náð að setja mark sitt á keppnina síðustu ár. Borgarstjórinn í Berlín, Ole von Beust, spáði á dög- unum þýska laginu góðu gengi. Hann telur að framlag þeirra gæti vel lent í einu af þremur efstu sætunum. Hljómsveit- armeðlimirnir, þau Jane Comer- ford, Olli Dittrich, Jon Fleming Olsen, Markus Schmidt og Uwe Frenzel, voru þó aðeins hæverskari í boði hjá borgarstjór- anum á dögunum og sögðust aðeins vona að ná betri árangri en Þjóðverjar náðu í fyrra. Ætti varla að vera erfitt því Þjóðverjar vermdu botninn og fengu fjögur stig síðast. Allur undirbúningur Grikkjanna smellur saman á næstu dögum. Listrænn stjórn- andi keppninnar, Akis Stamatiades, sagði í viðtali við grískt dagblað og oikotimes.com greinir frá, að kynnir kvöldsins, Sakis Rouvas, sem varð í þrjðja sæti með Shake it í hittifyrra, komi með stæl inn á sviðið í keppn- unum tveimur. Á undankvöldinu stígi hann upp úr sviðinu og aðal- kvöldið komi hann svífandi inn. Svipað verði með þá grísk-amer- ísku Mariu Menounos, sem stjórnar þættinum með honum. [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Epísku hetjurokkararnir í Snow Patrol svindluðu sér inn bakdyra- megin með indírokkslagaranum Run fyrir rúmum tveimur árum. Sannleikurinn er sá að sveitin hljómar á þessari nýju plötu sinni eins og ef Kenny Loggins hefði stofnað indírokksveit og meik- að´ða bigtime! Þetta plott getur ekki klikkað. Þessi plata á eftir að seljast í milljónum, án efa. Allar laglínur á þessari plötu eru þess eðlis að það væri hægt að syngja þær sem stuðningssöngva á fótboltaleikjum. Nokkuð gríp- andi. Segjum bara sem svo að ef þeir myndu ákveða að bæta Foot- loose inn sem tökulagi á tónleika- dagskrána þá myndi það ekki hljóma svo út úr kú. Já, eða The Heat is On? Kenny yrði líka veru- lega þakklátur. Hann hefur ekki komist í sviðsljósið lengi. Við elsk- um þig Kenny! Það er líka þess virði að minn- ast á textana. Þeir ríma allir á ein- faldan og kjánalega barnalegan hátt, en takast samt á alvöru hlut- um, klaufalega mannlega. Flestir ættu að geta tengt sig við þá, það er öruggt. Bestu dæmin um þetta eru ballaðan ljúfa You Could Be Happy og sjálfspíslagangan sem ber nafnið Make This Go on Fore- ver. Fyrra lagið á eftir að sökkva verulega langt inn í þjóðarsál Breta, jafnvel svipað langt og Run gerði. Fallegt klukkuspil í því og svoleiðis sætar skreytingar. Kannski áhrif frá Sufjan Stevens? Þeir minnast a.m.k. á lag hans Chi- cago í texta lagsins Hands Open. Martha Wainright syngur svo í kúrekalaginu Set the Fire to the Third Bar. Þið eigið eflaust eftir að heyra það nokkrum sinnum á komandi mánuðum. Alltaf eru íslendingar alls stað- ar. Það er einhver íslensk stelpa, Hrafnhildur Halldórsdóttir, sem syngur í kór í fjórum lögum. Maður heyrir nú ekkert í henni svo sem innan um alla hina söng- fuglana. Samt skemmtilegt. Ég efast um að það sé til Snow Patrol aðdáandi í þessum heimi sem á eftir að verða fyrir von- brigðum með þessa plötu. Aðrir verða kannski að nálgast hana með öðru hugarfari. Að hér sé sveit að reyna að búa til stærstu lög í heimi sem hún ætlar svo að fara og spila fyrir þúsundir manna um allan heim á tónleikum. Það er líka akkúrat það sem þeir eiga eftir að gera. Þessi plata á eftir að gera þá að einni stærstu indípopp- sveit Breta. Hvort sem ykkur líkar betur eða verr. Birgir Örn Steinarsson ...og svo tóku þeir yfir heiminn! SNOW PATROL: EYES OPEN NIÐURSTAÐA: Fylgifiskur Final Straw er jafn grípandi og lagið Run. Hetjuleg og hugljúf á réttum stöð- um. Coldplay er komið með alvöru andstæð- ing í keppninni um vinsælustu indípoppsveit Breta. Kvikmynd byggð á sjónvarps- þættinum vinsæla 24 er í burðar- liðnum. Að sögn Kiefers Suther- land, sem fer með hlutverk Jacks Bauer í þættinum, verður myndin tekin upp í London. „Við erum að vinna að mynd- inni. Við erum mjög spennt,“ sagði Kiefer í spjalli við breska ríkisút- varpið BBC. „24 var lengi að ná vinsældum í Bandaríkjunum en hann varð strax gríðarvinsæll í Bretlandi svo þess vegna var ákveðið að halda áfram með hann. Takk fyrir það, Bretland,“ sagði hann. Kiefer hefur leikið í fimm þáttaröðum af 24 og talið er að hann hafi samið um að leika í þremur til viðbótar. Hann fékk Golden Globe-verðlaunin árið 2002 fyrir hlutverkið. Auk þess hefur hefur hann verið tilnefndur til fernra Emmy-verðlauna. Næst sést Kiefer á hvíta tjald- inu í myndinni The Sentinel þar sem Michael Douglas og Kim Bas- inger fara með hin aðalhlutverkin. Kvikmynd byggð á 24 í undirbúningi JACK BAUER Kiefer Sutherland fer með hlutverk leyniþjónustumannsins Jacks Bauer sem lendir í hinum ýmsu raunum. Tískusýning á vegum útskriftar- nema Listaháskóla Íslands var haldin föstudaginn var. Helstu tískuspekúlantar landsins voru mættir í Lístasafn Reykjavíkur til að fylgjast með þessum ungu hönnuðum spreyta sig. Sýningin einkenndist af slauf- um, hettum, fallegum tígla- munstrum og niðurmjóum buxum með hátt mitti. Þemað var greini- lega tekið úr tímabilinu í kring- um 1930-40 og voru öll sniðin mjög kvenleg. Förðunin var svört á öllum fyrirsætunum og hárið látlaust. Þetta var góð samsetning hjá unga fólkinu sem á vonandi eftir að láta til sína taka í framtíð- inni. Fatahönnuðir framtíðarinnar FALLEGIR LITIR OG SKEMMTILEGT SNIÐ Ferskjulitaður og fjólublár kjóll úr satín efni. Girnilegt.FRETTABLAÐIÐ/ANTON HETTUR ERU ALLTAF HENTUGAR Þessi skemmtilega doppótta hetta var meðal sýningagripa. ÁHUGASAMIR ÁHORFENDUR Fólk skoðaði flíkurnar vel og vandlega og sumir mynd- uðu. ROKK OG RÓL Þessi leður jakki er eins og klipptur út úr myndinni Grease, en þó í nýjum búning. TÍSKUSPEKÚLANTAR HEIMS FYLGDUST MEÐ Bloggarinn Diane Pernet og erlendur blaðamaður sitja í fremstu röð. TÍGLAMUNSTUR ÁBERANDI Skemmtilegir uppháir sokkar og háhælaðir skór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.