Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 74

Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 74
 8. maí 2006 MÁNUDAGUR34 Fyrirliðinn verð- ur að stíga ræki- lega upp í sumar. Var góður í fyrra en hreinlega þarf að vera betri í ár og sjá um marka- skorun hjá liðinu. Eftir að hafa misst Hörð Sveins- son til Danmerkur, sem var marka- hæstur Keflvíkinga í fyrra með níu mörk, verður Guðmundur að drífa liðið áfram með mörkum í kringum tuginn. LYKILMAÐURINN Gummi Steinars Efnilegasti leikmaður Færeyja kom til Keflavíkur í fyrra og sýndi strax að nokkuð er í hann spunnið. Hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu og hefur hæfileika til að skapa hluti upp úr engu. Spennandi leikmaður. FYLGSTU MEÐ.... Simun Samuelsen Vörnin: Fengu Geoff Miles og hafa hinn gríðarlega sterka Guð- mund Mete í miðverðinum. Vörn Keflavíkur var hriplek í fyrra og fékk á sig 31 mark, það þarf að laga auk þess sem vörnina skortir hraða. Sóknin: Guðmundur Steinarsson verður að finna fjölina eftir að Keflavík missti Hörð Sveinsson. Mjög vel mannað lið fram á við en flestir framherj- arnir svipaðir og frekar stuttir í annan endann. | 5. SÆTI | KEFLAVÍK LANDSBANKADEILDIN 2006 LEIKMANNAHÓPURINN MARKMENN: Ómar Jóhannsson Magnús Þormar VARNARMENN: Branislav Milicevic Geoff Miles Guðmundur Viðar Mete Issa Sheikh Abdulkadir Badui Farah Ólafur Þór Berry Guðjón Árni Antoníusson Garðar Eðvaldsson Ragnar Magnússon Þorsteinn Atli Georgsson MIÐJUMENN: Hólmar Örn Rúnarsson Jónas Guðni Sævarsson Kenneth Ingemar Gustafsson Símun Eiler Samuelsen Einar Orri Einarsson Hallgrímur Jónasson Baldur Sigurðsson SÓKNARMENN: Þórarinn Brynjar Kristjánsson Stefán Örn Arnarson Guðmundur Steinarsson Magnús Sverrir Þorsteinsson Davíð Örn Hallgímsson Þorsteinn Þorsteinsson Daniel Severino KOMNIR: Magnús Sverrir Þorsteins- son (frá Grindavík), Þórarinn Brynj- ar Kristjánsson (frá Þrótti), Stefán Örn Arnarson (frá Víking R.), Badui Farah, Geoff Miles, Daniel Severino. FARNIR: Brian O´Callaghan (til Eng- lands), Ásgrímur Albertsson (í HK), Michael Johansson (til Englands), Gestur Gylfason (Njarðvík), Hörður Sveinsson (til Silkeborg). Markið: Ómar Jóhannsson hefur sannað sig sem góður markmaður en þarf að sýna stöðugleika. Hafa góðan markmann í Magnúsi Þormar á bekknum. ÞJÁLFARINN Tók við í fyrra eftir að Guðjón Þórðarson hætti með liðið. Kom á óvart með góðum árangri og því pressa að fylgja þeim árangri eftir í ár. Kristján Guðmundsson Miðjan: Simun Samuelsen hefur verið mjög sterkur hjá Kefla- vík og með hina baneitruðu Hólmar Örn Rúnarsson og Jónas Guðna Sævarsson, einn vanmetnasta leikmann deildarinnar, kemur miðja liðsins til með að vera sterk. Bekkurinn: Bekkurinn er afar sterkur hjá Keflvíkingum og mun breiddin hjálpa liðinu í toppbarátt- unni í sumar. Margir nýir menn eiga eftir að koma inn sem styrkja liðið svo um munar. Líklegt byrjunarlið 4-4-2 Guðjón Antoníusson Guðmundur Mete Kenneth Gustafsson Ómar Jóhannsson Branislav Milisic Baldur SigurðssonJónas Guðni Sævarsson Simun Samuelsen Magnús Sverrir Þorsteinsson Guðmundur Steinarsson Hólmar Örn Rúnarsson LANDSBANKADEILDIN „Þessi spá kemur ekkert á óvart, okkur er yfirleitt spáð í kringum þetta sæti. Við höfum verið í því að lenda ofar en spáin segir til um, til að mynda í fyrra, en ég skil þetta vel. Ég tel okkur ekki vera með síðri leikmannahóp en þessi fjögur lið sem er spáð fyrir ofan okkur. Hinum liðunum er eflaust spáð þarna af gömlum vana og eru kannski með stærri nöfn, en við erum til alls líklegir. Stefnan hjá okkur er eitt af þremur efstu sæt- unum,“ sagði Guðmundur Stein- arsson, fyrirliði Keflavíkur. „Liðsheildin er okkar sterkasta hlið. Ákveðinn kjarni í hópnum er búinn að spila lengi saman auk þess sem útlendingarnir hjá okkur voru margir hverjir í fyrra. Það er mjög mikill styrkur fyrir okkur þar sem þeir þurfa ekki að aðlag- ast lífinu né boltanum. Það hefur sýnt sig að það tekur oft sinn tíma,“ sagði Guðmundur. Keflavík er með marga erlenda leikmenn innan sinna raða, en þrír nýir hafa bæst í hópinn, Budiah Farah og Daniel Severino, auk Geoff Miles sem spilaði með Haukum í fyrra. Jónas Guðni Sæv- arsson verður einn af lykilmönn- um liðsins í sumar og Guðmundur sparar ekki stóru orðin um félaga sinn. „Jónas er vanmetnasti leik- maður deildarinnar. Hann vinnur ótrúlega vel, frábær leikmaður,“ sagði Guðmundur sem viðurkenn- ir að einhver pressa sé til staðar á honum eftir að Hörður Sveinsson fór. „Ég þarf jafnvel að skila aðeins meiru en í fyrra, ég finn fyrir því.” - hþh Við erum til alls líklegir Fréttablaðið og Sýn spá Keflavík 5. sæti í Landsbankadeildinni í sumar. Fyrirlið- inn Guðmundur Steinarsson segir að liðið stefni á eitt af þremur toppsætunum. HVAÐ GERIR KRISTJÁN? Kristján Guð- mundsson fékk að stýra Keflavík frekar pressulaust í fyrra en nú er krafa á hann um árangur. SPÁIN 1 ? 2 ? 3 ? 4 ? 5 Keflavík 92 6 Fylkir 69 7 Grindavík 46 8 Víkingur 41 9-10 Breiðab. 32 9-10 ÍBV 32 HANDBOLTI Gunnar fór í uppskurð á öxl í júlímánuði í fyrra en fékk tvisvar sýkingu í skurðinn og þurfti tvo uppskurði til viðbótar til að ráða bót á því. Gunnar hefur verið með eindæmum óheppinn með meiðsli en þegar hann hafði náð sér af þessu tóku sig upp ýmis minni meiðsli sem héldu skyttunni frá í enn lengri tíma. „Þetta hefur gengið alveg hrikalega hjá mér. Ég var frá í hálft ár eftir aðgerðina en þar með er ekki öll sagan sögð. Minni meiðsli tóku sig upp eftir það og því hefur þetta verið mjög erfitt fyrir mig, ég missteig mig illa, reif vöðva og meiddist í baki. Ég gæti haldið áfram endalaust,“ sagði Gunnar Berg við Fréttablað- ið. Líkur eru á því að hann yfirgefi Kronau eftir tímabilið enda staða hans ekki vænleg hjá liðinu. „Ég er orðinn frekar pirraður á stöðunni hérna, það er ekki mikill skilningur fyrir þessu. Annað- hvort ertu klár eða ekki. Ég hef nánast ekkert komist í liðið síðan ég náði mér að fullu, ég er góður af meiðslunum í dag en skortir leikæfingu. Það verður bara að koma á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil, ég sé ekki fram á að spila mikið það sem eftir er af þessu tímabili. Það er ekki auðvelt að komast í liðið hér auk þess sem þjálfarinn hefur varla tíma til að setja mig inn í hlutina þegar svona skammt er eftir af mótinu. Auðvitað er maður hund- fúll út í þjálfarann en maður verð- ur að sjá þetta frá hans sjónarmiði líka, hann græðir ekkert á því að koma mér í smá æfingu núna,“ sagði Gunnar sem er orðinn lang- þreyttur á stöðu sinni. „Ég verð að viðurkenna að þetta hefur ekki verið gaman og ég er langt frá því að vera sáttur. Mér líður eins og ég sé farþegi í liðinu, ekki bara í leikjum heldur líka á æfingum. Það er líklega alveg eins gott að breyta bara um umhverfi í stað þess að standa í þessu,“ sagði Gunnar og viður- kennir að eiga nokkra möguleika í stöðunni. „Ég verð áfram úti en hvort það verður í Þýskalandi verður bara að koma í ljós, það er ýmislegt í stöðunni. Þónokkur lið hafa verið í sambandi við mig en ekkert bita- stætt í 1. deild í Þýskalandi en ég á nokkra kosti sem er auðvitað mjög gott. Það er ljóst að þá myndi ég ganga til liðs við lakara lið. Það er auðvitað aðalmálið að spila og hafa gaman af íþróttinni. Maður verður ekki ríkur af því að spila hand- bolta, nema kannski þeir allra bestu,“ sagði Eyjapeyinn sem spil- aði með ÍBV og Fram á Íslandi áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennskunni. Hann dvaldi hjá Paris St. Germain og hélt síðan til Wetzlar áður en hann gekk til liðs við Kronau. hjalti@frettabladid.is Dæmalaus meiðslasaga Handboltakappinn Gunnar Berg Viktorsson hefur ekki átt sjö dagana sæla í Þýskalandi að undanförnu. Gunnar spilar með Kronau/Östringen en miklar líkur eru á því að hann fari frá liðinu með það fyrir augum að spila meira. EKKI Á LEIÐ HEIM Þó að Gunnar Berg Viktorsson muni væntanlega yfirgefa herbúðir Kron- au/Östringen er hann ekki á leið heim en nokkur þýsk félög hafa sýnt honum áhuga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BOX Einn vinsælasti hnefaleika- maður heims, Oscar de la Hoya, sneri aftur í hringinn um helgina eftir 18 mánaða fjarveru. Mótherji hans var hinn öflugi Ricardo Mayorga og var fyrir fram búist við jöfnum bardaga. Því fór víðs fjarri því De la Hoya setti á svið eina flottustu sýninguna á sínum ferli og gjör- samlega lamdi Mayorga sundur og saman og rotaði hann að lokum i sjöttu lotu. „Þetta er einn af mínum fimm bestu bardögum,“ sagði himinlif- andi De la Hoya eftir bardagann en Mayorga hafði úthúðað honum fyrir bardagann og fyrir það fékk hann að blæða í hringnum. Mayorga leit strigann í fyrsta sinn í návígi eftir aðeins 30 sekúndur þegar De la Hoya landaði tveim mögnuðum vinstri krókum. „Ég verð eiginlega að þakka Mayorga fyrir að koma mér í stemningu með öllu því sem hann sagði um mig og mitt líf fyrir bar- dagann. Það kveikti í mér og hjálp- aði mér að mæta enn beittari en ella í hringinn.“ De la Hoya fer nú í að skipu- leggja lokabardaga sinn á ferlin- um sem verður að öllum líkindum gegn Floyd Mayweather í sept- ember. Eftir það ætlar hann að skipuleggja hnefaleikaviðburði líkt og sjálfur Don King. - hbg Hörkubardagi í boxinu: De la Hoya fór á kostum REFSARI De la Hoya lét Mayorga blæða fyrir að hafa verið með dónaskap í hans garð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HANDBOLTI Íslendingarnir í þýska handboltanum létu mikið að sér kveða rétt eins og venjulega um helgina. Logi Geirsson var marka- hæstur í liði Lemgo sem sigraði Melsungen, 30-18, en Logi skoraði sex mörk og þar af tvö úr víti. Ásgeir Örn Hallgrímsson var næstmarkahæstur hjá Lemgo með fjögur mörk. Alexander Peterson fór á kost- um í liði Grosswallstadt sem sigr- aði Minden, 30-26. Alex skoraði tíu mörk, þar af tvö úr víti, og Einar Hólmgeirsson bætti við tveim mörkum fyrir Grosswallstadt. Snorri Steinn Guðjónsson fann sig ekki gegn sínum gömlu félögum og skoraði eitt mark úr vítakasti. Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði átta mörk, þrjú úr vítum, fyrir Gummersbach og Róbert Gunn- arsson fimm þegar liðið lagði Pfullingen, 28-27. Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Lubbecke sem lagði Wetzlar, 32-26. Róbert Sighvatsson lék ekki með liði Wetzlar í leiknum. Magdeburg lagði síðan Nord- horn í gær, 35-28. Arnór Atlason komst ekki á blað hjá Magdeburg en Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark. - hbg Þýski handboltinn: Logi og Ásgeir markahæstir SJÓÐHEITIR Íslendingarnir hjá Lemgo, Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, gera það gott þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/JÖRG HAGEMANN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.