Fréttablaðið - 09.05.2006, Page 6

Fréttablaðið - 09.05.2006, Page 6
6 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR KRÓNAN Forystumenn samtaka atvinnulífs og iðnaðar telja að ögurstund krónunnar geti runnið upp takist ekki að hemja verð- bólgu á sama tíma og hagvöxtur minnkar á næsta ári. „Við munum fara í gegnum afar mikilvægt próf að þessu leyti,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. „Við sjáum fram á nokkra niðursveiflu og þá er nauðsynlegt að ná verðbólgunni mjög langt niður á sama tíma. Ef verðbólgan verður há í niðursveiflu næsta árs er mjög erfitt að sjá hvernig hemja ætti hana í uppsveiflu á árinu 2008 og eftir það. Þá væri krónan í rauninni fallin á prófinu. Búið er að stilla allt hagkerfið inn á lága verðbólgu og taka allar verðbólguvarnir úr sambandi. Verðbólga við þessi skilyrði yrði afar dýr fyrir fyrirtækin og heim- ilin.“ Vilhjálmur segir að það sé ekki síst á ábyrgð aðila vinnumarkað- arins að ná verðbólgunni niður fyrir 2,5 prósent. „Það hvílir mikil ábyrgð á þeim.“ Sveinn Hannes- son, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, segir að vinnumarkaðurinn eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort gengis- felling og verðbólguskot af völd- um þess sé tilefni til að hækka laun. „Við óttumst að ef samið verður um miklar launahækkanir fari verðbólgan úr böndunum.“ Sveinn segir að menn hafi það gegn upptöku evrunnar að efna- hagslífið hér sveiflist ekki með hagsveiflu innan Evrópusam- bandsins. Hér sé reynt að kæla hagkerfið með háum vöxt- um á sama tíma og ESB reynir að örva hagvöxt með lágum vöxtum. „Þrátt fyrir þessi varnað- arorð er ekki annað að sjá en að löndum eins og Írlandi, Finnlandi og Lúxemborg gangi bærilega vel með evruna. Ef efnahagsstjórnin er traust þola löndin mikinn hag- vöxt. Helsti kostur evrunnar eru minni sveiflur og minni viðskipta- kostnaður milli landa, meiri sam- keppni og meiri samkeppnis- hæfni,“ segir Sveinn. „Ef við teldum að hætta væri á meiri verðbólgu hér en innan ESB væri upptaka evrunnar ótvíræður kostur. Auk þess væri gengisstöð- ugleiki gagnvart evrusvæðinu kostur. Menn hefðu frekar tæki- færi til að flytja sín viðskipti og tengjast svæðinu meira. Ókostur- inn er sá að með upptöku evrunn- ar væru menn að afsala sér einum þætti í aðlögunarhæfni hagkerfis- ins,“ segir Vilhjálmur Egils- son. johannh@frettabladid.is Verðbólgan ræður framtíð krónunnar Forystumenn iðnaðar og atvinnulífs telja að mikil verðbólga á næsta ári sam- fara niðursveiflu geti ráðið úrslitum um framtíð krónunnar. Framvindan verði undir því komin hvernig semjist um kaup og kjör á vinnumarkaði. VILHJÁLMUR EGILSSON SVEINN HANNESSON ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ���������������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi í gær Michael Hayden herforingja sem næsta yfirmann leyniþjónustunn- ar CIA. Bæði stjórnarandstæðing- ar úr Demókrataflokknum og flokksfélagar Bush úr Repúblik- anaflokknum hafa gagnrýnt þetta val, meðal annars á þeim forsend- um að yfirmaður leyniþjónustunn- ar eigi ekki að hafa bakgrunn í hernum. Bush minntist í gær hvorki á gagnrýnendur Haydens né nokkur efnisatriði gagnrýninnar, heldur sagði eingöngu: „Mike Hayden er afskaplega hæfur í þetta emb- ætti.“ Til þess að Hayden hreppi embættið þarf staðfestingu frá þinginu, en áður en þingið veitir staðfestingu sína fara fram yfir- heyrslur þar sem Hayden þarf meðal annars að svara fyrir störf sín sem yfirmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins. Sem yfirmaður þess bar Hayden ábyrgð á umdeildum hlerunum, sem komust í hámæli síðastliðinn vetur. Fastlega er reiknað með því að þær deilur blossi upp að nýju. Hljóti Hayden staðfestingu þings- ins tekur hann við af Porter Goss, sem hafði ekki gegnt embætti yfir- manns CIA nema í tæp tvö ár þegar hann sagði óvænt af sér á föstudaginn. - gb HAYDEN OG BUSH Bandaríkjaforseti fylgdist með í gær þegar Hayden ræddi við blaða- menn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríkjaforseti velur nýjan yfirmann CIA: Blæs nýju lífi í gamlar deilur DANMÖRK Danskar konur drekka mest allra kvenna í Evrópu á með- göngutímanum. Áttatíu prósent þeirra drekka eitthvað á þessu tímabili og ein af hverjum fimm hefur drukkið meira en sjö áfengiseiningar á einu kvöldi. Þetta sýna nýjar tölur frá dönskum heilbrigðisyfirvöld- um sem greint var frá í gær. Sam- kvæmt þarlendum sérfræðingum er greinanlegur munur á þroska barna mæðra sem ekkert drekka á meðgöngu og þeirra sem drekka þrjár áfengiseiningar á viku. - ks Áfengisdrykkja á meðgöngu: Danskar konur drekka mest STRIKIÐ Í KAUPMANNAHÖFN Í rannsókn- inni kemur ekki fram hvort barnshafandi konur í höfuðborginni drekki meira en konur annars staðar í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP KJÖRKASSINN Á að reisa innanlandsflugvöll á Lönguskerjum? Já 26% Nei 74% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að fylgjast með Landsbankadeildinni í fótbolta í sumar? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.