Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 18
9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Sjálfstæðisfélögin í
Hafnarfirði
Vorferð eldri borgara 11. maí 2006.
Ágætu Hafnfirðingar.
Fimmtudaginn 11. maí n.k. bjóða Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði eldri
borgurum í skoðunarferð um ný hverfi Hafnarfjarðar og nágrennið.
Leiðsögumenn eru Haraldur Þór Ólason og Almar Grímsson.
Rútur verða við Hraunsel kl.13.15 og lagt verður af stað kl. 13.30.
Íbúar á Hrafnistu, Hjallabraut 33 og Höfn verða sóttir ef þeir óska.
Staðfesting í síma 555-0142.
Boðið upp á kaffiveitingar hjá Íshestum í lok ferðar og fyrirtækið kynnt
Allir velkomnir.
Það er of djúpt í árinni tekið að skólapólitík hafi ekki verið til á Íslandi. Framhjá hinu verður hins vegar ekki litið að skóla-pólitísk markmið hafa löngum verið í skugga þrefs um
kennslukaup, byggingar og formúlur til þess að deila út skattpen-
ingum til skóla.
Pólitísk umræða á Íslandi snýst um efnahagsmál og atvinnumál.
Skipulag stjórnarráðsins byggir á atvinnuháttum liðins tíma. Menn
geta verið heilan mannsaldur á Alþingi án þess að tala um skóla-
mál.
Landbúnaðarráðherrann rekur háskóla. Hvaða vit er í því annað
en að réttlæta að ráðherrann hafi nóg að gera? Öll atvinnuvega-
ráðuneytin reka rannsóknarstofnanir sem í raun réttri eru háskóla-
stofnanir. Allar ríkisstjórnir hafa verið undir sömu sök seldar í
þessum efnum.
Nú er að sönnu verið að stíga ný skref varðandi nokkrar rann-
sóknarstofnanir er tengst hafa atvinnuvegunum. Það getur hugs-
anlega leitt til betri og nánari tengsla við háskólaumhverfið. Ýmis-
legt er þó óljóst þar um. En í þessu efni þarf að stíga stærri skref
til að mynda varðandi hafrannsóknir. Aðalatriðið er að hér þarf að
móta markvissa stefnu. Kaupskapur milli úreltra atvinnuvega-
ráðuneyta á einfaldlega ekki að ráða menntastefnunni.
Nýtt frumvarp til laga um háskóla er einnig framfaraskref. Þar
er gerður úr garði rammi fyrir allt háskólastarf í landinu, bæði
kennslu og rannsóknir, og lagalegt umhverfi þess mótað. En þar
með er sagan ekki öll sögð. Það þarf sál í múrverkið.
Menntastefnan er atvinnupólitík eða lífskjarapólitík framtíðar-
innar. Fyrir þá sök þarf að gefa henni meira stjórnmálalegt vægi.
Engum blöðum er um það að fletta að lífskjör þjóðarinnar í fram-
tíðinni munu ráðast af því hversu vel mun takast til um að efla
almenna menntun, verkmenntun, háskólamenntun og rannsóknir.
Háskóli Íslands hefur um margt verið staðnaður. Nú hefur nýr
rektor sett skólanum skýr og háleit markmið. Skólinn sjálfur þarf
að gera upp ýmis innri málefni. En menntapólitíkin þarf með skýr-
um hætti að sýna á hvern veg hún styður við þetta markmið.
Aðrir háskólar eru einnig að vinna merkilegt starf. Þar er marg-
ur mikilvægur vaxtabroddur. Umfram allt hefur þar komið fram
eftirtektarvert frumkvæði. Þar eru líka tækifæri til þess að rækta
það í menntun og rannsóknum sem stenst samjöfnuð á við það
besta.
Hitt dylst engum að kröftunum er dreift um of. Veruleg hætta er
á því að skýr og nauðsynleg markmið um að lyfta háskóla- og rann-
sóknastarfinu í landinu náist ekki þróist mál áfram á þann veg.
Það var skynsamleg ráðstöfun þegar Tækniháskólinn sameinað-
ist Háskólanum í Reykjavík. Það er gott til þess að vita að áhugi er
á að sameina Kennaraháskólann og Háskóla Íslands. En hér þarf
meira að koma til.
Háskólamenntun á Íslandi þarf að komast á það stig að hingað
sæki erlendir námsmenn og vísindamenn. En á sama hátt er brýnt
að íslenskir námsmenn haldi áfram að sækja menntun til útlanda í
einhverjum mæli. Það eykur á fjölbreytni þekkingarinnar.
Í því samhengi þurfum við að huga að því að afstaða okkar til
alþjóðlegrar samvinnu eins og innan Evrópu taki mið af því hvern-
ig við treystum sem best möguleika okkar til menntunar og rann-
sókna. Markmið í menntun og rannsóknum þurfa í raun réttri að
gegnsýra alla pólitík.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Lífskjarastefna framtíðarinnar.
Að gegnsýra
pólitíkina
Eflum áhugann
„Vald kjósandans er orðið of lítið en vald
flokksforystu of mikið. Það hygg ég að sé
ein af ástæðunum fyrir minnkandi áhuga
almennings,“ segir Kristinn H. Gunnars-
son, þingmaður Framsóknarflokksins í
hugvekju um lýðræði á vefsíðu sinni.
„Þannig er ekki kosið um ríkisstjórn í
alþingiskosningum, sem er það sem
kjósandinn er fyrst og fremst að hugsa
um. Kjósandinn getur ekki gefið svör við
því hvaða flokka hann vill í ríkisstjórn af
þeirri einföldu ástæðu að hann er ekki
spurður. Hann getur heldur
ekki valið ráðherraefni af
sömu ástæðu. - Það er ein-
falt að gefa almenningi kost
á auknum áhrifum bæði í
vali á flokkum í
ríkisstjórn og
fulltrúum á
Alþingi.
Ráðherrana út af
Kristinn snýr sér þessu næst að
framkvæmdavaldinu og segir: „Það
er líka orðin knýjandi nauðsyn að
losa alþingismenn undan ofurþunga
ráðherravaldsins. Ráðherrar eiga að
framkvæma stefnuna, sem löggjafar-
þingið setur þeim og til þess að það
kerfi virki, sem stjórnarskráin gerir ráð
fyrir, verður að ýta ráðherrunum út af
þinginu. Of mikið vald í fárra höndum
spillir lýðræðinu.“
Þarna tekur Kristinn undir með Siv
Friðleifsdóttur sem ásamt þingmönnum
annarra flokka flutti tillögu síðastliðinn
vetur um að breyta stjórnarskránni á
þann veg að þingmenn víki úr sæti á
þingi ef þeir taka við ráðherraembætti.
Þennan vilja er að finna í samþykktum
Framsóknarflokksins og Samfylkingar-
innar.
Þjóðaratkvæði?
Efasemdir eru farnar að vakna um að
stjórnarskrárnefnd Jóns Kristjánssonar
skili á tilsettum tíma haldgóðum tillögum
um breytingar á stjórnarskránni. Kaflinn
um vald forseta og þjóðaratkvæða-
greiðslur er eldfimur, en um hann er
fjallað í einni af þremur undirnefndum
sem nú eru að störfum. Hinar tvær
nefndirnar fjalla annars vegar um
dómstóla og framsal á
ríkisvaldi, en hins vegar
um mannréttindi og
auðlindir. Það best er
vitað er enn ráðgert
að skila áfangaskýrslu
í sumar. Því er enn
hugsanlegt að stjórnar-
skrárbreytingar kyndi vel
undir heitum umræðum
á þingi á vetri komanda.
johannh@frettabladid.is
Framboðin eru nú óðum að kynna
stefnu sína gagnvart leikskólum
og grunnskólum borgarinnar -
m.a. um það hver eigi að borga
fyrir menntun barnanna okkar.
Það kemur ekki á óvart að Sam-
fylkingin ætlar að standa við sam-
þykktir Reykjavíkurborgar um 7
tíma gjaldfrjálsan leikskóla. Hitt
eru meiri tíðindi að Sjálfstæðis-
flokkurinn ætlar að snúa við
stefnu borgarinnar í þessu máli og
láta foreldra greiða leikskólagjöld
áfram. Búast má við að þessi við-
snúningur verði eitt af stóru kosn-
ingamálunum í borginni.
Vinstrigræn fagna þeirri stefnu
sem mótuð hefur verið um gjald-
frelsi leikskóla, enda vorum við
fyrst til að kynna þá hugmynd
fyrir þingkosningarnar 2003. Hins
vegar viljum við ganga alla leið og
greiða fyrir leikskólavist allan
daginn úr sameiginlegum sjóðum
borgarbúa. Jafnframt viljum við
bjóða upp á gjaldfrjálst tóm-
stundastarf í grunnskólum sem
nær yfir allan daginn.
Hvers vegna viljum við létta
þessum kostnaði af foreldrum? Er
ekki eðlilegt að þeir greiði sjálfir
fyrir gæslu barna sinna? Það
finnst okkur ekki. Höfum í huga
að það er hagstætt fyrir atvinnu-
rekendur og allt samfélagið að
báðir foreldrar vinni úti. Hagvöxt-
ur undanfarinna áratuga hefur að
stórum hluta orðið vegna þess að
fyrirvinnum heimilanna hefur
fjölgað. Að mati hagfræðinga og
stjórnmálamanna er aukinn hag-
vöxtur jákvæður fyrir þjóðarbúið
og samfélagið. Er þá ekki rétt að
samfélagið létti undir með for-
eldrum til að skapa þennan hag-
vöxt? Að sjálfsögðu kemur það
mismunandi út fyrir heimilin, en
best fyrir efnaminnsta fólkið. Við
viljum hugsa um það, enda virðast
aðrir flokkar ekki vera tilbúnir til
þess.
Þess vegna segjum við: Gjald-
frjálsan leikskóla allan daginn.
Gjaldfrjálst tómstundastarf í
grunnskólum. Þetta er ekki aðeins
hagsmunamál foreldra í borginni
heldur okkar allra.
Höfundur skipar 5. sætið á V-
lista Vinstri hreyfingarinnar -
græns framboðs í Reykjavík.
Eiga foreldrar að borga fyrir alla?
UMRÆÐAN
BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR
HERMANN VALSSON
FRAMBJÓÐANDI
Nú eru um tvær og hálf vika til
sveitarstjórnarkosninga. Stjórn-
málamennirnir á þönum út um
allt að tala við kjósendur, segj-
andi hvað þeir hyggist gera kom-
ist þeir til valda eða haldi þeir
völdum, allt eftir því hver í hlut
á. Það er eins og kosningabarátt-
an fari eitthvað í taugarnar á
sumu fólki. Mér finnst rétt að
staldra aðeins við þessa óþolin-
mæði og þreytu, og spyr sjálfa
mig, hvenær eiga stjórnmála-
menn að láta í sér heyra ef ekki
fyrir kosningar? Ætli við mund-
um muna sérlega vel hvað þau
segðust ætla að gera eða beita
sér fyrir ef allir frambjóðendur
hefðu þagað síðan síðasta sumar?
Hugmynd sem er náttúrlega
bara bull, vegna þess að síðasta
sumar vissum við ekki hverjir
yrðu í framboði, nema að óska-
staða sumra þeirra sem helga
starfskrafta sína stjórnmála-
vafstri væri uppi, sem sagt að
aldrei sé skipt um frambjóðend-
ur.
Sú skoðun að þeir sömu eigi
alltaf að vera í framboði er næsta
stig við að þeir sömu eigi alltaf
að vera við völd, sem ég held að
sé það sama og að afnema lýð-
ræðið. Einmitt vegna þess að
kosningar eru aðferð í lýðræðis-
þjóðfélagi til að veita fólki,
almenningi, völd, er ég svolítið
eða öllu heldur mjög óhress með
þá sem býsnast og þreytast á því
sem kallað er kosningabrölt. Á
kosningadag hafa kjósendur, við,
möguleika á að skipta um fólkið
sem stjórnar sameiginlegum
málum okkar og þar með skipta
um þær áherslur sem eru í sveit-
ar- eða landsstjórninni.
Fræg eru ummæli Churchill
um að lýðræðið væri vont stjórn-
arfyrirkomulag en öll önnur sem
reynd hefðu verið væru verri.
Vilmundur Jónsson fyrrum land-
læknir sagði: „Kosturinn við lýð-
ræðið er að losna má við vald-
hafana án þess að þurfa að skjóta
þá.“
Einmitt vegna þess að við
þekkjum ekkert annað betra
stjórnarfyrirkomulag þá verðum
við að virða lýðræðið og bera
virðingu fyrir stofnunum þess.
Hornsteinn stofnana lýðræðisins
er kosningar. Hvaða boðskap eru
flokkarnir að flytja okkur núna,
um hvað erum við að kjósa?
Fljótt á litið virðist mér þetta
geta litið einhvern veginn þannig
út. Frjálslyndi flokkurinn segir
að málið snúist um að flugvöllur-
inn verði áfram í Vatnsmýrinni.
Bé-listinn sem kýs að vera í
gegnsæjum dularklæðum og
kalla sig ekki Framsóknarflokk
vill fara með flugvöllinn út á
Löngusker. Sjálfstæðisflokkur-
inn vill komast til valda og Sam-
fylkingin vill ekki að hann kom-
ist til valda og ég hef ekki alveg
náð hvað Vinstri-grænum liggur
helst á hjarta.
Það er góðs viti að þeir, sem
létu Vegagerðina valta yfir sig
þegar hryllingurinn sem Hring-
brautin er í Vatnsmýrinni var
lögð, hafa lært af mistökunum og
ætla nú að vinna öðru vísi að
lagningu næsta stórmannvirkis
sem er Sundabrautin. Ég er því
ánægð með yfirlýsingu Dags um
að skoða eða athuga möguleika á
að leggja þá götu í göng. Gott
væri ef samgönguráðherrann
hlutstaði líka á fólk og áttaði sig
á því að þjóðin vill miklu fremur
eyða peningum í Sundabrautar-
göng en Héðinsfjarðargöng, enda
mun fleiri sem mundu njóta góðs
af þeim fyrrnefndu.
Öldrunarmál, sem kölluð eru,
hafa verið mikið til umræðu. Þau
snúast um hvernig búið er að
gamla fólkinu. Ég er ekki viss
um að það leysi neinn vanda að
flytja ábyrgð á þessum málum
frá ríki til sveitarfélaga, um það
verður heldur ekki kosið í þess-
um kosningum. Vandinn í mál-
efnum aldraðra verður ekki
leystur nema með því að veita
meiri peningum til þeirra mála.
Það er svolítið fyndið að heyra
Sjálfstæðismenn og Framsóknar-
menn býsnast yfir ástandinu.
Flokkarnir sem þeir eru í hafa á
annan áratug ráðið yfir ríkiskass-
anum og stefnunni í heilbrigðis-
og félagsmálum. Er líklegt að
eitthvað breytist við að Sjálf-
stæðisflokkurinn nái meirihluta í
Reykjavík, eða maðurinn í dular-
framboðinu nái svokallaðri odda-
aðstöðu? - það get ég ekki séð. Til
að eitthvað breytist til batnaðar í
málefnum aldraðra þarf að fella
ríkisstjórnina í alþingiskosning-
um sem verða eftir ár.
Góð byrjun á því verkefni væri
að kjósendur sýndu hug sinn til
afreka þessara flokka í stjórn rík-
isins og við launasetningu ráð-
herra, með því að kjósa þá heldur
ekki núna.
Um kosningar
Í DAG
LÝÐRÆÐI
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
Mér finnst rétt að staldra
aðeins við þessa óþolinmæði
og þreytu, og spyr sjálfa mig,
hvenær eiga stjórnmálamenn
að láta í sér heyra ef ekki fyrir
kosningar?