Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 21
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Nú þegar bensínverðið hefur aldrei verið hærra hefur sala á hjólum aukist mjög. Margir eru byrjaðir að hjóla í vinnuna og heim aftur en Þór Tómasson efnaverkfræðingur hefur gert slíkt síðastliðin tvö sumur. Fyrir tveimur árum ákvað Þór að gefa sjálf- um sér hjól í afmælisgjöf og ákvað hann að nota gjöfina sína til þess að koma sér í og úr vinnu. Hann hjólar því samtals rúmlega sextán kílómetra vegalengd í hvert skipti sem hann mætir til vinnu og kemur sér heim aftur. Þór segist vanalega reyna að vera minnst hálftíma á leiðinni í vinnuna en sé mun fljótari heim. „Ég reyni að fara rólega í vinnuna, til þess að verða ekki útblásinn, og síðan er hægt að hjóla af krafti heim.“ Fyrir utan að hjóla í vinnuna segist Þór ekki hjóla neitt sérstaklega mikið. „Ég hef ekki hjólað neitt sérstaklega mikið fyrir utan að ég tók þátt í hjólreiðakeppni í fyrra, þar sem hjólað var frá Hafnarfirði til Bláa lónsins. Ég var nú reyndar ekki að keppa þar upp á tíma heldur einungis til skemmt- unar,“ segir Þór og hlær. Aðspurður segist Þór ekki stefna á neinn frekari frama í kapphjólreiðum. Þó að Þór stundi þessa miklu líkamsrækt á sumrin segir hann að kílóin fljúgi ekki af sér. „Þau myndu gera það ef ég væri ekki að borða meira í staðinn. Ég hef því ekki lést að neinu ráði.“ Í staðinn segist Þór hafa fengið aukið þol auk þess sem hann komi yfirleitt betur upplagður til vinnu. „Ég er að minnsta kosti miklu betur vakandi, það er engin spurning. Svo hefur maður líka tíma til þess að velta málunum fyrir sér á leið- inni og er því hressari andlega þegar maður mætir á morgnana.“ Þór stefnir ótrauður á að halda þessari hefð sinni áfram og er alveg sama hvort bensínverðið sé hátt eða lágt. „Þetta er það sem menn eiga að gera og meirihluti fólks gæti léttilega gert þetta. Nú er einmitt hjólavika og fólk ætti að nota tækifærið og hjóla af krafti. Síðan er alveg hægt að halda áfram þó að vikan sé búin,“ segir Þór glað- beittur að lokum. steinthor@frettabladid.is Hjólar í vinnuna Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hóf nýlega sitt þriðja sumar þar sem hann hjólar frá heimili sínu á Seltjarnarnesi í vinnu á Suðurlandsbraut og heim aftur að vinnudegi loknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ráðstefna um heilbrigðar samgöngur, Látum hjólin snúast, verður haldin 11. maí. Lýðheilsu- stöð, Umhverfissvið Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir ráðstefnunni, sem haldin verður á Grand Hótel. Skráning fer fram hjá Lýðheilsustöð. Skóframleiðandinn Patric Cox hefur sett fyrirtæki sitt á sölu. Fyrirtækið er metið á tíu milljónir punda. Patric Cox er þekktur fyrir framsæknar auglýsingar á vöru sinni og er nýbúinn að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt. Cox hefur enn ekki tjáð sig um fyrirhugaða sölu. Matareitranir verða sífellt algengari í Danmörku. Matvæla- sérfræðingar segja ástæðuna vera aukinn innflutning á kjötvörum þar sem hærra hlutfall af innfluttu kjöti er sýkt af salmonellu og kamfílobakter en það danska. Samkvæmt frétt Politiken er tíu sinnum algengara að salmonella finnist í útlensku kjúklingakjöti en innlendu. ALLT HITT [HEILSA TÍSKA] Heimild: Almanak Háskólans GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 9. maí, 129. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.33 13.24 22.18 Akureyri 4.02 13.09 22.18 SUMARLEGAR BUMBU- LÍNUR Í SUNDI Óléttar konur geta tollað í tískunni á sundlaugarbakkanum. TÍSKA 7 Markmið Forvarnahússins er að vera í forystu á sviði forvarna sem snúa að fjölskyldum og börnum, umferðinni og fyrirtækjum. Herdís hefur um árabil starfað að slysavörnum barna og nú síðast sem verkefnisstjóri hjá Árvekni innan Lýðheilsustöðvar. Sjóvá hrósar happi yfir að fá hana til liðs við Forvarnahúsið að sögn Þórs Sigfússonar, forstjóra Sjóvár. „Starf Herdísar gegnum tíðina hefur skilað gríðarlegum árangri og Forvarnahúsið vill nýta hennar reynslu og þekkingu,“ segir hann og bætir því við að Forvarnahúsið eigi að verða breiður vettvangur stofnana og fyrirtækja og nú þegar hafi nokkur fyrirtæki bæst í hóp bakhjarla þess. Í forystu á sviði forvarna HERDÍS STORGAARD HEFUR VERIÐ RÁÐIN YFIRMAÐUR FORVARNAHÚSSINS SEM SJÓVÁ ER AÐ SETJA Á LAGGIRNAR. Herdís Storgaard hefur bent á margt sem til bóta hefur horft í öryggismálum barna. KENNIR BÖRN- UM AÐ SYNDA Ólafur Þór Gunnlaugsson hefur rekið sundskólann Svamla í rúm tuttugu ár. HEILSA 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.