Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 9. maí 2006 7 Óléttar konur geta tollað í tískunni á sundlaugar- bakkanum. Það er bæði hressandi fyrir sál og líkama að skella sér í sund. Við Íslend- ingar búum þjóða best í þeim efnum og getum valið úr úti- sem innilaugum. Yfirleitt er örstutt í næstu laug þar sem maður getur ýmist tekið góðan sund- sprett í laug- inni, látið heitt og gott vatnið nudda sig í pottinum eða jafnvel flatmag- að á bakkanum þegar þannig viðrar. Óléttar konur eru þar engin undanteking og þykir gott að láta líða úr sér í laug- inni eða jafnvel taka þátt í sundleikfiminni. Það virð- ist þó ekki alveg jafn auðsótt mál og að kom- ast í laugina að finna sér sundfatnað við hæfi. Hægt er að fá klassískan svartan bol frá Speedo bæði í Intersport og Úti- lífi og svo er versl- unin Tvö líf með ágætis úrval af bæði sundbolum og bikiníum. Enn einn möguleikinn er að láta sérsauma á sig sundföt hjá Gallerí Freydísi á Laugavegin- um. Myndirnar sem fylgja grein- inni eru allar af sundfötum úr Tveimur lífum. Sumarlegar bumbulínur í sundi Litagleði og prentmunstur eru áberandi í sumartísku Topshop í ár. Tvær línur eru þar allsráðandi: Miami Beach og Exotic, en einn- ig sendir Topshop frá sér fata- línu í takmörkuðu upplagi í lok maí. Miami Beach einkennist af fatatísku glamúrhúsmæðra Miami frá 6. og 7. áratugnum. Litrík prentmunstur eru þar í aðalhlutverki ásamt stórum fylgihlutum, eins og sólgleraug- um og töskum. Skórnir eru að sjálfsögðu einnig í anda þessa tímabils. Prentmunstur eru einnig áberandi í Exotic-línunni. Munstrin eru stór og gróf með fuglum og hitabeltisblómum. Litaspjaldið er með sterkum litum í bland við jarðliti sem gefa línunni afslappað yfirbragð. Nota má hvítar gallabuxur, stutt- buxur og capri-buxur til að gefa útlitinu meiri skerpu. Fatalínan sem seld verður í takmörkuðu upplagi í lok mánaðarins er eftir hönnuðinn Celiu Britwell, einn þekktasta textílhönnuð Bretlands. Hún einkennist aðallega af kjólum og skyrtum með litríku og skemmtilegu munstri. Fatalínan var sett í forsölu í verslun Tops- hop í London á Oxford Circus fyrir skömmu og seldist upp á átta mínútum. Litir og munstur Flíkur úr hönnun Celiu Britwell sem seldar verða í takmörkuðu upplagi í lok mánaðarins. Veglegur kaupauki fylgir öllum seldum vörum frá Levante Tilboðið gildir í maí á útsölustöðum Lyfju, Lyf og Heilsu og Lyfjavali Gildir á meðan birgðir endast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.