Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 9. maí 2006 7
Óléttar konur geta tollað
í tískunni á sundlaugar-
bakkanum.
Það er bæði hressandi
fyrir sál og líkama
að skella sér í
sund. Við Íslend-
ingar búum þjóða
best í þeim
efnum og getum
valið úr úti- sem
innilaugum.
Yfirleitt er
örstutt í næstu
laug þar sem
maður getur
ýmist tekið
góðan sund-
sprett í laug-
inni, látið heitt
og gott vatnið
nudda sig í
pottinum eða
jafnvel flatmag-
að á bakkanum
þegar þannig
viðrar. Óléttar konur eru þar
engin undanteking og þykir
gott að láta líða úr sér í laug-
inni eða jafnvel taka þátt í
sundleikfiminni. Það virð-
ist þó ekki alveg jafn
auðsótt mál og að kom-
ast í laugina að finna
sér sundfatnað við
hæfi. Hægt er að fá
klassískan svartan
bol frá Speedo bæði
í Intersport og Úti-
lífi og svo er versl-
unin Tvö líf með
ágætis úrval af
bæði sundbolum og
bikiníum. Enn einn
möguleikinn er að
láta sérsauma á
sig sundföt hjá
Gallerí Freydísi
á Laugavegin-
um. Myndirnar
sem fylgja grein-
inni eru allar af
sundfötum úr
Tveimur lífum.
Sumarlegar
bumbulínur í sundi
Litagleði og prentmunstur eru
áberandi í sumartísku Topshop
í ár.
Tvær línur eru þar allsráðandi:
Miami Beach og Exotic, en einn-
ig sendir Topshop frá sér fata-
línu í takmörkuðu upplagi í lok
maí. Miami Beach einkennist af
fatatísku glamúrhúsmæðra
Miami frá 6. og 7. áratugnum.
Litrík prentmunstur eru þar í
aðalhlutverki ásamt stórum
fylgihlutum, eins og sólgleraug-
um og töskum. Skórnir eru að
sjálfsögðu einnig í anda þessa
tímabils.
Prentmunstur eru einnig
áberandi í Exotic-línunni.
Munstrin eru stór og gróf með
fuglum og hitabeltisblómum.
Litaspjaldið er með sterkum
litum í bland við jarðliti sem
gefa línunni afslappað yfirbragð.
Nota má hvítar gallabuxur, stutt-
buxur og capri-buxur til að gefa
útlitinu meiri skerpu.
Fatalínan sem seld verður í
takmörkuðu upplagi í lok
mánaðarins er eftir hönnuðinn
Celiu Britwell, einn þekktasta
textílhönnuð Bretlands. Hún
einkennist aðallega af kjólum
og skyrtum með litríku og
skemmtilegu munstri. Fatalínan
var sett í forsölu í verslun Tops-
hop í London á Oxford Circus
fyrir skömmu og seldist upp á
átta mínútum.
Litir og munstur
Flíkur úr hönnun Celiu Britwell sem
seldar verða í takmörkuðu upplagi í lok
mánaðarins.
Veglegur kaupauki fylgir
öllum seldum vörum frá
Levante
Tilboðið gildir í maí á útsölustöðum Lyfju, Lyf og Heilsu og Lyfjavali
Gildir á meðan birgðir endast