Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 40
 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1671 Hinn írski Thomas Blood, eða Blood kapteinn eins og hann var kallaður, reynir að stela krúnudjásnunum úr Tower of London. Hann er gómaður en náðaður af konungi vegna bíræfninnar. 1855 Prentfrelsi er lögleitt á Íslandi að tilskipun kon- ungs. 1926 Richard Byrd and Floyd Bennett fljúga fyrstir manna yfir norðurpólinn. 1955 Vestur-Þýskaland fær inn- göngu í NATO. 1974 Rithöfundar sameinast í einu stéttarfélagi, Rithöf- undasambandi Íslands. 1974 Sverrir Hermannsson talar í rúmar fimm klukkustundir á Alþingi til að mótmæla fyrirhuguðu þingrofi. 2001 Frímerki með súkkulaðiilmi eru gefin út í Sviss. Í tilefni af fjörutíu ára afmæli Raun- vísindastofnunar ákvað stjórnin að gefa eina milljón króna til tæknivæð- ingar stofnunar sem hlotið hefur nafn- ið „Tilraunahús“ og byggir á erlendri fyrirmynd að vísindasafni fyrir almenning. Undirbúningsfélag á vegum Háskóla Íslands, Kennara- háskólans og Orkuveitunnar vinnur nú af kappi að því að ýta framkvæmdum hússins úr vör. „Hugmyndin að Til- raunahúsi kviknaði fyrir um tveimur árum síðan en nú fyrst dregur til tíð- inda“, segir Ari Ólafsson, prófessor í eðlisfræði, sem fer fyrir nefndinni. „Hér er um ráðstafanir að ræða til að fjölga nemendum í raunvísinda- og tækninámi en straumar af þessu tagi ganga nú ljósum logum um alla Evr- ópu,“ heldur Ari áfram. „Evrópusam- bandið er enda uggandi yfir að ekki verði unnt að manna tæknisamfélagið eftir tuttugu ár.“ Hugmyndin að baki eflingar raun- og tæknivísinda byggir á þremur stoð- um. „Sú fyrsta er safnið sjálft, sem miðar að leik vísindalegra hugtaka og fyrirbæra,“ segir Ari. „Með öðrum orðum er hugmyndin ekki sú að fólk horfi aðeins á hluti úr heimi vís- indanna, heldur fái tækifæri til að fikta með þá og læri þannig og skilji betur í hverju tilgangur þeirra er fólgin. Þannig verður safnið vettvangur fyrir unga og aldna til að svala vísindafor- vitni sinni. Eins munu skýringar fylgja hverju fyrirbæri og hlut til nánari útlistunar.“ Ari segir aðra stoð felast í aðgangi grunnskólakennara í náttúru- vísindum að ráðgjöf og kennsluefni sem safnið mun veita. „Hér er á ferð- inni stuðningskerfi kennara í starfi. Kennarar standa einir og allt of ein- angraðir í skólunum en safninu er ætlað að bæta úr þeirri meinsemd,“ bætir Ari við. Þriðja stoðin er endur- menntunarvettvangur í raunvísindum fyrir alla kennara landsins. „Þetta kemur til af því að Aðalnámskráin er mikið breytt og mikið bæst á kröfur kennara. Um ræðir endurmenntunar- námskeið sem skipta mánuðum og misserum en ekki nokkrum dögum eða vikum eins og tíðkast í dag. Þetta eru þær þrjár stoðir sem mynda burðarlið- inn í byggingu Tilraunahússins,“ segir Ari að endingu. Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði og formaður stjórnar Raunvísindastofnunar, bætir við „að vísindalæsi landsmanna, sér- staklega yngri kynslóðarinnar sem enn á eftir að velja sér starfsvettvang, hlýtur að teljast mikilvægt. Það er jú sú kynslóð sem á eftir að efla raunvís- indi og tækniþekkingu í landinu og byggja upp hátækni- og þekkingariðn- að ef byggð á að haldast í landinu.“ Hátíðardagskrá Raunvísindastofn- unar Háskóla Íslands fer fram hinn 10. maí í stofu 132 í Öskju og hefst klukkan 15:00. Rektor skólans flytur ávarp og Áslaug Geirsdóttir prófess- or og Oddur Ingólfsson dósent flytja framsöguerindi á sviði efnafræði og jarðvísinda. Páll Theodórsson vísinda- maður kynnir brot úr sögu Raunvís- indastofnunar en framsaga hans nefn- ist „Frá basli til bjargálna.“ Boðið verður upp á léttar veitingar. RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS: 40 ÁRA Á MORGUN, 10. MAÍ Vísindasafn fær veglegan styrk VIÐAR GUÐMUNDSSON PRÓFESSOR Skipuleggur hátíðardagskrá Raunvísindastofnunar á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þuríður Bára Sigurðardótt- ir, Lækjarsmára 58, Kópa- vogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 15. maí klukkan 13.00. Dagsetning jarðarfarar- innar misritaðist í Frétta- blaðinu í gær. Er velvirðing- ar beðist á þessum leiðu mistökum. Leiðrétting Sonja Werner Guðmundsdótt- ir, Fossheiði 62, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 2. maí. Jón Bergþór Arngrímsson, vélstjóri, Skarðshlíð 18, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 5. maí. Guðmundur Ágúst Kristjáns- son, andaðist laugardaginn 6. maí á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Helga Sigríður Hannesdóttir, síðast til heimilis í Jöklaseli 23 í Reykjavík, lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, aðfaranótt 6. maí. Ólafur G. Björgúlfsson hdl., fyrr- verandi skrifstofustjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, er látinn. JARÐARFARIR 14.00 Halldóra Guðmunda Árna- dóttir frá Sóleyjartungu, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 14.00 Þuríður Hólmfríður Sigurjónsdóttir, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkur- kirkju. ANDLÁT Á þessum degi árið 1978 fannst sund- urskotið lík Aldos Moro, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í skotti á bíl í miðborg Rómar. Honum hafði verið rænt af hryðju- verkasamtökum Rauðu herdeildunum þann 16. mars eftir blóðugan skotbar- daga fyrir utan heimili Moros. Stjórnvöld á Ítalíu neituðu að semja við hinn öfgasinnaða vinstri hóp þar sem þau töldu að það myndi grafa undan trúverðugleika og stöð- ugleika í landinu. Lögreglan og herinn handtóku hundruð grunaðra hryðjuverkamanna og fínkembdu landið í leit sinni að „fangelsi fólksins“ þar sem talið var að Moro væri í haldi. Stjórnvöld reyndu að fá hryðjuverkamennina til leynilegra við- ræðna en um miðjan apríl neituðu Rauðu herdeild- irnar að halda viðræðunum áfram og tilkynntu að Moro hefði verið fundinn sekur af „dómstóli fólksins“ og dæmdur til dauða. Í lok apríl reyndu ræningjarnir að semja við stjórnvöld um að sleppa þrettán félögum í Rauðu herdeildunum í skiptum fyrir Moro. Hinn 7. maí sendi Aldo Moro kveðjubréf til fjölskyldu sinnar. Hann var tekinn af lífi hinn 9. maí. Lík hans fannst skammt frá höfuðstöðvum Kristilegra demókrata og höfuðstöðv- um Kommúnistaflokksins. Moro hafði gegnt forsetisráðherraembætti í fimm kjörtímabil og var talinn sigurstranglegur í forseta- kosningum sem halda átti í desember þetta ár. Hann var af mörgum talinn hæfasti stjórnmála- maður eftirstríðsáranna. ÞETTA GERÐIST > 9. MAÍ 1978 Aldo Moro finnst látinnTENZING NORGAY (1914-1986) LÉST ÞENNAN DAG. „Ef það er synd að vera annar maðurinn á tindinn á Everest, þá er það synd sem ég verð að lifa með.“ Tenzing Norgay var sjerpi og aðstoðarmaður Edmunds Hillary. Þeir félagar voru þeir fyrstu til að klífa Mount Everest. Elskuleg systir okkar, Dagbjört Davíðsdóttir frá Borgarlandi, andaðist á Grund við Hringbraut laugardaginn 6. maí. Halldóra Davíðsdóttir Kristín Davíðsdóttir Þökkum auðsýnda samúð og virðingu vegna andláts frænda okkar og vinar, Guðlaugs Guðmundssonar Hringbraut 50, áður Baldursgötu 17, er lést 22. apríl. Erla Strand Einar Strand Ása Sólveig Þorsteinsdóttir Soffía H. Bjarnleifsdóttir Snorri S. Konráðsson Bjarnleifur Á. Bjarnleifsson Lilja Gunnarsdóttir Ólafía Kr. Bjarnleifsdóttir Magnús L. Sigurðsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Ólafsdóttir Mánatúni 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 13. María Friðjónsdóttir Ástmundur Kristinn Guðnason Ólafur Héðinn Friðjónsson Auður Gunnarsdóttir Kristín Lára Friðjónsdóttir Erlendur Helgason og barnabörn. Elskuleg kona mín, móðir okkar og tengdamóðir, Kristín Pálsdóttir Ægisíðu 44, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 2. maí, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 10. maí kl. 15.00. Einar Baldvin Pálsson Sigríður Einarsdóttir Gunnar Sigurðsson Páll Einarsson Ingibjörg Briem Baldvin Einarsson Sigrún Steingrímsdóttir Árni Einarsson Unnur Þóra Jökulsdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Þorbjörg Magnúsdóttir svæfingarlæknir, sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 10. maí, kl. 11.00. Sigríður Hrafnkelsdóttir Richard Korn Ísak Ríkharðsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Sigríður Hannesdóttir síðast til heimilis að Jöklaseli 23 í Reykjavík, lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, aðfaranótt 6. maí sl. Jarðsett verður frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 13. maí kl. 14. Sigurður Hauksson Björk Helgadóttir Þorsteinn Hauksson Birgitta Bjargmundsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Bolli Valgarðsson Vala Hauksdóttir Þráinn Jensson og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.