Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 44
 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 Dómnefnd Þjóðleikhúss- ins hefur valið sýninguna Þuríður og Kambsránið í uppfærslu Leikfélags Sel- foss áhugaverðustu sýningu leikársins sem er að ljúka. Stefnt er að því að setja verkið upp á fjölum Þjóð- leikhússins 11. maí. „Við erum afskaplega glöð og góð með okkur,“ segir Jón Stefán Kristj- ánsson, leikstjóri sýningarinnar um viðurkenningu Þjóðleikhússins. Verkið er frumsamið af Sigurgeiri Hilmari Friðþjófssyni, formanni Leikfélags Selfoss, en efniviðinn byggir hann á sögulegu efni úr byggðarlagi Árnesinga, ráninu á Kambi í Flóa 9. febrúar 1827. „Sigurgeir skrifaði verkið en leyfði mér að ráðskast með það eins og ég vildi og báðir vorum við ánægðir með útkomuna,“ segir Jón Stefán. Hann ber leikhópnum vel sög- una og segir ótrúlegt hversu mikið allir voru reiðubúnir að leggja á sig. „Þetta gekk ekki vandræða- laust því sýningin er stór og sviðs- myndin flókin. En þetta var frá- bær leikhópur, innan sem utan sviðs og aginn var ekki minni en í atvinnuleikhúsi.“ Alls komu tólf sýningar eftir tíu leikhópa til greina sem besta áhugamannasýning leikársins, en í úrskurði dómnefndar segir um Þuríði og Kambsránið að öll svið- setning sýningarinnar sé mikið leikhús og að aðstandendum sýn- ingarinnar hafi tekist að skapa athyglisverða og eftirminnilega sýningu á sögulegu efni. Í áliti sínu hampaði dómnefndin einnig leiksýningunni Systur eftir Þór- unni Guðmundsdóttur sem og sýn- ingum Halaleikhópsins, Leikfé- lags Kópavogs, Skagaleikflokksins og Stúdentaleikhússins. Stefnt er að því að setja Þuríði og Kambsránið upp á fjölum Þjóð- leikhússins 11. júní. „Við eigum eftir að athuga hvort allir verði viðlátnir,“ segir Jón Stefán. „Hugs- anlega hnikum við dagsetningunni um viku til eða frá.“ bergsteinn@frettabladid.is Áhugamannasýning ársins ÚR ÞURÍÐI OG KAMBSRÁNINU Í áliti dómnefndar segir að sviðssetningin sé mikið leikhús og að tekist hafi að búa til eftriminnilega sýn- ingu. MYND/GUÐMUNDUR KARL menning@frettabladid.is ! > Ekki missa af... því kringlótta á hornóttu, alþjóðlegum teikni- og stuttmyndakvikmyndum gerðum um fótbolta. Myndirnar eru á mörgum tungumálum og með enskum texta. Þær verða sýndar í húsakynnum Leiklistardeildar LHÍ, Sölvhólsgötu 5 og hefjast sýningar klukkan 20. opnu húsi skógræktarfélaganna í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands klukkan 19.30 til 22.00. Þar fjallar Karl Eiríksson, frumkvöðull í áburðarflugi og síðar forstjóri Bræðranna Ormsson um skógræktina í Stíflisdal. útskriftartónleikum Jóhanns Nardeau trompetleikara í Salnum í Kópavogi. Meðleikarar eru Bjarni Frímann Bjarna- son fiðluleikari og Snorri Sigfús Birgis- son píanóleikari. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Kl. 20.30 Ljóðakvöld á Hressó. Þar leiða saman hesta sína Ljóð.is, Nýhil og List án landamæra. Fjöldi frábærra ljóðskálda með ólíkan bak- grunn koma fram, útgefin og óútgefin, hömluð og óhömluð, fötluð og ófötluð. Hamlanir kvölds- ins eru afstæðar, hvort sem er skortur á mætti í fótum eða hamlanir á tilfinningasviðinu en ljóðin verða túlkuð jafnóðum af táknmálstúlk- um. Kynnir er Viðar Þorsteinsson. ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������� ��� ��������������������� ������ ��������� ��� �������� ������ �������������� �������� ��������������� ������������������������������� ������������������ ������� ���������� ����������� �������������� ������ ������������� ��������� ��� ������� ��������������� ��������� ��� �������� ���������� ���������� ��� �������� ������������ ����������������������������������� �������� ��������������� ������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.