Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 50
34 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Valsliðið nánast stóð og féll með hans frammistöðu í fyrra og hann verður að halda sínum klassa áfram í sumar ef Valur ætlar að skora mörk. Garðar Gunnlaugs- son nýtur þess að spila fyrir fram- an jafn hæfileikaríkan leikmann og Guðmund. Guðmundur er gríð- arlega mikilvægur fyrir liðið sem helsti arkitektinn í sókninni. LYKILMAÐURINN Guðmundur Ben. Hefur lengi verið sagður einn allra efnilegasti leikmaður lands- ins og nú kemur í ljós hvort hann standist þær væntingar sem gerð- ar hafa verið til hans. Kominn í gott úrvalsdeildarlið úr 1. deild- inni og þarf að sanna sig. FYLGSTU MEÐ.... Pálmi R. Pálmasyni Vörnin: Misstu Bjarna Ólaf og Grét- ar Sigfinn en fá Val Fannar Gíslason. Hann þarf að finna sig með Atla Sveini, ef ekki gætu Valsarar lent í vandræðum. Breiddin í miðri vörninni er lítil. Sóknin: Guðmundur er frábær leikmaður en þarf að vera laus við meiðsli. Garðar er með mikið sjálfstraust frá því í fyrra og þá hefur Spangs- berg skorað grimmt í vetur. Lítur vel út fyrir Valsmenn. | 4. SÆTI | VALUR LANDSBANKADEILDIN 2006 LEIKMANNAHÓPURINN MARKMENN: Kjartan Sturluson Sigurður Bjarni Sigurðsson Kristinn Geir Guðmundsson VARNARMENN: Atli Sveinn Þórarinsson Valur Fannar Gíslason Birkir Már Sævarsson Örn Kató Hauksson Steinþór Gíslason MIÐJUMENN: Barry Smith Ari Freyr Skúlason Baldur Aðalsteinsson Matthías Guðmundsson Pálmi Rafn Pálmason Sigurbjörn Örn Hreiðarsson Þorvaldur Makan Kristinn Hafliðason Pálmi Rafn Pálmason SÓKNARMENN: Guðmundur Benediktsson Hálfdán Gíslason Jakob Spangsberg Jensen Andri Valur Ívarsson Garðar Gunnlaugsson KOMNIR: Andri Valur Ívars- son (frá Völsungi), Barry Smith (frá Dundee), Jakob Spangs- berg (frá Leikni), Kristinn Hafliðason (frá Þrótti), Pálmi Rafn Pálmason (frá KA), Valur Fannar Gíslason (frá Fylki), Þorvaldur Makan (frá Fram), Örn Kató Hauksson (frá KA) FARNIR: Baldvin Jón Hallgrímsson í Þrótt, Bjarni Ólafur Eiríksson (til Silkeborg), Grétar Sigurðsson (í Vík- ing), Kristinn Lárusson (hættur), Sig- þór Júlíusson (í Völsung), Sigurður Sæberg (hættur), Stefán Helgi Jóns- son (hættur), Þórhallur Hinriksson (í Þrótt). Markið: Kjartan er öryggið uppmálað á milli stanganna. Sterkur markmaður sem gerir fá mistök og er vanur að ná góðu sambandi við vörnina. ÞJÁLFARINN Hans annað tímabil með Valsliðið en með töluvert breyttan hóp frá því í fyrra. Góður þjálfari með mikla reynslu. Willum Þór Þórsson Miðjan: Mjög góður mannskapur. Matthías og Baldur eru eitraðir kantmenn og Sigurbjörn á miðjunni er akkerið í liðinu. Þá verður spennandi að fylgjast með Pálma Rafni og Barry Smith. Bekkurinn: Fínn hópur og ef allir eru heilir er bekkurinn skipaður mönnum sem eru vel frambærileg- ir úrvalsdeildarleikmenn. Líklegt byrjunarlið 4-4-1-1 SPÁIN 1 ? 2 ? 3 ? 4 Valur 100 5 Keflavík 92 6 Fylkir 69 7 Grindavík 46 8 Víkingur 41 9-10 Breiðab. 32 9-10 ÍBV 32 Ari Freyr Skúlason Atli Sveinn Þórarinsson Kjartan Sturluson Valur Fannar Gíslason Steinþór Gíslason Pálmi Rafn Pálmason Sigurbjörn Hreiðarsson Matthías Guðmundsson Baldur Aðalsteinsson Guðmundur Benediktsson Garðar Gunnlaugsson Þó að einvígið gegn Haukum í undanúr- slitum deildabikarsins í handbolta hafi farið illa hjá Valsmönnum vakti mögnuð frammistaða markmannsins Pálmars Péturssonar verðskuldaða athygli. Hinn 22 ára gamli Húsvíkingur varð 24 skot í tveimur leikjanna og 21 í þeim þriðja og nánast hélt Valsmönnum á floti lengst af, en einvígið endaði með 2-1 sigri Hafnarfjarðarliðsins. Markvarsla Pálmars í leikjunum var vel yfir hans meðaltali í vetur þó svo að hann hafi inni á milli komist í stuð og varið hátt á þriðja tug skota í einum og sama leiknum. Og í kjölfarið á leikjunum gegn Haukum flýgur sú fiskisaga að Pálmar hafi í raun verið að sýna sig forráðamönnum Hauka, en eins og kunnugt er mun markvörður þeirra, Birkir Ívar Guðmundsson, halda á vit atvinnumennskunnar í sumar og leitar Hafnarfjarðarstórveldið nú logandi ljósi að arftaka hans. Pálm- ar hló þegar Frétta- blaðið bar þessar samsæris- kenningar undir hann í gær. „Það er rétt að mér gekk vel en fyrst og fremst var ég að sanna mig fyrir Valsmönnum og stuðningsmönnum liðsins,“ sagði Pálm- ar. Ég get sagt með hreinni samvisku að meintur áhugi Hauka hafði ekkert að segja,“ bætti hann við. Margt bendir til þess að Óskar Bjarni Óskarsson verði ekki við stjórnvöllinn hjá Val á næstu leik- tíð en hann hefur sjálfur lýst því yfir að tími sé kominn til breyt- inga. Samningur Pálmars við Val er með klásúlu þess efnis að ef Óskar Bjarni hættir geti Pálmar gert slíkt hið sama. En Pálmar segir að það sé ekkert að óttast. „Framhaldið veltur auðvitað á því hver verður þjálfari en mér líður mjög vel hjá Val og vil helst vera hér áfram.“ MARKVÖRÐURINN PÁLMAR PÉTURSSON: SAGÐUR VERA UNDIR SMÁSJÁ HAUKA Var ekki að sýna mig fyrir Haukunum FÓTBOLTI Eins og allir þeir knatt- spyrnumenn sem spila í deildar- keppni KSÍ í sumar þurfa dómar- arnir í þessum sömu deildum að vera í góðu formi. Dómarar þurfa að geta hlaupið enda á milli á fót- boltavellinum í þær níutíu mínút- ur sem leikurinn stendur yfir og það helst án þess að blása of mikið úr nös. Að stærstu leyti er það á áhyrgð hvers dómara að vera í fullnægj- andi formi þegar tímabilið hefst en að þessu sinni ákvað KSÍ að fara þá leið að setja dómara á höfuðborgarsvæðinu í einkaþjálf- un einu sinni í viku. Þjálfarinn sem fenginn var í starfið er Egill Eiðsson, framkvæmdastjóri FRÍ, en hann er einnig þekktur fyrir að vera einkaþjálfari Eiðs Smára Guðjohnsen yfir sumartímann á Íslandi. „Ég er nú aðallega að láta þá hlaupa,“ sagði Egill við Frétta- blaðið í gær og hló. Um er að ræða rúmlega fjörutíu manna hóp sem telur bæði dómara og aðstoðar- dómara, sem áður gengu undir starfsheitinu „línuverðir“. „Við förum í ýmsa þætti, eins og hraða, snerpu og þol,“ útskýrir Egill en æfingar dómaranna hjá honum hófust um miðjan janúar og fara fram í nýju frjálsíþrótta- höllinni í Laugardal. Þær fara fram öll mánudagskvöld en þó hefur verið breytt út af vananum, eins og til dæmis í lok apríl þegar sást til hópsins í göngu upp Esjuna. „Mánudaginn 1. maí var frí eins og hjá öðrum og því var ákveðið að fara upp Esjuna deginum áður. Dómararnir fóru létt með það,“ segir Egill. Að sögn Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, þurfa dómararnir að gangast undir þrekpróf með reglulegu millibili og að í þeim séu gerðar ákveðnar kröfur sem séu í samræmi reglur UEFA. Birkir segir að niðurstöður þeirra prófa sem þegar hafa verið tekin gefi til kynna að æfingar Egils séu að gera dómurunum gott. „Almennt má segja að niður- stöður þeirra mælinga sem við gerðum í lok apríl séu betri en undanfarin ár. Hins vegar er alltaf eitthvað um meiðsli og til að mynda erum við í þeirri aðstöðu nú að 4-5 dómarar hafa enn ekki lokið þrekprófi og fá þar af leið- andi ekki að dæma.” - vig Dómararnir nálgast sitt besta form Egill Eiðsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambandsins og einkaþjálfari Eiðs Smára Guðjohnsen á Íslandi, hefur verið með helstu knattspyrnudómara sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu undir sinni handleiðslu í vetur. Landsbankadeildin hefst á sunnudaginn og dómararnir eru óðum að komast í form. Á TOPPI ESJUNNAR Egill Eiðsson sést hér fyrir miðri mynd, umkringdur dómurum, þegar æfingahópurinn fór í göngu upp Esjuna í lok apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/SME LANDSBANKADEILDIN „Við ætlum að halda áfram þar sem frá var horfið og stefnum vitaskuld á toppinn,“ segir Sigur- björn Hreiðarsson, fyrirliði Vals. Valsmenn hafa misst nokkra sterka menn úr hópnum frá því í fyrra, þeirra á meðal Bjarna Ólaf Eiríksson og Grét- ar Sigfinn Sigurðsson. Þá er Sigþór Júlíusson farinn í Völsung. „Góðir menn fóru en þeir sem komið hafa eru góðir líka. Við höfum verið að slípa þetta saman og það hefur gengið mjög vel. Við erum með öðruvísi hóp í fyrra en hvort hann er sterkari verður bara að koma í ljós,“ sagði Sigur- björn, sem er þó ánægður með leikmannahópinn. „Við erum með góðan átján manna hóp og auk þess eigum við eftir að fá Barry Smith frá Skot- landi og hann ku vera sterkur leik- maður,“ sagði Sigurbjörn. Guðmundur Benediktsson þarf að eiga gott sumar, eins og flestir í kringum Valsliðið gera sér grein fyrir. „Gummi verður alltaf lykil- maður í liðinu. Þegar sá gállinn er á honum getur hann búið til ýmis- legt upp úr engu, sem er eiginleiki sem fáir hafa. Þegar hann er inni á vellinum er alltaf hægt að finna hann. Það má samt segja að flestir í okkar hópi séu lykilmenn eða lyklar að skrám. Þessir lyklar þurfa að vera til staðar og standa sig,“ sagði Sigurbjörn. Valsmenn unnu FH á sunnu- daginn í keppninni um Meistara meistaranna, árlegum leik á milli bikarmeistaranna og Íslands- meistaranna þar sem Matthías Guðmundsson skoraði eina mark- ið í 1-0 sigri. „Sigurinn gegn FH var okkur mikilvægur. Hann gefur okkur aukið sjálfstraust inn í mótið.“ - hþh Höldum áfram okkar striki Fréttablaðið og Sýn spá bikarmeisturum Vals fimmta sæti í Landsbankadeild- inni í sumar. Sigurbjörn Hreiðarsson segir að liðið stefni á toppinn í sumar. PÁLMI RAFN Stendur í ströngu í leiknum gegn FH í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Þórhall- ur Dan Jóhannesson mun líklega spila með Fylki í Landsbanka- deildinni í sumar. Þórhallur fór frá Fylki árið 2004 og gekk í raðir Fram, sem hann er enn samnings- bundinn. Þórhallur hefur nú farið fram á að komast aftur í Fylki. „Ég talaði við Framarana og tjáði þeim að ég væri tilbúinn að spila með þeim í sumar. Samning- urinn minn var of hár fyrir 1. deildina en ég bauðst til að ræða við Brynjar framkvæmdastjóra um það. Hann sagðist ætla að hringja í mig en ég hef enn ekkert heyrt. Ég ber samt engan kala til hans né Fram, alls ekki, við erum mjög góðir vinir,“ sagði Þórhallur, sem ætlar að mæta á æfingar hjá Fylki fái hann leyfi til þess. „Ef Leifur hefur not fyrir mig þá ætla ég að mæta á æfingu og sjá til hvort ég komist í liðið. Ég hef ekki æft mikinn fótbolta en kannski hafa þeir not fyrir mig,“ sagði Þórhallur Dan. - hþh Þórhallur Dan Jóhannesson: Á leið til Fylkis á nýjan leik > Logi og Ásgeir í beinni Landsmönnum gefst frábært tækifæri í kvöld til að sjá eina heitustu handknatt- leiksmenn Íslands um þessar mundir í eldlínunni. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mæta þá Flensburg í þýska úrvalsdeildinni í handbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsendingin klukkan 17.50. Flensburg er í öðru sæti deildarinnar og verða að vinna ætli þeir sér ekki að missa Kiel langt fram úr sér þegar skammt er eftir af mótinu. Nýbakaðir Evrópumeistarar Lemgo eru í sjötta sæti, í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Logi og Ásgeir hafa verið funheitir með Lemgo undanfarið og er ekki úr vegi að nýta þau fáu tækifæri sem bjóðast til að sjá kappana í essinu sínu. Sigfús framlengir Sigfús Páll Sigfússon, miðjumaður Fram, sem meðal annars var valinn besti ungi leikmaður DHL-deildarinnar í vetur af þjálfurum deildarinnar, hefur framlengt samning sinn við Safamýrarliðið. Sigfús skrifaði undir þriggja ára samning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.