Fréttablaðið - 12.05.2006, Page 6

Fréttablaðið - 12.05.2006, Page 6
6 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ������ ��������� ������������������������������������������������������������������ ������ ������� ���� ���� ������ � ������ ����� KJÖRKASSINN Hefurðu fylgst með umfjöllun Kastljóss um Baugsmálið? Já 47% Nei 53% SPURNING DAGSINS Í DAG Á ríkið að hefja innflutning á lyfjum? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir sautján ára pilti, Axel Karli Ólafssyni, fyrir fíkniefna- lagabrot og fyrir að hafa svipt annan pilt frelsi sínu og neytt hann með ofbeldi til að taka út fé. Var pilturinn dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en Héraðsdóm- ur Reykjavíkur hafði áður dæmt hann í tveggja ára fangelsi. Axel Karl hafði farið í félagi við tvo aðra menn inn á vinnustað sautján ára pilts og þvingað hann með ræsibyssu til að fara með sér út. Pilturinn var settur í farang- ursrými bifreiðar þar sem voru tveir Dobermann hundar. Beittu mannræningjarnir piltinn ofbeldi og hótunum, en óku síðan með hann að tilteknum banka þar sem hann var neyddur til að taka út fé af reikningi sínum. Axel Karl framdi hluta brot- anna, sem hann hefur hlotið dóm fyrir, örfáum klukkustundum eftir að honum var birtur skilorðsdóm- ur. Þótti Hæstarétti það bera vott um styrkan og einbeittan brota- vilja, sem metið var honum til refsiþyngingar. Auk þess þótti háttsemi hans til þess fallin að vekja mikinn ótta hjá piltinum, sem hann svipti frelsi. Axel Karl hefur setið í gæslu- varðhaldi frá 3. september á síð- asta ári. -jss ÞINGFESTING Í HÉRAÐSDÓMI Axel Karl mætti ásamt félaga sínum í Héraðsdóm þegar mannránsmálið var þingfest. Hæstiréttur dæmir 17 ára pilt í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir mannrán: Framdi mannrán á skilorði FJÖLMIÐLAR Ákvarðanir 365 fjöl- miðla um að koma á fót Talstöðinni, Sirkus og NFS voru allar rangar í viðskiptalegu tilliti að mati Páls Magnússonar útvarpsstjóra. Í nýju tölublaði Mannlífs talar Páll um alltumfaðmandi fjölmiðla- fyrirtæki. „Í faglegu tilliti hrein- lega bauð mér við þessari hug- mynd. Mér þótti þetta ógeðfellt sambland af barnalegum stórveld- isdraumum og nánast hálfsovéskri hugmyndafræði, í besta falli hall- ærisleg og gamaldags skandína- vísk forræðishyggja, hugmyndin um að vera öllum allt og enginn þurfi að leita neitt annað.“ Gunnar Smári Egilsson for- stjóri Dagsbrúnar, sem á og rekur 365, segir að einfalt sé að líta á árangur. „365 er eina fjölmiðlafyr- irtækið á Íslandi sem sýnt hefur einhvern rekstrarlegan árangur á undanförnum árum. Ríkisútvarp- ið er rekið með tapi og er gjald- þrota. Árvakur á í erfiðleikum og fjölmiðlahluti Símans er rekinn með stórkostlegu tapi. Þetta bend- ir til þess að stefna 365 sé rétt og menn ættu frekar að hafa áhyggj- ur af stefnu hinna fjölmiðlafyrir- tækjanna.“ Útvarpsstjóri segir í Mannlífs- viðtalinu, að valdaþræði innan 365 megi rekja til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, en segir jafnframt að hann hafi ekki orðið þess var að hann mis- noti aðstöðu sína til að hafa áhrif á efnistök fjölmiðla í sinni eigu. - jh Útvarpsstjóri segir hug sinn í blaðaviðtali um brotthvarfið frá 365 miðlum: Rangar viðskiptaákvarðanir PÁLL MAGNÚSSON ÚTVARPSSTJÓRI „...hugmyndin um að vera öllum allt og eng- inn þurfi að leita neitt annað.“ SKOÐANAKÖNNUN Í-listi, sameigin- legt framboð Frjálslynda flokks- ins, Samfylkingar og vinstri- grænna, myndi fá hreinan meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarð- ar ef boðað yrði til kosninga nú. Þetta er niðurstaða nýrrar skoð- anakönnunar Fréttablaðsins. Í-list- inn hefur nú stuðning 56,5 prósent bæjarbúa og myndi samkvæmt því fá fimm bæjarfulltrúa af níu. Listinn bætir við sig frá því Félags- vísindastofnun gerði skoðanakönn- un fyrir NFS og Fréttablaðið í byrjun maí, þegar 52,1 prósent sögðust myndu kjósa Í-listann. Samkvæmt þessu er núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Ísafirði fall- inn. 29,8 prósent sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og myndi flokkurinn samkvæmt því fá þrjá bæjarfulltrúa. Í könnun Félagsvísindastofnunar sögðust 31,3 prósent myndu styðja Sjálf- stæðisflokkinn og er hann sam- kvæmt því að tapa fylgi. Framsóknarflokkurinn er með stuðning 13,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa kjörinn. Í könnun Félagsvísindastofnnunar sögðust 14,0 prósent myndu kjósa þann flokk. Aðeins fleiri karlar segjast myndu kjósa Sjálfstæðsflokkinn, eða 33,0 prósent á móti 26,3 pró- sent kvenna. Fylgi hinna flokk- anna tveggja er meira meðal kvenna en karla. 54,5 prósent karla segjast myndu kjósa Í list- ann en 56,5 prósent kvenna. 12,0 prósent karla segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 15,1 pró- sent kvenna. Hringt var í 600 íbúa sveitarfé- lagsins fimmtudaginn 11.maí og skiptust svarendur jafnt milli kynja. 63,2 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Jafnframt var spurt hvort Vestfirðir ættu að vera stjóriðju- laust svæði. Mikill meirihluti svarenda svaraði því játandi, eða 83,8 prósent. 16,2 prósent voru því ósammála. 91,5 prósent svar- enda tóku afstöðu til þeirrar spurningar. svanborg@frettabladid.is Í-listi með hreinan meirihluta á Ísafirði Í-listi fengi tæp 57 prósent atkvæða og fimm bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn fengju 29.8 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkur fengi 13,5 prósent atkvæða og einn fulltrúa. EIGA VESTFIRÐIR AÐ VERA STÓRIÐJULAUST SVÆÐI? HVAÐA LISTA MYNDIR ÞÚ KJÓSA EF BOÐAÐ YRÐI TIL SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA NÚ? KJARADEILA Samningaviðræður í kjaradeilu stuðningsfulltrúa og samninganefndar ríkisins hófust á ný í gærmorgun en viðræður slitnuðu fyrir páska. Nýr fundur hefur verið boðaður í dag og munu nefndarmenn leggja fram útreikn- inga og tillögur. „Það fór vel á með okkur og okkur var sagt að það væri meira í spilunum núna en fyrir nokkrum vikum,“ segir Árni Stefán Jóns- son, formaður SFR. Setuverkfall hefur verið boðað hjá stuðningsfulltrúum á þriðju- daginn og telur Árni Stefán að menn freistist til að ná samning- um fyrir þann tíma. - ghs Kjaradeila stuðningsfulltrúa: Leggja fram tillögur í dag 29 ,8 % 56 ,5 % 13 ,5 % Já 83,8% Nei 16,2%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.