Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 34
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR Ekki láta allir henda kvittun- inni í matvörubúðinni og er Hulda Emilsdóttir ein þeirra. Hún hefur haldið bókhald um matarinnkaupin allt frá því að hún flutti að heiman. Þegar Hulda er spurð hvort hún sé ein af þeim sem hugsi alltaf vel um það í hvað peningarnir fara játar hún því. Hún segir að besta leiðin til þess að spara sé að vera hagsýnn í matarinnkaupum, einnig bendir hún á einföld atriði eins og að borga reikninga á rétt- um tíma. Varðandi matarinnkaup- in segir Hulda að margt sé hægt að gera til þess að spara. „Gott er að nýta sér tilboðin. Svo er gott að kaupa sem mest inn fyrir hverja viku, þannig að hægt sé að fara sjaldnar í búðina. Einnig verður maður að passa að fara ekki svangur út að versla, þá hættir manni til að kaupa of mikið af óþverra.“ Um leið og Hulda flutti að heiman tók hún upp á því að skrá niður hjá sér allt sem hún eyddi í mat. Fyrir hver mánaðamót safn- ar hún saman kvittunum þess mánaðar og skráir hjá sér í bók. Þannig hefur Hulda alltaf gott yfirlit yfir eyðslu fjölskyldunnar í mat og annað slíkt. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann þurft að segja öðrum fjölskyldu- meðlimum að fara að borða minna vegna of mikilla útgjalda fer Hulda að skellihlæja. „Nei, nei, það vantar aldrei mat.“ Þar sem Hulda hefur skráð hjá sér matarinnkaupin allt frá því að hún flutti að heiman er hún komin með nokkuð góða yfirsýn yfir hvaða mánuði fjölskyldan eyðir mest í mat og hvaða mánuði fjöl- skyldan eyðir minnst. „Mest er eytt í afmælismánuðunum og líka meðan sumarfríin standa yfir, þá hverfur yfirleitt hagsýnin. Í febrúar og maí er síðan lítið um að vera og þá eru útgjöldin í sam- ræmi við það,“ segir Hulda með bros á vör. Fyrir utan að huga vel að mat- arinnkaupunum hefur Hulda einnig sérstakan gleði- og áfalla- sjóð fyrir fjölskylduna. „Þegar ég byrja með sjóðinn byrja ég að borga fimm þúsund á mánuði. Síðan þegar þetta er orðin ein- hver upphæð er maður orðinn svo glaður að eiga þetta mikið og því byrjar maður alltaf að leggja hærri og hærri upphæð fyrir á mánuði. Svo endar sjóðurinn í góðri upphæð og helst vil ég taka hann út í gleði, til dæmis að fara til útlanda,“ útskýrir Hulda og bætir jafnframt við að erfiðast sé að byrja að safna. „Um leið og maður er kominn af stað verður það til þess að maður leggur meira fyrir.“ steinthor@frettabladid.is Heldur bókhald um matarkaupin Hulda Emilsdóttir hefur komið sér upp einföldu kerfi sem hjálpar henni og fjölskyldu hennar að spara og er sá sparnaður oftast tekinn út í gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vinsælir sturtuklefar fást nú með miklum afslætti í verslun- inni Innréttingum og tækjum. Í versluninni Innréttingum og tækjum í Ármúla eru seldir sturtu- klefar frá ítalska fyrirtækinu Tab. Sturtuklefarnir eru með hitastýrð- um blöndunartækjum, átta nudd- stútum og sæti svo hægt er að slappa vel af í sturtunni. Þessa dagana eru sturtuklefarnir á til- boðsverði og kosta frá 66.900 krón- um. Sturtuklefarnir henta jafnt í heimahús og sumarbústaði og fást í tveimur stærðum. Tæknilegir sturtu- klefar á góðu verði Sturtuklefar með átta nuddstútum og sæti fást á góðu verði í versluninni Innréttingum og tækjum. Vertu velkomin í okkar hóp! Hafðu samband! Taktu þér tak! Ertu á aldursbilinu 16 til 30? Viltu ná kjörþyngd? E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Sumarnámskeið hefjast 21. maí Skráning hafi n!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.