Fréttablaðið - 15.05.2006, Page 13
MÁNUDAGUR 15. maí 2006 13
Það þurfti þrjár rútur og dágóðan
fjölda einkabíla til að flytja krakk-
ana í leikskólanum Krógabóli á
Akureyri ásamt starfsfólki og
nokkrum úr hópi foreldra á bæinn
Stóra-Dunhaga í Hörgárdal á dög-
unum. Tilefni fararinnar var að
kynnast dýrunum á bænum,
klappa lömbunum og fara á hest-
bak.
Gleðin skein úr andlitum barn-
anna enda ekki á hverjum degi
sem þau njóta nálægðar við mál-
leysingjana.
Eftir annasaman og ánægjuleg-
an dag var boðið upp á grillaðar
pylsur og ávaxtasafi drukkinn
með.
-kk
Krakkarnir á Krógabóli í sveitaferð
LANGAR Í LAMB Vilberg Fannar hefur
lengi langað í hund en eftir heimsóknina
á Stóra-Dunhaga langar hann miklu
meira í lamb.
DRENGUR OG DÝR Vilberg Fannar Kristjáns-
son gælir við eina kindina á Stóra-Dunhaga
og vinur hans Vilhelm Ottó Biering Ottós-
son fylgist dáleiddur með. Að baki þeim
glittir í Maríu Björk Baldursdóttur.
FLOTTAR Í BLEIKU Perluvinkonurnar Unnur Vilborg Reimarsdóttir og Bogga Sól Kristjáns-
dóttir nutu sveitasælunnar hönd í hönd. Aron Máni Sverrisson og Mikaela Madis fóru
á hestbak, líkt og flestir krakkanna. Þeim til halds og trausts var Una K. Jónatansdóttir,
starfsmaður Krógabóls. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
Íslenska óperan og VÍS eignar-
haldsfélag hafa gert með sér sam-
starfssamning fyrir næsta leikár.
VÍS hefur um árabil verið einn af
dyggustu bakhjörlum Íslensku
óperunnar.
Bjarni Daníelsson óperustjóri
segir að án samstarfs sem þessa
væri ekki hægt að bjóða áhorfend-
um upp á fjölbreytta og metnaðar-
fulla dagskrá með listamönnum á
heimsmælikvarða á vetri kom-
anda. Á meðal verkefna á komandi
hausti eru Brottnámið úr kvenna-
búrinu eftir Mozart og Vetrarferð-
in eftir Schubert.
- shá
Fjölbreytt dag-
skrá tryggð
FRÁ UNDIRRITUN Bjarni Daníelsson óperu-
stjóri og Benedikt Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri forstjóraskrifstofu VÍS. MYND/FREYJA
Öryggisnæla er nýja táknið fyrir
rétt barna til öryggis í sænsku
samfélagi. Kattis Sjösward er
móðir tveggja barna, tveggja og
ellefu ára. Henni rann til rifja ill
meðferð foreldra á dreng sem dó í
Svíþjóð í vetur og ákvað því að
hefja herferð á bloggsíðunni
sinni.
Kattis hvatti fólk, sem styður
rétt barna til öryggis, að ganga um
með öryggisnælu í barminum, að
sögn vefútgáfu Aftonbladet, og
hefur það farið eins og eldur í sinu
um alla Svíþjóð. Fjallað er um and-
lát drengsins fyrir dómstólum í
Svíþjóð. - ghs
Nælur tákna
öryggi barna
KÆLA SIG Í VATNSSTRAUMI Hin sex ára
Harlie Cullen og hvolpurinn hennar Lily
þoldu illa við í hitanum í Fresno í Kaliforníu
í Bandaríkjunum á dögunum og kældu sig
niður í vatnselgnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP