Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 16
 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Stjórnarliðar settust niður fyrir helgi og leituðu sátta um frumvarp iðnaðarráð- herra um Nýsköpunarmið- stöð Íslands. Samkomulag er ekki í augsýn. Andstæð- ingar frumvarpsins vilja taka byggðamálin út og fresta afgreiðslu þeirra til haustþings en sameina Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins og Iðntækni- stofnun. „Í stað þess að láta Byggðastofnun deyja drottni sínum eins og hún á að gera skuli hún vera spyrt saman við sæmilega heilbrigðar stofnanir þannig að úr verði einn allsherjar- bræðrabani... Byggðastofnun () skekkir samkeppnisstöðu fyrir- tækja úti á landsbyggðinni með því að styrkja sum fyrirtæki en önnur ekki. Það er alltaf slæmt því menn hafa tilhneigingu til að styrkja þau fyrirtæki sem illa ganga, sem eru illa rekin, og þau lenda þá í sam- keppni við vel reknu fyrirtækin sem verða undir. Það er ekki gott.“ Þannig mælti Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við fyrstu umræðu á Alþingi um frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. Frumvarpið, sem felur í sér sameiningu Iðntæknistofnunar, Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins og Byggðastofnunar undir hatti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, hefur mætt mikilli and- stöðu, ekki síst af hálfu allmargra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Pétur kallaði frumvarpið óskapnað og líkti því við miðstýringarsjónar- mið sem þóttu fín í Sovétríkjunum 1930 til 1950. Eftir að Sigurður Kári Kristj- ánsson og Einar Oddur Kristjáns- son höfðu einnig lýst andstöðu sinni lá kannski beint við að Helgi Hjörv- ar þingmaður Samfylkingarinnar spyrði: „Er Sjálfstæðisflokkurinn ekki sá sem stendur að flutningi þessa frumvarps og styður hann að meiri hluta til þetta sovétskipulag sem þingmaðurinn kallar svo?“ Byggðahlutinn út? Eftir því sem næst verður komist hafa stjórnarliðar í meirihluta iðn- aðarnefndar hist að minnsta kosti einu sinni á óformlegum fundi fyrir helgi til þess að reyna að sætta sjónarmið. Ekkert er gefið upp um hugsanlegar breytingar á frum- varpinu. Ljóst má þó vera að lítil sátt verður um frumvarp Valgerð- ar óbreytt og því líklegt að allir þurfi að gefa eftir, einnig Valgerð- ur. Enn mætast stálin stinn og heim- ildir eru fyrir því að staðið verði fast við kröfu um að taka byggða- stuðninginn út úr frumvarpinu og fresta þeim þætti málsins til næsta þings. „Ég hef ekki útilokað lagfæring- ar á frumvarpinu,“ segir Valgerð- ur, sem er þess fullviss að það verði afgreitt sem lög í næsta mánuði. Alls hafa um sjötíu stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og aðrir aðilar gefið iðnaðarnefnd Alþingis umsögn um frumvarpið. Andstað- an er sögð yfirgnæfandi. Bænda- samtökin hafa efasemdir. Það hafa Samök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins einnig og gagnrýna mörg atriði frumvarpsins í félagi við Alþýðusamband Íslands svo sem Fréttablaðið hefur greint frá. Andsnúnar umsagnir Félög verkfræðinga og tæknifræð- inga lýsa andstöðu við óbreytt frumvarpið og svo mætti áfram telja. „Við áttum okkur ekki á því hvers vegna blanda á saman byggðamálum og tæknirannsókn- um,“ segir Steinar Friðgeirs- son, formaður Verkfræð- ingafélags Íslands. „Við erum fylgjandi því að sameina Rannsókna- stofnun byggingariðn- aðarins og Iðntækni- stofnun, staðsetja þær í Vatnsmýrinni og tengja starfsemina við rann- sóknastarfsemi háskól- anna. Við sjáum ekki hvernig efla á tæknirann- sóknir og byggðamál undir sama hattinum,“ segir Steinar og bætir við að tæknirannsóknir geri engan grein- armun á landsbyggð og höfuðborg- arsvæði. Verkfræðingafélagið leggur reyndar til að svæða- og byggða- rannsóknir tengist háskólanum á Akureyri og jafnvel háskólanum á Bifröst. „Við leggjum til að lagt verði fram nýtt frumvarp sem hafi það skýra markmið að efla tækni- rannsóknir á Íslandi,“ segir Steinar Friðgeirsson. Valgerður föst fyrir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra er þessum sjónarmiðum ósammála. „Ég vil ekki taka neina kollsteypu með þetta frumvarp. Í því felst ákveðin heildarhugsun. Það veldur ruglingi að margir halda að Byggðastofnun hafi eitt- hvað annað hlutverk en hún hefur. Hún fæst við atvinnuþróun á landsbyggðinni og allt þetta geng- ur út á að í landinu verði heildstæð atvinnuþróunarstefna. Í þessu efni á ekki að gilda eitt fyrir lands- byggðina og annað fyrir þéttbýlið. Þá skiljum við landsbyggðina eftir og bilið mun breikka. Þeir sem lengst fara gegn þessu vilja ekki nein opinber afskipti af atvinnu- þróun og það er eitthvað sem ég get ekki samþykkt. Mér sýnist heldur ekki að umsagnir til iðnað- arnefndar séu allar á sama veg,“ segir iðnaðarráðherra. FRÉTTASKÝRING JÓHANN HAUKSSON jóhannh@frettabladid.is ������������������������������������������������������ �� �������������������������������������������������������������� ������ ������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������������������������� �������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������� 1.890.000,- Beinskipt - 1.6 lítra Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Það má segja ýmislegt um Þjóðverja... Mánaðargreiðsla 23.061,-* ���������������� ������������������������� ����������������� ...en þeir hafa klárlega vit á bílum. HOFSÓS Stuðning við tækniþróun þarf ekki nauðsynlega að tengja við byggðaþróun, að mati margra sem skilað hafa iðnaðarnefnd Alþingis umsögn um frumvarpið. PÉTUR BLÖNDAL SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKI „Byggðastofn- un skekkir samkeppnis- stöðu fyrir- tækja úti á landsbyggð- inni með því að styrkja sum fyrirtæki en önnur ekki.“ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐARRÁÐHERRA Atvinnulíf á landsbyggðinni dregst að mati Valgerðar aftur úr ef byggðamálin verða ekki tengd háskól- unum og rannsókna- stofnunum. Togast á um nýsköpun Réttarhöld yfir fimm búlgörskum kvenkyns hjúkrunarfræðingum og einum karlkyns lækni frá Palestínu hófust í Líbíu á ný á fimmtudag. Fólkið er sakað um að hafa viljandi sýkt yfir 400 líbísk börn af HIV-veirunni á líbísku sjúkrahúsi í Benghazi-héraði í misheppnaðri tilraun til að finna lækningu við eyðni. Talsmenn fólksins segja það saklaust og að rekja megi raun- verulega orsök smitsins til ónógs hreinlætis á sjúkrahúsinu. Fólkið var handtekið í febrúar 1999 og dæmt til dauða árið 2004, en Hæsti- réttur Líbíu ákvað að taka bæri málið upp á ný. Hver er staða sakborninganna? Sumt af fólkinu viðurkenndi sekt sína meðan á yfirheyrslum stóð, en öll hafa dregið játingar sínar til baka og segja þær hafa verið knúnar fram með pyntingum. Fyrir ári var réttað í máli lögreglumannanna sem komu að yfirheyrslun- um og þeir allir sýknaðir. Erlendir vísindamenn hafa kannað málið og bent á að smitin hafi líklega byrjað áður en sexmenningarnir hófu störf á sjúkrahúsinu Innanríkismál? Minnst 426 börn smituðust af HIV-veirunni og hafa 51 þeirra látist úr eyðni síðan þá, og hafa fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra kallað eftir hefnd. Forseta Líbíu, Muammar Gadhafi, hefur átt í erfiðleikum með stjórn í Benghazi-héraði. Því telja sumir að erlenda hjúkrunarfólkið sé blórabögglar sem líbísk stjórnvöld ætli sér að nota til að ná frekari völdum í héraðinu. Framhald málsins? Líbísk stjórnvöld gáfu í skyn árið 2004 að ef Búlgaría færði sjúklingunum og fjölskyldum þeirra skaðabætur, þá myndu yfirvöld milda dóminn. Búlgörsk yfirvöld neituðu að verða við þeirri bón því slíkt myndi sýna að þau teldu hjúkrunarfræðingana seka. Þó hafa búlgörsk yfirvöld unnið staðfastlega að málinu á bak viö tjöldin í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Bandaríkin, og hefur alþjóðlegur sjóður verið settur á stofn til að greiða sjúklingunum og fjölskyldum þeirra skaðabætur, án þess að nokkurt ríki gefi sekt hjúkrunarfólksins í skyn. FBL GREINING: RÉTTAÐ YFIR HEILBRIGÐISSTARFSMÖNNUM Í LÍBÍU Sögð hafa smitað börn af HIV-veirunni Svona erum við > Fjöldi fólks í Ásatrúarfélaginu 1996 til 2005 Heimild: Hagstofa Íslands 1996 2002 2005 77 7 95 3 Fj öl di 1999 26 3 30 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.