Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 20
 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Hvað finnst fólkinu þínu í raun og veru? Fyrirtæki ársins er árleg könnun VR á aðbúnaði og ánægju starfsfólks íslenskra fyrirtækja. Niðurstöður verða kynntar 19. maí. Dyggðirnar Ekki þarf að leita lengra en til Svíþjóðar og Danmerkur til þess að komast að því að stjórnmálamenn, sem uppvísir hafa orðið að spillingu eða misstigið sig á dyggðanna braut, geta átt afturkvæmt í stjórnmál. Mona Sahlin sagði af sér ráðherraembætti í Svíþjóð síðla árs 1995 eftir að uppvíst varð um misnotk- un hennar á greiðslukorti sem hún hafði aðgang að í krafti ráðherrastöðu sinnar. Árið 1998 var hún orðin aðstoðarráðherra. Svip- aða sögu er að segja af Ritt Bjerregaaard, borgarstjóra í Kaup- mannahöfn, sem eitt sinn varð að segja af sér ráðherraembætti. Hun hefur reynst eiga níu líf í dönskum stjórnmálum. Að axla ábyrgð Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér embætti félagsmálaráðherra síðla árs 1994 eftir að hafa komið trygginga- yfirlækni úr embætti. Guðmundur Árni kvaddi með þeim orðum að hann segði af sér án sakarefna en undir þrýstingi, meðal annars frá samherjum sem hefðu afar misjafnar skoðanir á málinu. Albert Guðmundsson sagði af sér embætti iðnaðarráðherra árið 1987 eftir að hafa orðið uppvís að skattalagabroti. Það gerði hann undir þrýstingi flokksfor- ystunnar. Eyþór Arnalds dregur sig út úr stjórn- málum vegna brots sem hann hefur viðurkennt. Hann axlar ábyrgð undir þrýstingi en dæmin sýna að menn geta átt afturkvæmt í stjórnmál. Umbúðir og innihald Krafan um stefnu og rök í kosningabar- áttunni virðist sækja á. „Mín ógæfa í líf- inu hefur verið að velja konur eftir útliti og bíla eftir lakkinu,“ skrifaði Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður í Morgun- blaðið fyrir hálfum mánuði og hafði setninguna eftir löngu liðnum manni. Guðrún bendir á að ekki sé endilega víst að þeir sem fara hamförum í fjölmiðlum séu farsælir í sveitarstjórnarmálum: „Fari saman í skaphöfn fólks bæði hégómleiki og óheiðarleiki fer að kárna gam- anið. Afleiðingar af slíkri blöndu komast oft á forsíður blaða og í fyrstu frétt í sjónvarpi og útvarpi.“ johannh@frettabladid.is Enn einu sinni hafa nemendur 10. bekkja grunnskóla þreytt sam- ræmd próf og voru heldur fegnir þegar þeim var lokið. Fjölmargir hópar fóru í óvissuferð strax að prófum loknum, ferð sem oftar en ekki er skipulögð og stjórnað af foreldrum og dæmi um frábært samstarf foreldra og skóla. Nemendur grunnskóla þreyta samræmd próf þrisvar á sinni skólagöngu, í 4. bekk, í 7. bekk og í 10. bekk. Nemendur 4. og 7. bekkja taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði en í 10. bekk geta bæst við enska, danska, samfélagsfræði og náttúrufræði. Nemendur 10. bekkja eiga þó val um fjölda prófa sem þeir taka. Samræmd próf eru í raun prýðilegt tæki til að mæla frammistöðu og þó einkum fram- farir nemenda milli ára, bæði í námsgreinum og einstökum náms- þáttum. Gallinn við samræmdu prófin í 10. bekk er hinsvegar sá að nánast er litið á þau sem inn- tökupróf í framhaldsskóla þótt sú sé ekki raunin nema að litlu leyti. Inntökuskilyrði í framhaldsskóla eru nefnilega yfirleitt miðuð við meðaltal skólaeinkunna og ein- kunnir á samræmdum prófum. Eftir tæpan mánuð útskrifast nemendur eftir 10 ára nám í grunnskóla. Í farteskinu hafa þeir einkunnir í samræmdum prófum, sem mæla árangur þeirra í 2-6 námsgreinum (eingöngu bókleg- um greinum) og skólaeinkunnir sem byggja á mati kennara. Að baki skólaeinkunn er vinna alls vetrarins; próf og kannanir, vinnu- bækur, heimanám, frammistaða í kennslustundum, einstök verkefni af ýmsum stærðum og gerðum og sitthvað fleira. Kennarar leggja sig mjög fram um að gefa nem- endum sanngjarna skólaeinkunn, sem speglar bæði þekkingu en ekki síður vinnubrögð þeirra í hverri grein. Skólaeinkunn er líka gefin í öllum námsgreinum og gefur því mun meiri upplýsingar um stöðu og getu nemenda frá öllum sjónarhornum séð en sam- ræmd próf geta gert. Kannski ætti ekki að hafa sam- ræmd próf í lok 10. bekkjar. Kannski væri betra að hafa þriðju og síðustu samræmdu prófin í grunnskóla að hausti þegar nem- endur eru í 9. bekk. Þá væri hægt að meta stöðu þeirra í einstökum námsgreinum og námsþáttum og skólinn hefði tækifæri til að snerpa á þeim námsþáttum sem sýndu slakasta stöðu. Þannig yrðu samræmdu prófin ekki jafn afger- andi. Margir kvarta undan því að þessi próf stýri skólastarfi í 10. bekk alltof mikið. Í raun ættu þau frekar að vera stöðupróf og sýna nemanda, forráðamönnum hans og kennurum hver staðan er á ákveðnum tímapunkti. Með því að hafa prófin nær einu og hálfu ári fyrr en nú er yrðu þau ekki eins stýrandi og þaðan af síður ígildi inntökuprófs í framhaldsskóla eins og stundum er talað um. Þau yrðu það leiðbeinandi mælitæki sem þeim er ætlað að vera. Fram- haldsskólar ættu þá um tvennt að velja; treysta námsmati grunn- skóla alveg eða halda sín eigin inn- tökupróf. En samræmd próf eru góðra gjalda verð, svo fremi sem þau eru rétt notuð. Margir finna þeim allt til foráttu en raunin er sú að þau geta gefið ágætar upplýsing- ar. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir takmörkunum þeirra. Á íslenskuprófi nú í vor áttu nemendur m.a. að lesa þrjá, nokk- uð langa, texta. Með hverjum texta fylgdu spurningar og markmiðið var að mæla lesskilning nemand- ans. Þeir sem eiga við lestrar- örðugleika að stríða ráða illa eða ekki við þennan námsþátt. Væru þessir textar lesnir fyrir slíka nem- endur gætu þeir hæglega svarað meðfylgjandi spurningum en þeir ráða ekki við að lesa svo mikinn texta sjálfir, síst undir tímapressu. Vissulega má segja að nemendur með umtalsverða lestrarörðug- leika hafi ekki mikinn lesskilning. Það er hinsvegar ekki sanngjarnt að nemandi með ágæta íslensku- kunnáttu og gott vald á málinu fái mjög lága íslenskueinkunn vegna þess að hann er ófær um að lesa langa texta. Hvernig ætli blindir nemendur þreyti þetta próf? Margir vilja leggja öll sam- ræmd próf niður. Sennilega væri það nokkurt fljótræði því á undan- förnum árum hefur byggst upp þekking og reynsla í gerð og mati á slíkum prófum. Þau eru að vísu misvel gerð frá ári til árs eins og öll mannanna verk en eigi að síður væri ástæðulaust að fleygja þeim alveg fyrir róða. Nær væri að nota þau eingöngu sem stöðupróf fyrir hvern nemanda, draga úr vægi þeirra gagnvart öðrum skólum og kannski væri skynsamlegra að prófa 9. bekkinga frekar en 10. bekkinga. Samræmdu prófin Í DAG MENNTAMÁL INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Vissulega má segja að nem- endur með umtalsverða lestrarörðugleika hafi ekki mikinn lesskilning. Það er hinsvegar ekki sanngjarnt að nemandi með ágæta íslensku- kunnáttu og gott vald á málinu fái mjög lága íslenskueinkunn vegna þess að hann er ófær um að lesa langa texta. Í Grafarvogi er nú þegar hafið samstarf um samfelldan skóladag og frístundaiðkun skólabarna, sem hefst næsta haust. Búið er að kalla saman skólafólk og stjórnendur íþróttafélaga og listnáms til að samhæfa starfsemi þeirra. Þetta samstarf á að verða fyrirmynd hinna skólahverfanna í borginni. Gott mál fyrir barnafjölskyldur Þetta er þarfasta þjónustumál barnafjölskyldna í borginni í dag. Foreldrar koma heim úr vinnu kl. 17:00 á daginn, en þá fer tími þeirra í að keyra og sækja börnin í frístundatíma. Algengt er að fjöl- skyldur nái ekki að borða kvöld- mat saman því börn og unglingar eru á æfingum. Markmið okkar er að frístunda- starfi barna og unglinga ljúki fyrir fimm á daginn þannig að þegar foreldrar koma heim úr vinnu geti öll fjölskyldan verið saman. Góð tíðindi fyrir fjölskyldufólk Viðræður hafa þegar farið fram við þá fjölmörgu sem koma að málum. Ákveðið var að halda sam- ráðsfund með öllum sem að málum koma. Það var gert, og ljóst að samstarfshugur var í fólki. Borg- arráð hefur heimilað að ráða verk- efnisstjóra og mun sá byrja strax í vor og þjóna frá Miðgarði. Þetta mál var kynnt í Íþrótta- og tóm- stundaráði og fyrir menntaráði sem verkefni næsta vetrar, og fékk mjög góðar viðtökur allra. Gjaldfrjálsleikskóli - kjarabót Byltingin í skólamálum heldur áfram. Frístundaheimilin hafa sannað gildi sitt, og nú þróum við þau enn frekar. Við höfum þegar lækkað leikskólagjöldin um 25% á þessu ári, en áður hafði verið lækkað mikið hjá fimm ára börn- um. Næstu skref eru að barn sem byrjar í leikskóla í haust borgar 800 þúsund krónum minna fyrir leikskólagöngu sína í heild en ella! Með gjaldfrjálsum leikskóla fær barnafólk skattfrjálsa 30 þúsund króna kjarabót á mánuði. Höfundur er þriðji maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Burt með skutlið UMRÆÐAN FJÖLSKYLDUMÁL STEFÁN JÓN HAFSTEIN BORGARFULLTRÚI Ölvunarakstur Eyþórs Arnalds og flótti af vettvangi árekst-urs við ljósastaur er meiriháttar áfall fyrir framboð Sjálf-stæðisflokksins í Árborg. Með athæfinu varð fullkominn trúnaðarbrestur milli forystu- manns framboðsins og kjósenda. Í því ljósi var afar mikilvægt að strax og óbrenglaðri dómgreind var náð steig Eyþór fram og viðurkenndi mistök sín og dómgreindarbrest. Með því axlar hann ábyrgð á gjörðum sínum, sem hlýtur að vera eðlileg krafa við slíkar kringumstæður. Atvikið er afar dapurlegt og leiðinlegt að hæfileikaríkur maður skuli klúðra málum með þessum hætti. Mikilvægt er að hann viðurkennir mistök sín og biðst afsökunar á þeim, því þegar til lengri tíma er litið skiptir það afar miklu máli ef vinna á traust á ný. Menn eru breyskir og iðrun og eftirsjá er forsenda þess að tekist sé á við breyskleikana. Spurningin sem eftir stendur er hvort ekki hefði verið ástæða til að ganga skrefi lengra. Í ljósi trúnaðarbrests milli kjósenda og framboðsins þarf að vera ljóst hvort Eyþór er í kjöri eða ekki. Í yfirlýsingu Eyþórs kemur fram að hann muni draga sig út úr kosningabaráttunni og ekki taka sæti í bæjarstjórn Árborgar meðan mál hans er til meðferðar og meðan hann tekur út refs- ingu vegna þess. Þessi yfirlýsing mætti vera skýrari. Í ljósi trún- aðarbrests milli kjósenda og framboðsins þarf að vera ljóst hvort Eyþór er í kjöri eða ekki. Þegar slíkur brestur verður milli stjórnmálamanns og kjósenda er einungis ein leið til að endur- nýja sambandið. Það er með kosningum. Eyþór þarf að sækja nýtt umboð til kjósenda sinna. Það gerir hann ekki í þessum kosningum, en gæti hugsanlega gert það síðar. Hluti af því að axla ábyrgð er að víkja þar til nýtt umboð er fengið. Ekkert er útilokað í því að menn sæki sér nýtt umboð og endurnýi trúnaðarsamband við kjósendur. Slíkt hefur gerst áður, enda engin ástæða til að kveða upp siðferðilegan lífstíðardóm yfir þeim sem renna á svelli dyggðanna. Almennt séð eru Íslendingar afar umburðarlyndir og gera ekkert sérstaklega miklar kröfur til stjórnmálamanna í siðferði- legum efnum ef miðað er við margar aðrar þjóðir. Við mættum sem borgarar og kjósendur gera ríkari kröfur. Hitt er svo annað að í mörgum nágrannalöndum okkar eru stjórmálamenn settir undir mæliker sem ekki er eftirsóknarvert. Einkalíf þeirra er þá sett undir smásjá og fátt skilið undan. Slíkt er ekki til eftir- breytni og jafnvel þótt agavald almennings mætti vera meira felast miklir kostir í umburðarlyndi kjósenda gagnvart mistök- um og jafnvel afglöpum stjórnmálamanna. Það er mikilvægt að axla ábyrgð og að því leyti hefur Eyþór stigið fram með skýrum hætti og viðurkennt dómgreindarleysi og beðist afsökunar. Það er honum til sóma, en hann ætti ekki að snúa til baka fyrr en hann hefur endurnýjað samband við kjós- endur með formlegum hætti. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Brot Eyþórs Arnalds er áfall fyrir sjálfstæðisfólk í Árborg: Ætti að ganga skrefinu lengra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 130. tölublað (16.05.2006)
https://timarit.is/issue/271784

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

130. tölublað (16.05.2006)

Aðgerðir: