Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 36
8 ■■■■ { útskrift 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Margir mennta- og fjölbrautaskólar halda í þá hefð að dimmitera áður en lokapróf eru þreytt. Þá klæða nemendur sig í alls konar búninga, kveðja kennarana sína og skemmta sér saman. Hefðin á sér langa sögu en orðið dimissio er dregið af lat- neska orðinu dimitto sem þýðir að senda burt. Hver skóli hefur sinn háttinn á og víða þekkist það til að mynda að útskriftarnemar aki um í halarófu á traktorum og skreyttum heyvögnum. Í höfuðborginni myndi slík hersing líklega ekki vekja lukku í umferð- inni. Oft er mikið lagt í búningana og hóparnir leggja áherslu á að vera sem frumlegastir. Dagurinn er öllum eftir- minnilegur og um kvöldið skemmtir útskriftarhópurinn sér saman. Síðan tekur próflesturinn við. Menntaskólalífið kvatt Dimissio er gamall siður í mörgum menntaskólum. Nemendur úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar á Dimissio. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MH ingar að dimmitera. Dimissio-búningarnir eru oft ansi veglegir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þessir hressu MH-ingar brugðu á leik fyrir ljósmyndara. FRÉTTABLAÐIÐ/PÉTUR Á útskriftardaginn er við hæfi að draga fána að húni, enda dagur- inn einstakur. Menn þurfa þó að hafa fánalögin í huga og muna að taka fánann niður í lok dags. Hér á eftir eru nokkur atriði sem er að finna í íslensku fánalögunum og þurfa allir að fylgja þeim eftir. Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi uppi vera lengur en til miðnættis. - Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis. Fáninn er svokallaður kross- fáni eins og fánar allra hinna Norðurlandanna eru. Hann er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum. Hlutföllin í litum fánans eru, talið lárétt frá stöng: 7-1-2-1- 14, en lóðrétt meðfram stöng eru þau 7-1-2-1-7. Þannig er breidd fánans 18/25 af lengd hans sam- kvæmt 1. grein fánalaga. Samkvæmt fánalögum verða allir fánar dregnir á fánastöng að vera í góðu ástandi, lögreglan má gera upptæka alla fána sjáanlega á opinberum stöðum sem ekki sam- ræmast íslenskum fánareglum. Ströng lög gilda um þá virðingu sem sýna ber þjóðfána Íslendinga og getur það varðað sektum eða fangelsi í allt að eitt ár séu fána- lögin brotin. Íslensku fánalögin FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.