Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 16. maí, 136. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.10 13.24 22.41 Akureyri 3.35 13.09 22.45 Háþrýstingssjúklingar ná flestir ekki þeim meðferðarmarkmiðum sem mælt er með. Þetta kemur fram í nýrri íslenskri rannsókn. Læknar segja þessar niðurstöður kalli á heildræna endurskipu- lagningu á meðferð sjúklinga með háþrýsting í heilsugæslu. Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst í þessari viku. Á viðburðinum, sem er hátíð fyrir tískuspekúlanta, skarta stjörnurnar og kvikmynda- gerðarfólk sínu fegursta. Myndir af fallegum fötum verður hægt að finna á www. style.com og www. vogue.co.uk. Landlæknir hefur áhyggjur af þróun mála á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann segir vandamálin þar ekki ný af nál- inni heldur langvinn. Kvörtunum hefur ekki fjölgað en þær eru stöðugar. Vandinn er í umræð- unni og landlæknir fagnar því að starfsfólk LSH sé farið að taka virkari þátt í umræðunni. ALLT HITT [ HEILSA TÍSKA ] Aikido er afar spennandi íþrótt sem allt of fáir kannast við. Alexander Óðinsson er einn helsti afreksmaður landsins í sjálfsvarnarlistinni en hann heldur brátt til Japans í þjálfunarbúðir. „Aikido er japönsk sjálfsvarnarlist, sem varð til fyrir um áttatíu árum. Hún gengur fyrst og fremst út á að nýta sér krafta and- stæðingsins gegn honum. Tæknin sjálf skiptir því meira máli en kraftur eða stærð. Aikido er með yngstu sjálfsvarnar- listum sem til eru í dag, en hefur nær sömu forsögu og Jiu-jitsu,“ útskýrir Alexander. Hann segir jafnframt að Aikido skeri sig helst frá öðrum sjálfsvarnarlistum að því leyti að hún snúist um að komast frá árás án þess að meiða andstæðinginn. „Þetta er mjög mikilvægur punktur af því að allt sem við gerum gengur út á að bera virð- ingu fyrir þeim sem ræðst að okkur. Fyrst og fremst reynum við samt að vernda okkur sjálf en síðan að vernda mótherjann þannig að hann meiði sig ekki frekar.“ Alexander hefur stundað Aikido í fjögur ár en hann byrjaði eftir að hafa séð mynd- band þar sem sjálfsvarnarlistin var kynnt. „Mér fannst tæknin svo flott og flæðandi.“ Alexander segist enn vera að læra nýja hluti á hverri æfingu en hann er á leið til Japans eftir tvær vikur. „Þar ætla ég að æfa með japönskum meistara sem lærði af upphafsmanni Aikido.“ Alexander æfir að jafnaði um fjórum til fimm sinnum í viku en hvað hafa þessar stífu æfingar undanfarin ár gefið honum? „Líkamlega er það án efa töluverð liðkun. Ég byrjaði í þessu sem kraftakall en síðan hef ég liðkast verulega og hef meira vald yfir eigin líkama. Maður er orðinn mýkri án þess að verða beint aumari. Síðan er frá- bært fyrir andlegu hliðina að æfa, sérstak- lega í fræðum þar sem þú ert sérstaklega hvattur til þess hugsa um hvað þú ert að gera,“ segir hinn ákveðni Alexander að lokum. steinthor@frettabladid.is Hefur meira vald yfir eigin líkama Aikido er japönsk sjálfsvarnarlist, sem varð til fyrir áttatíu árum. Hún gengur fyrst og fremst út á að nýta sér krafta andstæðingsins gegn honum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA – Kröftugt ofnæmislyfLóritín® Notkunarsvi›: Lóritín inniheldur virka efni› lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun vi› algengustu tegundum ofnæmis. Lyfi› er ætla› vi› frjókorna- og d‡raofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varú›arreglur: Gæta flarf sérstakrar varú›ar hjá börnum me› alvarlega n‡rna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar me› skerta lifrarstarfsemi flurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín flolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnflurrkur og höfu›verkur. Svimi getur einnig komi› fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg a› flyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfi› er ekki ætla› börnum yngri en 2ja ára. Lesi› vandlega lei›beiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04HV ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A C TA V IS 5 0 5 0 3 1 HJÚKRUNARRÝMUM VERÐUR FJÖLGAÐ VIÐ HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURLANDS. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að hjúkrunarrýmum við Heilbrigðisstofnun Suðurlands verði fjölgað. Þetta verður gert með því að byggja þriðju hæðina í viðbyggingu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en í fyrstu áttu hæðirnar að vera tvær. Á 3. hæðinni er fyrirhugað að verði 20 til 24 vistrými sem bætast við þau 19 rými sem verða á 2. hæð viðbyggingar og er þá miðað við að einmennt verði í öllum stofum. Undanfarið hálft annað ár hafa staðið yfir framkvæmdir við viðbyggingu við Sjúkrahúsið á Selfossi. Í þessari viðbyggingu var fyrirhugað að heilsugæslustöð yrði á 1. hæð, en hjúkrunardeild fyrir aldraða á 2. hæð. Framkvæmdir við uppsteypu hússins og innréttingu hjúkrunardeildar voru boðnar út í október 2004 og gerður um það verksamningur við JÁ-verktaka. Verklok samkvæmt þessum samningi eru 1. febrúar 2007. Fleiri hjúkrunarrými á Selfossi FLAK ER SAMBLAND AF FRISBÍ OG BLAKI Reglulega hittast nokkrir strákar á Miklatúni og spila íþrótt sem þeir bjuggu til og kalla flak. HEILSA 2 Á TÍSKUVIKU Í MIAMI Margt hefur breyst í tískunni í Miami síðan Don Johnson sprangaði þar um á níunda áratugnum. TÍSKA 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.