Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 32
„Það er búið að breyta kerfinu í Verslunarskólanum núna en þetta var þannig að allir byrjuðu á almennri braut fyrsta árið og svo var hægt að velja úr nokkrum brautum. Þar valdi ég viðskipta- braut sem síðan skiptist í almenna, viðskipta- og hagfræðibraut og ég valdi þá síðastnefndu. Ástæðan fyrir því var að þar er meiri stærð- fræði og lærir maður til að mynda meira í rekstrarhagfræði. Ég er mjög sáttur við þetta nám og hefur þetta gengið mjög vel hjá mér,“ sagði Andri Janusson sem er að útskrifast úr Verslunarskóla Íslands. „Ég mæli hiklaust með þessu námi, það er mjög skemmtilegt en þetta er þó mikil vinna og það þarf að hafa fyrir þessu. Það fer mikill tími í heimalærdóm hjá mér en ég hef samt alveg náð að hafa einnig tíma fyrir fótboltann og önnur áhugamál,“ sagði Andri en hann telur að það mikla félagslíf sem boðið er upp í Versló hafi ekki náð að trufla nám hans. „Það er alltaf eitthvað að ger- ast í félagslífinu en maður ræður að sjálfsögðu alveg hve mikinn þátt maður tekur í því. Svo er þetta einnig þannig að maður getur eig- inlega alltaf stundað félagslífið á þeim tíma sem hentar manni best. Samheldnin í skólanum er mikil og hefði ég ekki viljað vera án bekkjarkerfisins. Ég hugsaði reyndar ekki út í það þegar ég valdi skólann upphaflega heldur var það aðallega námið þar sem hentaði mér. En eftir að hafa kynnst því þykir mér bekkj- arkerfið eiginlega nauðsynlegt,“ Andri ætlar ekki að halda stór- vægilega veislu í tilefni af útskrift sinni en fagnar þessum áfanga í faðmi fjölskyldunnar og kærustu sinnar á Álftanesinu. Hann stefnir næst á stærðfræði í Háskóla Íslands. „Í framtíðinni hyggst ég starfa við eitthvað stærðfræðitengt. Ég hef eiginlega alla mína tíð haft mikinn áhuga á stærðfræði og er að finna mig vel í þannig námi,“ sagði Andri Janusson. Bekkjarkerfið nauðsynlegt Andri Janusson er að útskrifast af hagfræðibraut Verslunarskólans. ■■■■ { útskrift 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Verslunin Jack & Jones/Selected í Kringlunni selur föt fyrir karla á öllum aldri, annaðhvort óformlegan klæðnað fyrir menn á aldursbilinu 15-25 eða föt í fínni kantinum fyrir þá sem eru eldri. Róbert Róbertsson, verslunarstjóri Jack & Jones/Select- ed, telur að þegar velja eigi föt fyrir útskriftina séu báðar leiðir hentug- ar, enda ekki sama íhaldssemi ríkj- andi í karlatísku og áður. Róbert segir fyrst frá því að lágt verðlag setji Jack & Jones/Select- ed í ákveðna sérstöðu hérlendis. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa vörurnar okkar á góðu og viðráðanlegu verði fyrir neyt- endur. Við erum til dæmis með mikið af fallegum skyrtum í skærum litum sem eru alveg frá 2.990 kr. og upp úr. Þess má reyndar geta að slíkar skyrtur eru einmitt mikið í tísku núna ásamt litsterkum bolum, bæði í línunni frá Jack & Jones og Selected. Litskrúðugar flíkur verða áberandi í sumar.“ Af þeim fatnaði sem Róbert segir að sé sérstaklega í boði fyrir útskriftarnema, má nefna að Jack & Jones/Selected selur tíu gerðir jakkafata. „Það er því hægt að velja um ólíkan stíl í lit, efni og sniði. Jakkaföt eru náttúrlega klassísk og hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina,“ segir Róbert. „Fyrir þá sem vilja hins vegar ekki vera of fínir, ef svo má að orði kom- ast, þá eigum við líka gott úrval af hversdagslegri klæðnaði,“ bætir hann við. „Það þarf ekki endilega að vera í jakkafötum við útskrift heldur má alveg klæðast stök- um jakka, skyrtu og fallegum buxum. Við erum til að mynda með þröngar og fínlegar, svartar gallabuxur í búðinni, sem eru töff við jakka, skyrtu og bindi.“ Þá skiptir ekki síður máli að vera vel skóaður á útskriftardag- inn. Verslunin selur herraskó undir merki Selected, sem eru yfirleitt á verðbilinu 6.990 kr. og upp í 12.990 kr. samkvæmt Róbert. „Menn geta valið um nokkuð ólíkar skógerðir í búðinni,“ segir hann. „Við erum til dæmis með támjóa leðurskó, sem njóta enn mikilla vinsælda og virð- ast ekki vera á leið úr tísku. Svo fást líka skór í versluninni, sem eru úr leðurlíki og ekki eins támjóir.“ Fyrir þá sem eru að útskrif- ast gefur Róbert þau ráð að vera ófeimnir við að blanda litum saman, þar sem full- komins samræmis í fata- vali sé ekki krafist eins og oft áður. „Svo er bara að mæta í búðina og kíkja á úrvalið, en starfsfólkið okkar er alltaf tilbúið að veita viðskiptavinum góð ráð í fatavali,“ segir hann að lokum. Falleg útskriftarföt á góðu verði Gott fataúrval fyrir karla í versluninni Jack & Jones/Selected. Sand Blazer jakkaföt sem fást í Jack & Jones/Selected. Jakkinn er á 9.900 kr. og buxurnar 5.990 kr. Malaga skyrta á 2.990 kr., hvítt bindi á 2.990 kr., belti á 3.990 kr. og dökkbrúnir Cloud skór á 7.490 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Menn þurfa ekki alltaf að klæðast jakkafötum við útskrift eins og sést á þessari mynd. Juve vesti á 4.990 kr., Pelle skyrta á 4.990 kr. og bindi á 2.990 kr., Lois gallabuxur á 7.990 kr., belti á 3.990 kr. og Michael skór á 10.900 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Eitt af því sem fylgir útskriftardeginum er að velja sér föt fyrir daginn. Fyrir stelpurnar koma kjólarnir mjög sterkt inn þetta árið þar sem þeir eru mjög vinsælir í tískunni um þessar mundir. Svörtu og hvítu litirnir eru alltaf mjög einkenn- andi fyrir útskriftardaginn, enda eru það litirnir á stúdentskollinum. Þó er litagleðin orðin meiri og meiri með hverju árinu enda lífgar það svo upp á hópinn og er svo vorlegt og skemmti- legt. Hérna eru nokkrar hugmyndir að fal- legum útskriftarfötum sem eru bæði vor- leg og fín auk þess sem hægt er að nota þau aftur við önnur tilefni. Sætur kjóll með hvítum grunni, sem fer vel við húfuna, og bláum blómum, sem gera hann vorlegan og sætan. Fallegur hvítur kjóll með svörtu mynstri sem eru aðallitir útskriftarinnar. Kjólarnir vinsælir Svart er alltaf klassískt og undirstrikar hvíta kollinn vel. Nettur ljósbleikur kjóll sem er mjög kvenlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.