Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 22
[ ] Reglulega hittast nokkrir strákar á Miklatúni og spila íþrótt sem þeir kjósa að kalla flak. Íþróttin er blanda af blaki og frisbí. Íþróttin er uppfinning strákanna sjálfra og eftir því sem þeir best vita spila engir aðrir flak. Þeir deila sín á milli um hver sé hinn raun- verulegi upphafsmaður en þar sem niðurstaða hefur ekki náðst verður þeim sem hópi tileinkuð íþróttin. „Við vorum bara að kasta frisbídisk á milli okkar á Miklatúni og sáum blakvöllinn,“ segir Sigurgeir Finns- son, einn af forsprökkum strák- anna. „Okkur datt í hug að prófa hvernig væri að kasta diskinum yfir net og þannig byrjaði flak.“ Reglurnar í flaki eru nokkuð á reiki en í grundvallaratriðum eru þær eins og í blaki. Í stað bolta er notaður frisbídiskur en markmiðið er það sama, að koma disknum í jörðina á vallarhelmingi andstæð- inganna. Diskinum er hent yfir netið í uppgjöf og andstæðingarnir reyna að grípa hann. Þegar þeir hafa gripið diskinn má sá sem held- ur á honum ekki færa sig úr stað heldur kastar hann diskinum aftur yfir netið. Varðandi helmingaskipti stendur eftirfarandi í 7. grein opin- beru flakreglanna: - Er annað liðið nær 8 stigum skal skiptast á leikhelmingum. Óski keppandi þess er honum heimilt að taka frá tíma til að losa hland, hægja á sér, blása úr nös eða reykja. Tími til þessara athafna skal þó alltaf hafður sem stystur án þess þó að hvikað sé frá almennum heilbrigð- issjónarmiðum og velsæmi. - Flak er hægt að spila allan árs- ins hring við nær allar aðstæður. „Íþróttin snýst ekki um kraft held- ur meira að plata menn með laum- um eða að láta diskinn sveigja frá leikmönnum,“ segir Sigurgeir. „Þess vegna verður leikurinn oft áhugaverður þegar það er vindur. Við erum búnir að spila úti í allan vetur og nú þegar veðrið hefur batnað hittumst við 1-2 sinnum í viku.“ Sigurgeir og félagar stunda ekki aðrar frisbííþróttir en flak. „Þetta kom bara af sjálfu sér eftir að við prófuðum fyrst. Síðan hefur íþrótt- in þróast smám saman og enn eru reglurnar að breytast,“ segir Sigurgeir en hann vill benda öllum sem áhuga hafa á heimasíðuna www.central.blog.is/flak þar sem er meðal annars að finna reglur leiksins. tryggvi@frettabladid.is Íþróttin flak er sam- bland af frisbí og blaki Flak er íþrótt sem er sambland af blaki og frisbí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hjartamagnyl geur komið í veg fyrir ýmsa hjartasjúk- dóma. Í litlum skömmtum hefur það áhrif á viðloðun blóð- flagna og getur meðal annars komið í veg fyrir blóðtappa. Ný líkamsrækt fyrir konur Betri heilsa á 30 mínútum Sumartilboð af kortum ���������� NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i›
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.