Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 52
 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 ...að 19. febrúar 1945 lentu Bandaríkjamenn á japönsku eyjunni Iwo Jima? ...að í innrásinni tóku þátt 110.000 bandarískir hermenn á 880 skipum? ...að varnarherinn samanstóð af 22.000 Japönum? ...að vörn þeirra byggðist á því að þeir voru allir grafnir niður í jörðina? ...að þeir grófu 1.500 klefa í bergið? ...að 26 km af göngum tengdu klefana? ...að hernaðartaktík Japana gaf ekkert svigrúm til að hörfa? ...að Japanir börðust til síðasta manns? ...að enginn erlendur her hafði stigið fæti á japanska jörð í 5.000 ára sögu þjóðarinnar? ...að markmið Japana var að hver hermaður þeirra dræpi tíu banda- ríska hermenn áður en hann félli sjálfur? ...að mannfall Bandaríkjamanna átti að verða svo mikið að þeir ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust á önnur japönsk landsvæði? ...að Iwo Jima var svo mikilvæg því hún var mitt á milli Bandaríkjanna og Japan? ...að byrgi Kuribayashi, hershöfðingja Japana á Iwo Jima, hafði 1,5 m þykka veggi og 3 m þykkt þak? ...að það var í jörðu niðri, 25 m inni í kletti? ...að fyrir landárásina vörpuðu Bandaríkjamenn fjölmörgum sprengjum á eyjuna? ...að þessar sprengjuárásir voru lengsta samfellda sprengjuárásin í síðari heimsstyrjöldinni? ...að árásirnar höfðu lítil sem engin áhrif? ...að bardagar stóðu í 36 daga? ...að á meðan á bardögum stóð var Iwo Jima eitt fjölmennasta svæði á jörðinni? ....að á þessum tímapunkti voru rúmlega 100.000 menn á svæði sem jafnast á við þriðjung Manhattan? ...að mannfall varð gríðarlegt? ...að einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum lést eða særðist? ...að nær allir Japanir á eyjunni létust? ...að ein af ástæðum, eða afsökunum, fyrir notkun kjarnavopna var sú að mannfall í hefðbundnum bardögum myndi verða mun meira? ...að þar miðuðu menn við reynsluna frá Iwo Jima? VISSIR ÞÚ... „Flesta daga byrja ég á því að vakna,“ kímir Ari Sigvaldason fréttamaður. „Þar á eftir hita ég einn kaffibolla á mochaccino-vélina mína áður en ég held af stað í vinnuna. Fréttastofan fundar um níuleytið á morgnana þar sem við leggjum niður mál dagsins og dreifum út verkefnum. Eftir það hefst svo fréttavinnslan. Dagurinn fer oftast í að ná í viðmælendur og bóka tökur og auðvitað reynir maður alltaf að grafa upp einhver góð skúbb. Þegar líða tekur á daginn og dregur nær útsendingu fer að magnast smá stress á fréttastofunni. Pródúsentarnir fara að reka á eftir manni og þá drífur maður sig í klippiherbergið og setur saman fréttirnar sínar. Stundum eru stór mál að í gangi sem gerast seint um daginn og þá verður ansi mikill hamagangur við að ná í hús tíman- lega til að klippa fyrir útsendingu. Ég man eftir einu skipti sem ég hljóp niður fatastandinn þegar ég hljóp inn í hús með gott mál og einu sinni fékk ég gat á hausinn innandyra og var fluttur á slysó,“ segir Ari og hlær. „Svo reynir maður að koma sér heim upp úr klukkan átta á kvöldin.“ HVUNNDAGURINN Fékk gat á hausinn Ari Sigvaldason fréttamaður hefur lent í ýmsu í amstri vinnudagsins. Sigvaldi Örn frændi hans reynir þó að gæta föðurbróður síns utan vinnu. 1. Wild Love (1995). Ein af fáum plötum Smog, sem heitir réttu nafni Bill Callahan, sem tekin er upp í almennilegu upptöku- veri. Fyrsta lag plötunnar, Bathysphere, er einnig nafn á heimasíðu tengdri söngvar- anum, www.pry.com/smog. 2. Knock Knock (1999). Upptökum á plötunni stjórnaði Jim O‘Rourke sem nýlega hætti í Sonic Youth. Lítill barnakór kemur fyrir á plötunni. Þegar platan kom út í Japan fylgdu plötunni tvö aukalög, Look Now og The Only Mother. 3. A River Ain‘t too Much to Love (2005). Nýjasta plata Callahan og á henni er hann hættur að notast við sviga um nafnið sitt. Kærastan hans, Joanna Newsom, spilar á píanó í laginu Rock Bottom Riser. Í myndbandinu við lagið I Feel Like the Mother of the World leikur Chloë Sevigny aðalhlutverkið. 4. Red Apples Fall (1997). Textar plöt- unnar fjalla meðal annars um aðskilnað hans og Cynthiu Dall en stuttu seinna byrjaði Smog með Chad Marshall, betur þekktri sem Cat Power. Jim O‘Rourke vann einnig mikið með Smog á þessari plötu. 5. Dongs of Sevotion (2000). John McEntire, aðalmaður Tortoise, sá um trommuleik á plötunni. Eftir útkoma þessarar plötu byrjaði Callahan að kalla sig Smog með sviga, (Smog). TOPP 5: SMOG F í t o n / S Í A F I 0 1 5 8 7 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.