Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 26
[ ]
Það eru allmörg ár síðan Don
Johnson spókaði sig um í
hvítum jakkafötum og bleikum
pólóbol í Miami Vice. Nú er
tískan öllu skárri þarna suður
frá eins og hönnuðurinn Adolfo
Dominguez sýndi fram á á
tískuviku í Miami.
Á tískuviku í Miami, sem fram fer
árlega aðra vikuna í maí, sýna fjöl-
margir hönnuðir víðs vegar að
vörur sínar. Hönnuðir frá Mið- og
Suður-Ameríku eru áberandi sem
og hönnuðir frá Karíbahafinu. Þar
fara fremstir í flokki, auk Dom-
inguez, José Maria Almeida frá
Venesúela, Miki Nembhard frá
Jamaíku, og Sandra Santillán frá
Argentínu svo einhverjir séu
nefndir.
Adolfo Dom-
inguez stofn-
aði klæðsker-
afyrirtæki
sitt í spænsku
borginni Our-
ense árið
1973. Fyrst
um sinn ein-
blíndi Adolfo
og synir hans
á klæðskera-
sniðin jakka-
föt. Þetta
breyttist árið
1979 þegar
fyrirtækið
setti á markað nýja línu fyrir bæði
kyn. Síðan þá hefur fyrirtækið
vaxið og dafnað og í dag rekur það
302 verslanir í Evrópu, Mið- og
Norður-Ameríku, Japan. Kína og í
Suðaustur-Asíu og eru starfsmenn
rúmlega 1.000.
Adolfo er ekki aðeins fatahönn-
uður. Hann er eini spænski fata-
hönnuðurinn sem býður upp á línu
ilmvatna undir eigin merkjum,
auk þess sem hann hefur gefið út
bækur og leikstýrt kvikmyndum.
Á tískuviku í Miami
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
IM
A
G
ES
Gömlu lummulegu fötin þín eru ekki svo lummuleg
þegar þau nýtast í þágu góðs málstaðar. Ekki henda flíkum sem
ekki eru ónýtar heldur komdu þeim á Sorpu þar sem vel er
tekið á móti þeim.