Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 38
10 ■■■■ { útskrift 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Fríður Eggertsdóttir ljósmyndari hefur um árabil starfað á Ljós- myndastofunni Svipmyndum, sem hún rekur nú og er til húsa á Hverfisgötu 50 í Reykjavík. Fríður sérhæfir sig í portrettljósmyndun, ýmist barnamyndum, fjölskyldu- myndum eða fermingarmyndum, brúðkaupsmyndum, passamyndum og síðast en ekki útskriftarmynd- um. Útskriftartímabilið er einmitt runnið upp þannig að Fríður hefur í nógu að snúast. Aðspurð hverskon- ar myndatökur njóti mestra vin- sælda segir hún að myndir í svart hvítu séu algengastar. Hún bætir við að þó séu ávallt einhverjir sem vilji fá myndir í lit. „Svarthvítar myndir eru náttúrulega klassískar, sem útskýrir aftur af hverju þær verða frekar fyrir valinu en lit- myndir,“ segir Fríður. „Svo eru allir komnir með stafrænar myndavélar, sem þeir taka mikið af litmyndum á. Þannig að fólk leitar gjarnan eftir tilbreytingu frá litmyndum þegar farið er á ljósmyndastofu,“ útskýrir hún. Aðspurð segist Fríður ekki tekið hafa tekið eftir því að almennt hafi dregið úr myndatökum á stofunni með tilkomu stafrænna myndavéla. „Ég held að fólki finnist handhægt að hafa starfræna myndavél í dag- legu lífi, en finnist síðan gott að leita til atvinnuljósmyndara við sérstök tækifæri eins og útskrift- ir,“ segir hún. Sjálf hefur Fríður ekki skipt filmu út fyrir stafræna myndavél og tekur mestallt sitt efni á 6x6 Hasseblad myndavél, sem hún telur vera þá bestu sem völ er á. Eina undantekningin sem hún gerir á því eru myndatökur fyrir heimasíður og nafnspjöld, sem eru á stafrænu formi. Fríður segir að sú breyting hafi orðið á frá því sem áður var, að fólk vilji nú vera frjálslegra á mynd- um. „Fólk vill oft ekki vera jafn uppstillt eins og tíðkaðist áður,“ segir hún. „Í dag hvet ég fólk til að koma með eigin hugmyndir, svo að persónuleiki viðkomandi aðila skíni vel í gegn. Ég minnist stráks sem tók vel í þessa hugmynd og mætti á stofuna með eldgamla, beyglaða stúdentshúfu af langafa sínum sem hann vildi láta mynda sig með. Húfuna mátti ekki laga til og hann vildi hafa hana skásetta á kollinum, þannig að merkið vísaði fram. Þetta er gott dæmi um það frjálsræði sem orðið er í mynda- tökum. Frjálsræðið leyfir auðvitað líka hefðbundnar myndatökur, sem margir kjósa enn enda útkoman oft geysilega falleg,“ segir Fríður að lokum. Meira frjálsræði í ljósmyndun en áður Fríður Eggertsdóttir ljósmyndari er á fullu í útskriftar- myndatökum. Fríður Eggertsdóttir portrettljósmyndari og eigandi Svipmynda segir meira frjálsræði ríkja í ljósmyndun en oft áður. Eigi það ekki hvað síst við um útskriftarmyndatök- ur sem eru fyrirferðarmiklar þessa daga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þótt margir kjósi myndir í svarthvítu, þá eru litamyndir enn vinsælar eins og þessi fallega mynd eftir Fríði er ágætis vitnisburð- ur um. Fríður hvetur fólk til að láta ímyndunaraflið leika lausum hala fyrir myndatökur. Telur hún að persónuleiki hvers og eins komi betur fram með þeim hætti. Mynd eftir Fríði. Ekkert er sumarlegra en blóm og vorið er akkúrat rétti tíminn til þess að gleðja útskriftarnemann og sjálf- an sig með blómum. Hvort sem þau eru keypt í blómabúð, á bensínstöð eða tínd úti í garði lífga þau upp á heimilið og koma öllum í sumar- skap. Blómin má setja í blómavasa, glös, könnur, krúsir eða bara það sem hendi er næst og hafa hvar sem er. Allt sem skiptir máli er að þau séu einhvers staðar þar sem þau sjást og gleðja sem flesta. Við útskrift er einnig fallegt að stinga blómi í hnappagatið á jakkafötun- um, og á veisluborðið. Blóm við útskrift Flestir útskriftast að vori þegar blómin eru að springa út og græni liturinn að taka yfir umhverfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.