Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. maí 2006 7 Léttar bómullarskyrtur gætu verið að komast aftur í tísku. Undanfarin misseri hafa skyrtur verið feikilega vinsælar og má þar til dæmis nefna skemmtilegar kúrekaskyrtur sem hafa verið afar áberandi. Nú eru hins vegar blikur á lofti um að svokallaðar Chambrey bómullarskyrtur séu að komast aftur í tískur. Cham- brey skyrtur eru gerðar úr léttu og yrjóttu bómullarefni sem er ofið saman. Skyrturnar voru algengastar í Suðurríkjum Banda- ríkjanna þar sem þær voru mikið notaðar sem vinnuskyrtur enda slitsterkar en samt mjög léttar. Þekktasti holdgervingur þess- ara skyrta er án efa kvikmynda- persónan ofursvala Cool Hand Luke sem Paul Newman lék á seinni hluta sjöunda áratug sein- usta aldar. Meðal tískuframleið- anda sem hafa verið að hanna skyrtur í þessum stíl má nefna bæði Calvin Klein og A.P.C. Slitsterkar en léttar Paul Newman í hlutverki sínu sem Cool Hand Luke. Jean Paul Gaultier hannar búninga Madonnu fyrir kom- andi tónleikaferðalag. Madonna og tískuhönnuðurinn Jean Paul Gaultier hafa verið vinir í átján ár. Hann hannaði til að mynda odd- hvassa brjóstahaldarann fyrir tón- leikaferðalag hennar „Blonde Ambition“ fyrir um sextán árum. Það er því ekki að undra að Mad- onna hafi snúið sér til vinar síns til að hanna á sig búninga fyrir kom- andi tónleikaferðalag sitt sem kall- ast „Confession tour“. „Hún getur verið í hverju sem er,“ sagði Gaultier í nýlegu viðtali og bætti við að dívan væri mjög upptekin af gæði efnisins. Starfsfólk Gaultiers hefur undan- farið unnið hörðum höndum við að sauma búningana fyrir fyrstu tón- leikana sem verða í Los Angeles. Hvernig svo sem búningarnir verða er ljóst að blanda af stíl Madonnu og Gaultiers klikkar ekki. Gaultier hannar á vinkonu sína Gaultier hefur áður hannað búninga á Madonnu. Nýjasta vopnið í baráttunni við appelsínuhúðina. Slim-Shape Anti-Cellulite/ Anti-Fluid Advanced Visible Contouring Serum er nýtt gel með tvöfalda virkni frá Estée Lauder. Notkun gelsins dregur veru- lega úr appelsínu- húð, mótar og grenn- ir. Gelið er borið á þau svæði sem eru með appelsínuhúð kvölds og morgna með mjúkum hringlaga hreyf- ingum og fer það hratt inn í húðina svo árangur sést fljótlega. Fallegri húð Cellulite-krem eru ómissandi hjálpar- meðul fyrir konur (og karla) sem ætla sér að stunda sund í sumar eða skella sér á sólarströnd í fríinu. Kremin eru einfaldlega borin á þá líkamshluta þar sem appelsínhúðin er til staðar, en algeng svæði eru magi, rass og læri. Að svo búnu er kremunum gefinn tími til að vinna á húðinni, með því að síast inn í hana og ráðast á fitufrumur. Útkoman er sléttari og fallegri húð. Þess má geta að innan skamms er von á nýjum og enn öflugri cellulite-kremum á snyrtivörumarkaðinn frá fyrirtækjun- um Biotherme og Lancôme. Hjálparmeðul fyrir sólarstrandaferðir Friis & Company hefur opnað nýja verslun í Kringlunni. Síðasta föstudag opnaði Friis & Company nýja verslun í Kringl- unni. Friis og Company hefur verið með verslun á Laugavegin- um í rúmt ár svo nú eru verslan- irnar orðnar tvær. Í verslunum Friis & Company er mikið úrval af töskum, skóm og öðrum fylgihlut- um. Verslunin á Laugaveginum hefur notið mikilla vinsælda síðan hún opnaði og má búast við því að ekki verði minna að gera í nýju versluninni. Mikið úrval fylgihluta Friis & Company hefur notið mikilla vin- sælda hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.