Fréttablaðið - 16.05.2006, Síða 27

Fréttablaðið - 16.05.2006, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. maí 2006 7 Léttar bómullarskyrtur gætu verið að komast aftur í tísku. Undanfarin misseri hafa skyrtur verið feikilega vinsælar og má þar til dæmis nefna skemmtilegar kúrekaskyrtur sem hafa verið afar áberandi. Nú eru hins vegar blikur á lofti um að svokallaðar Chambrey bómullarskyrtur séu að komast aftur í tískur. Cham- brey skyrtur eru gerðar úr léttu og yrjóttu bómullarefni sem er ofið saman. Skyrturnar voru algengastar í Suðurríkjum Banda- ríkjanna þar sem þær voru mikið notaðar sem vinnuskyrtur enda slitsterkar en samt mjög léttar. Þekktasti holdgervingur þess- ara skyrta er án efa kvikmynda- persónan ofursvala Cool Hand Luke sem Paul Newman lék á seinni hluta sjöunda áratug sein- usta aldar. Meðal tískuframleið- anda sem hafa verið að hanna skyrtur í þessum stíl má nefna bæði Calvin Klein og A.P.C. Slitsterkar en léttar Paul Newman í hlutverki sínu sem Cool Hand Luke. Jean Paul Gaultier hannar búninga Madonnu fyrir kom- andi tónleikaferðalag. Madonna og tískuhönnuðurinn Jean Paul Gaultier hafa verið vinir í átján ár. Hann hannaði til að mynda odd- hvassa brjóstahaldarann fyrir tón- leikaferðalag hennar „Blonde Ambition“ fyrir um sextán árum. Það er því ekki að undra að Mad- onna hafi snúið sér til vinar síns til að hanna á sig búninga fyrir kom- andi tónleikaferðalag sitt sem kall- ast „Confession tour“. „Hún getur verið í hverju sem er,“ sagði Gaultier í nýlegu viðtali og bætti við að dívan væri mjög upptekin af gæði efnisins. Starfsfólk Gaultiers hefur undan- farið unnið hörðum höndum við að sauma búningana fyrir fyrstu tón- leikana sem verða í Los Angeles. Hvernig svo sem búningarnir verða er ljóst að blanda af stíl Madonnu og Gaultiers klikkar ekki. Gaultier hannar á vinkonu sína Gaultier hefur áður hannað búninga á Madonnu. Nýjasta vopnið í baráttunni við appelsínuhúðina. Slim-Shape Anti-Cellulite/ Anti-Fluid Advanced Visible Contouring Serum er nýtt gel með tvöfalda virkni frá Estée Lauder. Notkun gelsins dregur veru- lega úr appelsínu- húð, mótar og grenn- ir. Gelið er borið á þau svæði sem eru með appelsínuhúð kvölds og morgna með mjúkum hringlaga hreyf- ingum og fer það hratt inn í húðina svo árangur sést fljótlega. Fallegri húð Cellulite-krem eru ómissandi hjálpar- meðul fyrir konur (og karla) sem ætla sér að stunda sund í sumar eða skella sér á sólarströnd í fríinu. Kremin eru einfaldlega borin á þá líkamshluta þar sem appelsínhúðin er til staðar, en algeng svæði eru magi, rass og læri. Að svo búnu er kremunum gefinn tími til að vinna á húðinni, með því að síast inn í hana og ráðast á fitufrumur. Útkoman er sléttari og fallegri húð. Þess má geta að innan skamms er von á nýjum og enn öflugri cellulite-kremum á snyrtivörumarkaðinn frá fyrirtækjun- um Biotherme og Lancôme. Hjálparmeðul fyrir sólarstrandaferðir Friis & Company hefur opnað nýja verslun í Kringlunni. Síðasta föstudag opnaði Friis & Company nýja verslun í Kringl- unni. Friis og Company hefur verið með verslun á Laugavegin- um í rúmt ár svo nú eru verslan- irnar orðnar tvær. Í verslunum Friis & Company er mikið úrval af töskum, skóm og öðrum fylgihlut- um. Verslunin á Laugaveginum hefur notið mikilla vinsælda síðan hún opnaði og má búast við því að ekki verði minna að gera í nýju versluninni. Mikið úrval fylgihluta Friis & Company hefur notið mikilla vin- sælda hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.