Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.05.2006, Qupperneq 2
2 20. maí 2006 LAUGARDAGUR 2 sæti SPURNING DAGSINS Benedikt, er þetta stutterma- sund? „Nei, þetta er langermasund svo það er best að fara að bretta upp.“ Sjósundkappinn og listamaðurinn Benedikt Lafleur ætlar að synda yfir Ermarsund í sumar fyrstur Íslendinga. SAMGÖNGUR Umhverfisráð Reykja- víkur hefur samþykkt að hefja undirbúning að smíði og uppsetn- ingu upphitaðra biðskýla á fjöl- förnum biðstöðvum strætisvagna í Reykjavík. Unnið verður að málinu í sam- starfi við framkvæmdasvið borg- arinnar, Strætó bs. og eftir atvik- um við það einkafyrirtæki sem gert hefur samning við Reykja- víkurborg um uppsetningu og rekstur biðskýla. Markmið verk- efnisins verður að reisa biðskýli sem henta íslenskri vetrarveðr- áttu, halda vatni og vindum og eru auk þess upphituð. Stefnt er að því að fyrstu skýlin verði tekin í notk- un ekki síðar en haustið 2007. - jss STRÆTÓSKÝLI Haustið 2007 verða upphit- uð strætóskýli tekin í notkun. Umhverfisráð Reykjavíkur: Upphituð strætóskýli DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur úrskurðaði í gær fimm fíkni- efnasmyglara í áframhaldandi gæsluvarðhald. Þrír Íslendingar og Hollendingur reyndu að smygla inn rúmum 25 kílóum af hassi og amfetamíni í bensíntanki bifreið- ar og var þeim gert að sitja áfram inni til 2. júní. Þá var í gær framlengt gæslu- varðhald yfir litháískum karl- manni sem tekinn var á Keflavíkur- flugvelli í byrjun árs með flöskur með fljótandi amfetamíni í fórum sínum. Tveir Litháar til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar á smygli á fljótandi amfetamíni. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Framlengt á fimm menn HÚSNÆÐISLÁN Stóru viðskiptabank- arnir fjórir hafa hækkað vexti á húsnæðislánum. Glitnir, Lands- bankinn og Spron hafa hækkað vexti á húsnæðislánum í 4,90 pró- sent en Kaupþing banki veitir nú lán með 4,75 prósenta vöxtum. Vaxtahækkunin tekur gildi á mánudag. Vextir á húsnæðislánum bank- anna hafa hækkað um ríflega hálft prósentustig á einu ári. Lengi vel veittu bankarnir húsnæðislán með 4,15 prósenta vöxtum en vextir fóru að hækka síðasta haust og voru 4,15 til 4,35 prósent í desem- ber. Það var þó ekki fyrr en í mars sem þeir tóku mesta kippinn og eru nú komnir í 4,75-4,90 prósent. Sérfræðingar á fjármálamarkaði telja að þeir eigi eftir að hækka enn frekar þó að það verði kannski ekki mikið. Ólafur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri hjá SPRON, segir að markaðurinn sé að mettast og mun minni eftirspurn sé eftir íbúðalánum nú en áður, en eftir- spurnin hafi verið einstaklega mikil á síðasta ári. Þetta sé afleið- ing af því sem hafi verið að gerast í þjóðfélaginu og mikillar þenslu undanfarinna ára. Hjá Glitni hefur eftirspurnin fyrstu þrjá mánuði þessa árs dregist saman um fimm- tíu prósent miðað við fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. „Stýrivaxtahækkanir Seðla- bankans hafa áhrif á verðtryggð og óverðtryggð lán. Þróunin er upp á við á skuldabréfamarkaði og við erum bara að elta hana. Þetta er fyrst og fremst afleiðing af aukinni verðbólgu og stefnu Seðla- bankans. Seðlabankinn hefur verið að stýra verðbólguþróuninni á þessu þenslutímabili og nú erum við væntanlega farin að sjá áhrif- in. Fólk er farið að hægja á neyslunni og það dregur úr eftir- spurn,“ segir Ólafur. Viðskiptabankarnir hafa verið að lækka lánshlutfall íbúðalána og herða skilyrðin. Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing banki miða hæst við 70 prósenta lánshlutfall nú en Spron miðar við 80 prósent. Hjá Spron hefur eftirspurn eftir íbúðalánum í erlendri mynt aukist og segir Ólafur að í slíkum tilfell- um sé miðað við 60 prósenta láns- hlutfall. Fólk sé hvatt til að fara varlega í slíkum lántökum. Höfuðstóll lána hefur hækkað verulega síðustu misseri. 10 millj- óna króna lán sem tekið var til 40 ára hjá Kaupþingi banka í júní í fyrra hefur hækkað um tæpa hálfa milljón. ghs@frettabladid.is Vextir á íbúðalánum hafa snarhækkað Stóru viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á húsnæðislánum í 4,90 prósent nema Kaupþing banki sem veitir íbúðalán með 4,75 prósenta vöxtum. Bankarnir hafa lækkað lánshlutfallið í 60-80 prósent og hvetja lántakendur til að fara varlega. ÍBÚÐARBYGGÐ Í FOSSVOGI Hægt hefur á þenslu á húsnæðismarkaðnum undanfarna mánuði. Húsnæðisvextir ■ Landsbankinn ■ Glitnir ■ Kaupþing banki ■ SPRON 4,15% 4,45% 4,90% 4,75% Þróunin frá áramótum 1. jan. 15. mars 31. mars 1. apríl 21. maí HEILBRIGÐISMÁL Ekki er vitað hver kostnaður verður við þær aðgerð- ir sem hrint hefur verið af stað til að létta álagi af Landspítalanum, að sögn Magnúsar Péturssonar forstjóra. Eitt af verkefnum for- ráðamanna spítalans er að kanna hvað þær muni kosta. „Það kostar allt peninga. Kostn- aðarliðurinn lendir væntanlega á borði fjármálayfirvalda,“ segir Magnús. „Fyrsta spurningin var þó ekki um kostnað, heldur hvað væri hægt að gera í stöðunni. Við- fangsefnið var tvíþætt. Annars vegar var að létta á yfirlegunum og gangalegunum og flæðinu almennt, þannig að sjúklingar gætu komist út af spítalanum. Hitt var skortur á starfsfólki. Þessi tvö mál ræddum við við heilbrigðis- ráðherra á miðvikudag. Út úr því komu nokkur atriði sem okkur var falið að vinna. Þar ber hæst að leita til hjúkrunarheimila og ann- arra heilbrigðisstofnana um hvort þau geti tekið á móti sjúklingum sem eru betur komnir þar. Þær viðræður eru hafnar. Hitt er að heilsugæslunni í Reykjavík og spítalanum var falið að móta til- lögur um hvað væri hægt að gera meira fyrir fólk í heimahúsum. Til þess höfum við viku.“ Magnús segir að trúlega verði auglýst eftir fleira starfsfólki, hjúkrunarfræðingum og sjúkra- liðum erlendis, sem komi þá hing- að á einstaklingsgrundvelli. - jss MAGNÚS PÉTURSSON Aðgerðir til að létta álagi af LSH eru komnar á fullt skið. Fundað með ráðherra vegna aðgerða til að létta álagi af Landspítalanum: Ekki vitað um kostnaðinn FUGLAFLENSA Fuglaflensa hefur fundist í fyrsta sinn í alifuglum í Danmörku, kom fram á fréttasíðu Politiken á fimmtudag. Veira af gerðinni H5 fannst í fuglum frí- stundabónda á Fjóni, en bóndinn lætur fugla sína ganga úti. Mat- vælaeftirlitið hefur látið slátra öllum fuglum bóndans og hafa bærinn og næsta nágrenni verið sett í sóttkví. Enn hefur ekki verið gengið úr skugga um að veiran sé af mannskæða afbrigðinu H5N1, en verið er að rannsaka veiruna. Eru Danir uggandi yfir áhrifum þessara frétta á danskan landbún- að. Jafnframt sögðust heilbrigðis- yfirvöld í Indónesíu hafa fundið H5N1-veiruafbrigðið í svínum á Súmötru. Hafa yfirvöld þar beðið um alþjóðaaðstoð vegna ástands- ins, en þar í landi hafa 32 manns týnt lífi vegna flensunnar. Undanfarna mánuði hafa far- fuglar borið flensuna frá Asíu til minnst tíu landa í Evrópu og Afr- íku. Minnst 115 manns hafa látist úr flensunni síðan árið 2003, flest- ir í Asíu, samkvæmt tölum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar. - smk Fuglaflensan heldur áfram að dreifa sér í Evrópu: Fuglaflensa greinist á Fjóni FUGLAR Fuglasölumaður við störf á fuglamarkaði í Djakarta á Indónesíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GAZA-BORG, AP Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas-samtakanna, var í gær stöðvaður af öryggis- sveitum Palestínumanna á landa- mærum Gaza-svæðisins og Egyptalands með jafnvirði nærri sextíu milljóna króna, sem hann hugðist smygla inn á Gaza-strönd. Öryggisverðirnir, sem eru hlið- hollir Mahmoud Abbas Palestínu- forseta, gerðu féð upptækt. Fjár- skortur Hamas-stjórnarinnar hefur aukið enn á spennu milli hennar og forsetans. - gb Talsmaður Hamas: Stöðvaður á landamærum SAMI ABU ZUHRI Talsmaður Hamas í fylgd palestínskra öryggisvarða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LEIT Umfangsmikilli leit að Pétri Þorvarðarsyni sem fara átti fram um helgina með þátttöku björgun- arsveita af öllu landinu hefur verið frestað til fimmtudags í næstu viku vegna veðurs og lélegra leitarskilyrða. Péturs hefur verið leitað árangurslaust á Möðrudals- öræfum alla daga síðan lýst var eftir honum á sunnudag. Björgunar- sveitir af Norður- og Austurlandi munu um helgina leita áfram á þeim svæðum sem hægt er að leita á. Leitað verður í nágrenni Gríms- staða á Fjöllum. - sh Leitin að Pétri Þorvarðarsyni: Frestað vegna lélegra skilyrða DÓMSMÁL Málflutningur í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu og Kára Jónassyni ritstjóra, vegna frétta sem birtust í blaðinu í september í fyrra, fór fram í Hæstarétti í gær. Í héraðsdómi voru Fréttablaðið og Kári sýknuð af öllum kröfum stefnanda og refsikröfum vísað frá dómi. Þá var kröfu um stað- festingu lögbanns synjað. Mál- flutningur stóð yfir í þrjá tíma í gær og skipuðu fimm hæstarétt- ardómarar dóminn; Gunnlaugur Claessen, Markús Sigurbjörnsson, Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Árni Kolbeinsson. Lögmaður Jónínu er Hróbjartur Jónatansson en lögmaður Fréttablaðsins er Jón Magnússon. - aöe Jónína Benediktsdóttir: Með mál fyrir Hæstarétt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.