Fréttablaðið - 20.05.2006, Page 6
20. maí 2006 LAUGARDAGUR
SAMGÖNGUMÁL Laugavegssamtökin
og Þróunarfélag miðborgarinnar
hafa sent frá sér yfirlýsingar þar
sem fyrirætlunum borgarstjórnar
um að fækka bílastæðum í mið-
borginni er mótmælt harðlega.
Í nýrri samgöngustefnu borgar-
innar er vitnað í þróunaráætlun frá
árinu 1999 þar sem segir að „fækka
skuli bílastæðum í göturými í mið-
borginni“. Í ályktun sinni segist
stjórn Laugavegssamtakanna
„furða sig á því, að nú þegar mið-
borgin er að ná sér eftir áralanga
lægð, skuli borgaryfirvöld veitast
að henni með þessum hætti“. Sam-
tökin segja einkabílinn vera ferða-
máta Íslendinga og að nær væri að
fjölga stæðum en fækka þeim ef
styrkja eigi miðborgina.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
umhverfisráðs Reykjavíkur, segir í
yfirlýsingu sem hann sendi frá sér
í gær að stefnan sé byggð á Þróun-
aráætlun miðborgar sem hags-
munaaðilar í miðborginni hafi
meðal annarra átt þátt í að móta.
Hvergi í stefnunni sé það markmið
sett fram að fækka bílastæðum í
miðborginni, einungis að þau fari í
vaxandi mæli í bílastæðahús.
Þróunarfélag miðborgarinnar
segir samþykktina aðför að rekstri
í miðborginni. Það fagnar því að
fjölga eigi bílastæðum í bílastæða-
húsum, en segir það ekki mega
verða til þess að öðrum stæðum sé
fækkað. Félagið telur þá mynd sem
dregin er upp af borgarstjórn, að
án bílastæða verði miðborgin iðandi
af mannlífi, ekki raunhæfa. - sh
Samtök í miðborginni mótmæla nýrri samgöngustefnu Reykjavíkurborgar:
Segja veist að miðborginni
BÍLASTÆÐI Fækka á bílastæðum á götum miðborgarinnar samkvæmt stefnu borgarstjórnar.
GENF, AP Nefnd á vegum Samein-
uðu þjóðanna segir að Banda-
ríkjamenn eigi að loka fangabúð-
um sínum við Guantanamo-flóa á
Kúbu og ekki nota leynileg fang-
elsi í stríði sínu gegn hryðjuverka-
mönnum.
Nefnd gegn pyntingum, sem
hefur eftirlit með framkvæmd
alþjóðasamnings Sameinuðu þjóð-
anna gegn pyntingum, sendi í gær
frá sér ellefu blaðsíðna skýrslu um
frammistöðu Bandaríkjamanna,
sem eru aðilar að samningnum.
Nefndin hefur fjölmargt við
framferði Bandaríkjamanna að
athuga. Meðal annars segir í skýrsl-
unni að Bandaríkin verði að
„útrýma“ öllum tegundum pynt-
inga, sem hermenn eða aðrir á
vegum Bandaríkjanna beita í
Afganistan, Írak og annars staðar
þar sem fangelsi eru undir banda-
rískri stjórn. Bandaríkin verði að
kanna til þrautar allar ásakanir um
pyntingar og draga þá sem hafa
gerst sekir um slíkt fyrir dóm.
Bandaríkin eiga „að hætta að
loka fólk inni við Guantanamo-flóa
og loka fangabúðunum,“ segir
einnig í skýrslunni. Áhyggjum er
meðal annars lýst af því að föng-
um sé haldið þar í lengri tíma án
þess að lagalegt mat liggi fyrir á
nauðsyn þess. Einnig verði Banda-
ríkjamenn að gæta þess að senda
ekki neina fanga aftur til landa
þar sem þeir eigi á hættu að sæta
pyntingum.
Einnig verði bandarísk stjórn-
völd að „kanna og upplýsa um til-
vist“ allra leynilegra fangelsa og
hvernig meðferð fangar þar sæta.
Nefndin, sem skipuð er tíu
sjálfstæðum sérfræðingum, gerir
einnig athugasemdir við ástandið í
fangelsum innan Bandaríkjanna,
sérstaklega hvað varðar kynferð-
islegt ofbeldi gagnvart föngum.
Einnig þurfi að huga sérstaklega
að stöðu kvenna og barna sem
sitja í fangelsi.
Mannréttindasamtök víða um
heim lýstu í gær ánægju sinni með
skýrsluna.
„Skilaboðin frá pyntinganefnd-
inni eru afdráttarlaus um að stefna
Bandaríkjanna og framkvæmd
hennar jafnt heima fyrir sem
erlendis brýtur þær grundvallar-
reglur sem banna pyntingar og
misþyrmingar,“ sagði til dæmis
Jamil Dakwar frá bandarísku
samtökunum American Civil
Liberties Union.
gudsteinn@frettabladid.is
FRÁ FANGABÚÐUNUM VIÐ GUANTANAMO-FLÓA Bandaríkin ættu að loka fangabúðum sínum á Kúbu, segir nefnd á vegum Sameinuðu
þjóðanna í skýrslu sinni.FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Hafa staðið sig illa
Bandaríkjamenn standa sig engan veginn í að framfylgja alþjóðlegum samningi
gegn pyntingum, að því er segir í nýrri úttekt nefndar á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Lögð er áhersla á að pyntingum verði hætt og fangabúðunum á Kúbu lokað.
BYGGÐAMÁL „Frumvarp iðnaðar-
ráðherra er á forræði iðnaðar-
nefndar Alþingis og þess vegna er
það með endemum ósvífið að ráð-
herrarnir séu í hrossakaupum sín
á milli um breytingar á byggða-
og nýsköpunarfrumvarpinu án
vitundar nefndarmanna,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna. „Sem þing-
ræðissinna rennur mér þetta ráð-
herraræði til rifja. Þetta lítur æ
meira út eins og hér sitji ríkis-
stjórnarbundið þing.“
Með breytingum freistar Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra þess að efla fylgi við frum-
varpið. Áform um að tengja
byggðamál við tæknirannsóknir
og nýsköpun hafa mætt andstöðu í
röðum þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins.
„Þessi vinnubrögð eru í stíl við
annað sem frá iðnaðarráðherra
hefur komið í þessu máli og fleir-
um í vetur,“ segir Helgi Hjörvar,
Samfylkingunni, en hann á sæti í
iðnaðarnefnd. „Hún tilkynnir úti í
bæ um breytingar á málum sem
eru í meðförum þingnefndar.
Þetta er fyrir neðan allar hellur
og ég sé ekki hvernig ráðherrann
ætti að geta fengið frið um málið
nema með því að gefast alveg upp
á því að gera nýsköpun og tækni-
rannsóknir á Íslandi að byggða-
stefnu Framsóknarflokksins,“
segir Helgi. - jh
Ósvífið að breyta frumvarpi án samráðs við þing, segir formaður Vinstri grænna:
Blómstrandi ráðherraræði
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Sem þing-
ræðissinna rennur mér þetta ráðherraræði
til rifja.“
Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100
www.plusferdir.is
Krít
Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir
ferðist saman. Brottför 22. maí.
Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Skala, flugvallarskattar og
íslensk fararstjórn.
Benidorm
Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir
ferðist saman. Brottför 24. maí.
Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Halley, flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
Portúgal-Albufeira
Netverð á mann miðað við
að 2-4 fullorðnir ferðist saman.
Brottför 23. maí.
Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Mirachoro, flugvallarskatt-
ar og íslensk fararstjórn.
Mallorca
Netverð á mann miðað við
að 2-4 fullorðnir ferðist saman.
Brottför 23. maí.
Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur
á Pil Lari Playa, flugvallarskatt-
ar og íslensk fararstjórn.
2 fyrir 1
TILBOÐ
Bókaðu strax besta
Plúsferðaverðið
23. maí
24. maí
22. maí 29.950kr.
29.770kr.
23. maí 29.980kr.
29.990kr.