Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 32
 20. maí 2006 LAUGARDAGUR32 Það er allt með ró og spekt á heimili Örnu Daggar Ein-arsdóttur læknis og Dags B. Eggertssonar borgarstjóraefnis í Þingholtunum og ekki virðist fyrir stressinu að fara þótt ekki sé nema vika til kosninga. „Álagið er svo sannarlega mikið, bæði á Dag og fjölskyld- una,“ áréttar Arna þó áður en blaðamaður fer að gera sér hug- myndir um annað. „Við förum eldsnemma á fætur og Dagur sést ekki fyrr en seint á kvöldin. Í prófkjörinu tók ég og stórfjöl- skyldan beinan þátt í baráttunni en núna reyni ég fyrst og fremst að veita honum andlegan stuðn- ing og sjá um heimilið þannig hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Þetta er gríðarlegt álag sem er lagt á einn mann og ég reyni losa hann sem mest undan skyldum heimilisins, sem við sinnum venjulega til jafns, og draga úr samviskubitinu sem fylgir að vera lítið með fjölskyld- unni. En við erum svo heppin að foreldrar mínir ætla að koma frá Svíþjóð og hjálpa okkur með börnin á meðan á þessu stendur, þannig að ég get vonandi bætt smá krafti við hjá honum, því þótt þetta sé erfitt er þetta líka mjög skemmtilegt.“ Ræturnar á Íslandi Arna og Dagur eiga saman tvö börn, Ragnheiði Huldu, tveggja ára og Steinar Gauta sem er að verða átta mánaða, en í júní byrj- ar Arna aftur að vinna eftir fæð- ingarorlof. Hún ólst upp í Svíþjóð; flutti fimm ára gömul út með fjölskyldu sinni og bjó þar næstu 20 árin. „Svíþjóð hefur því alltaf verið mitt annað heimili, en ég alltaf litið á mig sem Íslending og vissi að hér myndi ég búa í framtíðinni. Núna líður mér líka eins og ég hafi fundið ræturnar aftur.“ Arna er læknisdóttir en ung að árum ákvað hún að feta ekki í fótspor föður síns, þótt raunin hafi orðið önnur. „Ég reyndi svo að komast í arkitektúr, en þegar það tókst ekki ákvað ég að kýla á lækna- námið og sé ekki eftir því í dag.“ Leidd saman af grænu hári Hún er ekki aðeins læknir og læknisdóttir heldur líka læknis- frú og þótt hún og Dagur lærðu í sitthvoru landinu, leiddi námið þau óbeint saman. „Ég lærði í Sví- þjóð en systir mín á Íslandi. Hún var á sama ári og Dagur og þau voru góðir vinir. Sumarið 1998 var ég í sumarvinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu og Hulda systir var alltaf að segja mér að ég yrði að hitta þennan Dag vin sinn. Svo ákvað hún loksins að bjóða honum í mat og kynna okkur. Daginn sem við ætluðum að hittast fór Hulda í klippingu og litun en svo illa vildi til að litunin mistókst svo hræði- lega að hárið á henni varð hálf- grænt. Hún var fram á kvöld að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Það fór því svo að við Dagur hittumst bara tvö yfir kvöldverði og áttum saman indæla kvöld- stund. Eftir það varð ekki aftur snúið.“ Fyrsta árið voru Arna og Dagur í fjarsambandi, þar sem þau bjuggu hvort í sínu landinu. „Við ferðuðumst mikið á milli og þetta var mikið púsluspil. Í þrjú eða fjögur ár bjuggum við ýmist á Íslandi eða í Svíþjóð. Hann kom aðeins út í nám og ég tók fimmta árið mitt í læknisfræði hérna, en jólin 2003 var ég alkomin heim.“ Alltof mikið af bílum Arna kveðst vera pólitískt þenkjandi og eðli málsins sam- kvæmt ber stjórnmál oft á góma á heimilinu. „Við ræðum mikið málin og þótt við höfum svipaða lífssýn erum við ekki endilega alltaf sammála. Uppeldið í sænska velferðarkerfinu hefur ábyggi- lega haft nokkur áhrif á stjórn- málaskoðanir mínar.“ Reykjavík er frábær borg að mati Örnu, en það fer í taugarnar á henni hversu mikil bílaborg hún er með tilheyrandi stressi. „Það er sjálfsagt Svíinn í mér. Þar var ég vön að hjóla eða ganga allra minna ferða. Mér finnst það skelfileg tilhugsun að Reykjavík sé smám saman að verða eins og amerísk bílaborg og ég held að það sé eitt brýnasta verkefni borgaryfirvalda að taka á því.“ Frábær menningarborg Ekki gefst mikill tími til tóm- stunda með tvö ung börn á heimil- inu en Arna og Dagur eru að henn- ar sögn miklir listunnendur og reyna að njóta menningarlífsins í borginni eins og þau geta. „Við förum að vísu sjaldnar eftir að börnin komu en reynum að kom- ast þegar við getum. Ég hef mik- inn áhuga á tónlist finnst gaman að fara á tónleika og ekki síður á myndlistarsýningar. Í því tilliti er frábært að vera í Reykjavík því menningarlífið er mjög fjöl- breytt.“ Það dregur nær kosningum en Arna þorir ekki að spá fyrir um úrslitin og segist ekki sjá borgar- stjórastólinn í hillingum, enda snúist kosningarnar síst um titla- tog. „Ég held hins vegar að enginn sé betur fær til að gegna því emb- ætti en Dagur. Hann yrði framúr- skarandi í því, eins og öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, enda stjórnmálamaður af nýrri kynslóð og þá á ég ekki við aldur heldur vinnubrögð. Þannig borgarstjóra þarf Reykjavík.“ bergsteinn@frettabladid.is Úr stofuglugganum á heimili Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson-ar og Guðrúnar Kristjáns- dóttur í Breiðholtinu er frábært útsýni yfir Reykjavíkurborg. Fyrir mann sem hyggst stjórna borginni er þetta útsýni ekki amalegt, borg- arlandslagið í allri sinni litadýrð breiðir sig út fyrir framan húsið, sama í hvaða átt er litið. „Við Villi göngum stundum hér um dalinn,“ segir Guðrún og bendir yfir Elliða- árdalinn sem er rétt við útidyrnar. Kynntust sem skiptinemar Guðrún og Vilhjálmur hafa verið par í fimm ár og heimili þeirra er afar hlýlegt. Gylltur og jarðlitir skipa þar stóran sess, alveg eins og í fatavali húsfreyjunnar. „Já, ég er mikið fyrir jarðliti,“ játar Guð- rún og strýkur yfir drappað pilsið um leið og hún rifjar upp söguna af því hvernig þau Vilhjálmur kynntust. „Við kynntumst fyrst í gegnum skiptinemasamtök AFS þegar ég var sextán ára og hann átján ára. Hann hafði farið út til Bandaríkjanna sem skiptinemi og var svo kominn í stjórn félagsins þegar ég sótti um að fara út sem skiptinemi.“ Á þessum tíma voru þau þó bara kunningjar og leiðir lágu sitt í hvora áttina. Guðrún giftist handboltamanninum Ágústi Svavarssyni og bjó með honum bæði í Svíþjóð og Þýskalandi. Saman eiga þau tvö börn og fimm barnabörn. Vilhjálmur giftist líka og á hann þrjú börn og þrjú barna- börn með Önnu Johnsen. „Fyrir fimm árum hittumst við Villi svo á Laugaveginum, bæði á miklum hlaupum. Við ákváðum að taka kaffibolla saman svona upp á gamlan kunningsskap. Síðan leiddi eitt af öðru,“ segir Guðrún bros- andi og það er greinilegt að henni finnst ekki leiðinlegt að segja frá þessu. „Okkur líður afskaplega vel saman. Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og erum ástfangin upp fyrir haus.“ Guðrún, sem á fjögur systkini, er fædd á Hellissandi en uppalin í Reykjavík. Faðir hennar var lengi skólastjóri í Langholtsskóla og því sótti systkinahópurinn sína mennt- un þangað. Úr Langholtsskóla lá leiðin í Kvennaskóla Reykjavíkur og þaðan í Kennaraskólann en Guð- rún lauk prófi þaðan árið 1971. Í dag starfar Guðrún á bókasafni Rimaskóla en þar hefur hún verið í ellefu ár. En er hún sjálf mjög pólitísk? „Pabbi var mikill sjálfstæðis- maður og ég hef lengi verið flokks- bundin Sjálfstæðisflokkunum þó að ég hafi ekki verið virk þar. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á frétt- um og fólki og hef haft mjög gaman af taka þátt í stjórnmálastarfinu með Villa og mæta á fundi með honum nú í aðdraganda kosning- anna.“ Hún segir að þau Vilhjálm greini ekki á um margt þegar pólit- íkin er annars vegar, það sé miklu frekar að þau bæti hvort annað upp í ýmsum málum, t.d. skólamálum sem Guðrún er vel að sér í. Sóðaskapur og Sundabraut Þegar Guðrún er spurð hvað henni finnist að mætti betur fara í borginni þá stendur ekki á svari og hún er fljót að komast á flug. „Sóðaskapur er orðinn mjög áber- andi hér í Reykjavík og það þarf að taka á þeim málum. Ég er einn- ig fylgjandi betri umferðarmenn- ingu og vil að Sundabrautinni komi sem allra fyrst. Síðan finnst mér að lóðaframboð verði að vera meira hér í borginni.“ Aðeins seinni til svars er Guðrún þegar hún er beðin um að lýsa sjálfri sér. „Ég tel mig vera mjög skap- góða og þægilega í umgengni. Ég er fljót að gleyma leiðindum, er mikil félagsvera og hef yfirhöfuð gaman af lífinu.“ Hún bætir við að hún sé líka mikil fjölskyldu- manneskja og hafi unun af því að grípa í handavinnu. Sameiginlegt áhugamál turtildúfnanna er golf en í sumar hyggja þau á einhverj- ar ferðir á völlinn og jafnvel ferð til Spánar eða Portúgals. „Mitt lífsmottó er að njóta lífs- ins, gera eitthvað skemmtilegt og lifa samkvæmt sannfæringu minni.“ Hvað kosningarnar varð- ar segir hún að þær leggist vel í sig. „Ég styð Villa heils hugar því hann stendur við það sem hann segir, enda er hann bæði traustur og heiðarlegur,“ segir Guðrún og bætir við að það séu líka færri sem viti að hann er auk þess fullur af húmor og alveg bráðskemmtilegur. „Ef hann nær kjöri þá hlakka ég til að takast á við það hlutverk sem fylgir því. Ég hef afskaplega gaman af því að kynnast nýju fólki, þó ég geti reyndar verið alveg hroðalega gleymin á nöfn.“ snaefridur@frettabladid.is Nær öruggt má telja að annaðhvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylkingin muni leiða meirihluta borgarstjórnar eftir komandi kosningar. Borgarstjóraefnin Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Dag B. Eggertsson þekkja flestir en minna er vitað um konurnar í lífi þeirra. Fréttablaðið tók hús á Guðrúnu Kristjánsdóttur og Örnu Dögg Einarsdóttur. ARNA DÖGG EINARSDÓTTIR Flutti fimm ára gömul til Svíþjóðar og bjó þar næstu 20 árin. Hún hefur þó alltaf litið á sig sem Íslending og vissi alltaf að hér myndi hún búa. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR BETRI HELMINGUR VILHJÁLMS Guðrún Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafa verið saman í fimm ár. Guðrún hefur tekið fullan þátt í stjórnmálastarfinu með Vilhjálmi en í frítímanum spila þau gjarnan golf saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Konurnar í lífi borgarstjóraefnanna „Mitt lífsmottó er að njóta lífsins, gera eitt- hvað skemmtilegt og lifa samkvæmt sannfæringu minni.“ „Það fór því svo að við Dagur hittumst bara tvö yfir kvöldverði og áttum saman indæla kvöld- stund. Eftir það varð ekki aftur snúið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.