Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 88
56 20. maí 2006 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MAÍ
17 18 19 20 21 22 23
Laugardagur
■ ■ LEIKIR
14.00 Breiðablik og ÍBV mætast í
Landsbankadeild karla í Kópavogi.
16.00 ÍA og KR mætast í
Landsbankadeild karla á Akranesi.
■ ■ SJÓNVARP
15.45 Landsbankadeild karla Sýn.
Bein útsending frá leik ÍA og KR.
16.00 Blak á RÚV. Bein útsending
frá leik Íslands og Færeyja í undan-
keppni Evrópumóts smáþjóða.
21.00 Box á Sýn. Bein útsend-
ing frá bardaga Scott Harrison og
Martin Honario um WBO beltið í
fjaðurvigt.
2-1
Fylkisvöllur, áhorf: 930 Erlendur Eiríksson (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–5 (5–3)
Varin skot Jóhann 4 – Helgi Már 1
Horn 7–4
Aukaspyrnur fengnar 13–9
Rangstöður 0–3
0–1 Jóhann Þórhallsson (32.)
1–1 Sævar Þór Gíslason, víti (86.)
2–1 Christian Christiansen (90+3.)
Fylkir
GRINDA. 4–4–2
Helgi Már 7
Ray Anthony 4
Óðinn 6
*Kekic 8
Óskar Örn 7
(68. Óli Stefán 5)
Eysteinn Húni 6
Paul McShane 5
Guðmundur Bjarn. 5
Andri Steinn 4
(62. Eyþór Atli 5)
Jóhann Þórhalls. 6
Mounir Ahandour 7
Grindavík
FYLKIR 4–4–2
Jóhann Ólafur Sig. 4
Jens Elvar 5
(81. Hrafnkell –)
Guðni Rúnar 5
Ragnar 4
Arnar Úlfars. 4
(72. Andrés Már –)
Páll Einarsson 5
Jón Björgvin 6
Peter Gravesen 6
Eyjólfur Héðins. 7
Sævar Þór 6
Christian Christians. 6
*Maður leiksins
2-1
Keflavíkurv., áhorf: 850 Jóhannes Valgeirsson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–8 (4–3)
Varin skot Ómar 2 – Ingvar 1
Horn 2–3
Aukaspyrnur fengnar 11–9
Rangstöður 3–4
1–0 Hólmar Örn Rúnarsson (40.)
1–1 Davíð Þór Rúnarsson (69.)
2–1 Stefán Örn Arnarson (90+3.)
Keflavík
VÍKINGUR 4–4–2
Ingvar Kale 5
Höskuldur Eir. 6
Milos Glogovac 6
Grétar Sigurðs. 7
Valur Úlfars. 7
Jón Guðbrands. 4
(x. xx –)
Carl Dickinson 5
(65. Jökull Elísab. –)
Davíð Rúnarsson 6
Arnar Jón 7
Viktor Bjarki 8
Hörður Bjarnason 6
Víkingur
KEFLAVÍK 4–3–3
Ómar Jóhanns. 6
Guðjón Antoníus. 6
Guðmundur Mete 7
Buddy Farah 6
(46. Magnús Þorst. 4)
Geoff Miles 7
Baldur Sig. 5
Servino 6
(86. Stefán Örn –)
Hólmar Örn 7
*Jónas Guðni 8
Símun Samuelsen 7
Guðmundur Stein. 6
*Maður leiksins
FÓTBOLTI Eftir margra mánaða
vangaveltur um framtíð Thierry
Henry batt hann loks enda á þær í
gær með einu pennastriki. Hann
skrifaði þá undir fjögurra ára
framlengingu á samningi sínum
við Arsenal en hann hefur verið
sterklega orðaður við Barcelona
undanfarna mánuði.
„Ég hugsaði um að fara á tíma-
bili,“ viðurkenndi Henry. „Ég
hugsaði með hjartanu og það sagði
mér að vera áfram hjá Arsenal.
Ég ætla að vera hér áfram og spila
fyrir félagið sem ég ber mestar
taugar til.“
Henry hrósaði líka stuðnings-
mönnum liðsins, sem grátbáðu
hann um að vera áfram. „Stuðn-
ingsmennirnir hafa verið stór-
kostlegir. Eftir að hafa tapað á
miðvikudaginn gat ég ekki brugð-
ist þeim,“ sagði Henry. - hþh
Thierry Henry:
Hjartað sagði
„vertu áfram“
HENRY Að hann fari ekki frá Arsenal eru
bestu tíðindi sem stuðningsmenn liðsins
gátu hugsað sér og sárabót fyrir tapið gegn
Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar.
NORDICPHOTOS/AFP
Ísland í 18. sæti
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu
hefur hækkað sig upp um eitt sæti frá
síðasta mánuði á heimslista FIFA. Liðið
er nú í 18. sæti en Þjóðverjar tróna sem
fyrr á toppnum, Bandaríkin eru í öðru
sæti og Noregur í því þriðja.
> Birgir Leifur komst áfram
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá
Akranesi komst í gegnum niðurskurðinn
á móti í Belgíu í gær. Birgir lék á einu
höggi undir pari í gær og var því samtals
á pari eftir tvo hringi. Fleiri íslenskir
kylfingar voru á ferðinni í Evrópu í gær
því Heiðar Davíð Bragason var að keppa
á móti í Svíþjóð og
hafnaði í 39.-
43. sæti.
„Ég tel okkur hafa verið að næla í
efnilegasta leikmann DHL-deildarinnar,“
sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
handboltaliðs Vals, þegar nýr leikmaður
félagsins var kynntur í gær. Sá leikmaður
er Ernir Hrafn Arnarson úr Aftureldingu
en hann verður tvítugur á árinu og hefur
verið lykilmaður hjá U21 landsliðinu.
„Valur er með spennandi hóp og gott
þjálfarateymi og ég tel mig geta bætt
mig mikið sem leikmann í þeirra her-
búðum,“ sagði Ernir en mörg lið vildu fá
hann til sín. „Ég tel það vera mikilvægt
fyrir mig að takast á við nýja áskorun á
þessum tímapunkti. Það voru fimm lið
sem höfðu samband við mig en á end-
anum stóð valið milli Vals og Aftureld-
ingar. Ég er mjög spenntur og hlakka til
að takast á við ný verkefni hjá Val.“
Óskar Bjarni var hæstánægður með
af fá Erni en hann er hægri skytta.
„Þetta er þvílíkur happafengur enda
frábær leikmaður. Fyrir okkar lið
er þetta mikill styrkur í alla staði.
Ernir hefur sýnt hvað hann er mikill
karakter enda var erfitt fyrir hann að
fara úr Aftureldingu, hann rauk
ekki strax burt þótt þeir hafi
fallið. Hann hefur miklar
taugar til félagsins en
hann sem handboltamað-
ur ákvað að velja okkur,“
sagði Óskar.
Valsmenn ætla ekki
að láta staðar numið á
leikmannamarkaðnum.
„Við erum mjög ánægðir
með okkar ungu leikmenn
sem spiluðu gríðarlega vel síðasta
tímabil. Þrátt fyrir að hafa misst
Baldur og Sigga þá stigum við
upp og að mínu mati hefðum
við átt að fara aðeins lengra.
Við ætlum okkur meira og þurf-
um tvo til þrjá leikmenn í viðbót
til að styrkja hópinn. Við
viljum einn örvhentan
leikmann í hópinn í
viðbót og svo ætti hitt
að ráðast. Ég tel að
þetta munu skýrast í
næstu viku. Viðræður
við ákveðna leikmenn
ganga mjög vel og við
vonumst til að það hafi
hjálpað mikið til að hafa
landað Erni,“ sagði Óskar.
ERNIR HRAFN ARNARSON: SKRIFAÐI UNDIR ÞRIGGJA ÁRA SAMNING VIÐ VALSMENN Í GÆR.
Mikill happafengur fyrir Val
FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, staðfesti í
gær að félagið væri til í að hlusta
á tilboð í Eið Smára Guðjohnsen,
en mikið hefur verið rætt um
framtíð Eiðs síðustu vikur.
„Staðan hjá Eiði er sú að hann
er frábær knattspyrnumaður. Við
viljum halda honum en erum samt
tilbúnir að ræða við félög sem
hafa verulegan áhuga á honum,“
sagði Mourinho. Búast má við
áhuga víðs vegar að úr Evrópu
næstu daga.
Mourinho sagði við sama tæki-
færi að Didier Drogba fengi ekki
að fara frá félaginu en hann hefur
lýst yfir áhuga á að komast burt
frá London. - hbg
Mál Eiðs Smára Guðjohnsen:
Chelsea opið
fyrir tilboðum
EIÐUR SMÁRI Til sölu fyrir rétt verð.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Fylkismenn voru betri
aðilinn framan af fyrri hálfleik, en
besta færi þeirra fékk Christian
Christiansen en hann skallaði yfir
úr dauðafæri eftir sendingu frá
Peter Gravesen. Skömmu síðar
komust Grindvíkingar yfir þegar
Jóhann Þórhallsson skoraði þriðja
mark sitt í deildinni með skoti sem
lak framhjá illa staðsettum
Jóhanni Ólafi Sigurðssyni, mark-
manni Fylkis.
Leikurinn var leiðinlegur á
löngum köflum í síðari hálfleik
þegar hvorugt liðið virtist hafa
áhuga á því að skora. Sinisa Kekic
hirti alla bolta sem komu nálægt
Grindavíkurmarkinu en gestirnir
treystu á leifturhraða Ahandour.
Hann fékk margar sendingar fram
en gekk illa að koma sér í almenni-
leg færi.
Ahandour gerði sig svo sekan
um mikinn vitleysisgang þegar
hann sparkaði til Guðna Rúnars
Helgasonar sem hafði ýtt við
honum. Ahandour fékk umsvifa-
laust rautt spjald og pressa Fylkis-
manna hófst. Þeir uppskáru að
lokum víti þegar boltinn fór í
hendina á Ray Anthony Jónssyni,
Grindvíkingar urðu alls ekki sátt-
ir en Sævar Þór Gíslason skoruði
örugglega úr vítinu.
Allir biðu eftir lokaflautinu
þegar sigurmarkið kom á 94. mín-
útu. Sævar Þór var með boltann
úti á kanti, hann sendi fyrir þar
sem Christian Christiansen skall-
aði boltann í markið og tryggði
Fylkismönnum 2-1 sigur.
„Svona á að gera þetta, skora
bara nógu seint svo hinir geti ekki
jafnað,“ sagði glaðbeittur Leifur
Garðarsson, þjálfari Fylkis, eftir
leikinn. „Það sem við gerðum var
að bíða rólegir allan leikinn, við
vorum með boltann mikinn meiri-
hluta af leiknum og verðskulduð-
um þetta. Við töluðum um það
fyrir leikinn af það gæti tekið
rúmar 90 mínútur að klára þetta
og það gerði það.“
Leifur var mjög sáttur við sína
menn en Fylkismenn unnu sann-
gjarnan sigur í gær. „Í báðum
leikjunum hefur hugarfarið verið
110 prósent og það er það sem
máli skiptir. Baráttan var til fyrir-
myndar og ég hafði allan tímann
trú á mínum mönnum,“ sagði Leif-
ur Garðarsson. hjalti@frettabladid.is
Ótrúlegur endasprettur
Fylkir skoraði tvö mörk á lokamínútum leiks síns gegn Grindavík og hirti öll
stigin þrjú í dramatískum leik í Árbænum. Fylkir er því með fullt hús eftir tvo
leiki í deildinni. Mounir Ahandour hjá Grindavík sá rautt í leiknum.
BARÁTTA Það var hart tekist á þegar Fylkir tók á móti Grindavík. Hér berjast Fylkismaðurinn
Páll Einarsson og Grindvíkingurinn Jóhann Þórhallsson um knöttinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI „Þetta er rosalega sætt,
ég klúðraði mjög góðu færi rétt
eftir að ég kom inná en náði sem
betur fer að skora síðan,“ sagði
Stefán Örn Arnarson, sem var
hetja Keflvíkinga í gær og skor-
aði sigurmarkið með síðustu
spyrnunni í leiknum gegn Víking-
um eftir að hafa komið inn sem
varamaður. Stefán skoraði mark-
ið þegar þrjár mínútur voru
komnar fram yfir venjulegan
leiktíma en hann kom til Kefla-
víkur úr Víking.
„Víkingar voru sterkir í
seinni hálfleiknum og voru lík-
legri til að klára leikinn. Ég fann
fyrir því þegar ég kom inn að
vörnin hjá þeim var orðin þreytt.
Ég veit að Ingvar ver aldrei
hægra megin þannig að ég setti
hann bara þar. Það var mikil-
vægt fyrir okkur að ná okkar
fyrsta sigri,“ sagði Stefán.
Það tók sinn tíma fyrir liðin að
finna rétta gírinn í Keflavík, það
var talsverður vindur og bæði lið
byrjuðu varfærnislega. Víkingar
fengu fyrsta alvöru færið þegar
fyrri hálfleikur var rúmlega
hálfnaður en Davíð Þór Rúnars-
son náði ekki að fóta sig og skaut
framhjá eftir góða sendingu frá
Arnari Jóni Sigurgeirssyni.
Ísinn var síðan brotinn fimm
mínútum fyrir hálfleik. Hólmar
Örn Rúnarsson átti ekki í vand-
ræðum með að leika á varnar-
mann Víkinga og skaut hörku-
skoti að marki sem Ingvar náði
ekki að verja. Rétt áður voru
heimamenn stálheppnir að lenda
ekki undir þegar Ómar Jóhanns-
son varði þrumuskot frá Grétari
Sigfinni Sigurðssyni.
Litlu mátti muna að Keflavík
næði að skora annað mark eftir
stundarfjórðungs leik í seinni
hálfleik. Höskuldur Eiríksson,
fyrirliði Víkings, gerði þá slæm
mistök en skot frá Simun Samu-
elsen fór í stöngina. Víkingar
náðu síðan að jafna með glæsi-
legu marki en Davíð Þór lék þá á
varnarmenn heimamanna og
skoraði með óverjandi skoti.
Víkingar voru meira með bolt-
ann í seinni hálfleik og voru lík-
legri en illa gekk að reka smiðs-
höggið. Þeirra sterkasti maður
var Viktor Bjarki Arnarson sem
var sífellt skapandi og helsta
vopn liðsins í sóknarleiknum.
Einbeitingarleysi í viðbótartíma
varð þeim að falli og löng send-
ing fram rataði á Stefán Örn, sem
gerði allt rétt. Keflvíkingar hafa
því fengið sín fyrstu stig en Vík-
ingar eru enn stigalausir. - egm
Mikil dramatík í Keflavík þegar Víkingar komu í heimsókn:
Stefán Örn kláraði gömlu félagana