Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 20

Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 20
20 mmm Sunnudagur 18. september 1977 i spor Torfa í Olafsdal Rætt við sonarson Torfa, sem vinnur að útgáfu á sendibréfum til hans og frá honum Asgeir Þaö er þegar orðiö kunnugt af fréttum, aö i ráöi er aö gefa út bréf Torfa i Ólafsdal. Forgöngu um þetta verk hefur sonarsonur Torfa, Asgeir Asgeirsson, og þar sem hér er um merkan menn- ingarsögulegan viöburö aö ræða, þótti ekki illa viö eiga aö taka As- geir tali af þessu tilefni. Fundum okkar Asgeirs bar saman á björt- um og svölum síðsumardegi ekki alls fyrir löngu, og taliö barst auðvitað fljóttaö Torfa i ólafsdal. Snemma beygist krók- urínn. — Hvenær datt þér fyrst I hug, Asgeir, aö safna bréfum gamla mannsins tilþess að þau yröu gef- in út? — Þau voru vls, þegar ég var unglingurheima í Ólafsdal og siö- ar bárust þau handritadeild Landsbókasafnsins, þar sem þau eru nú. Amma mfn leyföi stund- um aö glugga i bréfin á meðan þau voru fyrir vestan en þaö var lagt rikt á við mig aö fara aö öllu meö hinni mestu gát. Hún skildi þaö vel, gamla konan, aö hér voru menningarverömæti sem ekki máttu skemmast, og þvi siöur glatast. Ogþaöer örugglega mest Markúsisyni hennaraö þakka, aö þau bárust ásamt fleiri gögnum handritadeild Landsbókasafns- ins. Þá var enn ekki farið aö raöa bréfunum neitt eftir skrifurum en seinna vann Lárus Blöndal þaö verk á handritasal Landsbóka- saf nsins. Hann skrásetti bréfin og flokkaði þau eftir sendendum. — Þessi bref eru þá bæöi til Torfa og frá honum? — Þau eru langflest til hans. Bréf frá honum eru hins vegar til hingað og þangaö, en flest þó i bréfasafni Jóns Sigurössonar for- seta. Jón var aöal-hvatamaður þess aö Torfi fór utan til náms, og auk Jóns hvöttu bræöurnir Magn- ús og Asgeir Einarssynir í Kolla- fjaröarnesi hann mjög til utan- farar. — Hvaö er vitaö um fyrstu viö- leitni Torfa til þess aö afla sér þekkingar? — FaöirTorfa bjó i Bessatungu i Saurbæ i Dalasýslu. Mikill vin- skapur var meö Bjama, fööur Torfa og Eggert Jonssyni á Kleif- um, en Eggert var gáfnaljós mik- iö og fróður um marga hluti, þar á meöal lögfræöi. — Fyrir þvi eru góðarheimildir.aöTorfitaldi þaö ekki eftir sér, þegar hann var unglingur svona fjórtán til sext- án ára aö hlaupa yfir Brekkuf jall og yfir aö Kleifum til þess aö njóta tilsagnar Eggerts bónda i málum og öðru. Hið næsta sem vitaö er um menntunarviöleitni Torfa er þaö, að árið 1857 þegar hann var nitján áragamall, fórhann á skóla, sem þá var starfræktur úti i Flatey á Breiöafirði. Vitaö er, aö snemma á ævinni eignaðist Torfi talsvert mikið af góöum bókum.sennilega fyrir tilstilli Eggerts á Kleifum, og hann var áreiðanlega orðinn harla vel lesinn og sjálfmenntað- ur, þegar hann hélt aö heiman til náms. Nokkru eftir veru sina á skólan- um I Flatey, eöa nánar til tekiö vorið 1861, fór Torfi aö Ásbjarn- arnesi til frænda sins, Asgeirs Einarssonar, sem seinna var á Þingeyrum i Húnavatssýslu. Hjá Asgeiri hefur Torfi vafalaust haldið áfram aö auka viö mennt- un sina, þvi aö Asgeir átti nokkuö af góöum bókum. Seinna kynntist Torfi llka Magnúsi, brdöur As- geirs, en Magnús bjó á Hvilft I önundarfiröi og hann vann manna mest aö þvl aö koma Jóni Sigurössyni á þing á slnum tima. Um þaö geta menn lesiö I Vest- firöingum eftir Lúövlk Kristjáns- sin og ef til vill vlöar. — En þvi miöur er þaö nú svo, aö sáralitiö er af bréfum Magnúsar, og llk- legaekki eitteinasta orðtilTorfa I ólafsdal. Verðlaunahafi i ritgerða- samkeppni. — Hver eru svo fyrstu tildrög þess, aö Torfi heldur áfram á námsbraut sinni, og meðal ann- ars erlendis? — Allra fyrstu tildrögin eru lik- lega þau, aö áriö 1864 var hér á landi enskur trúboði, Isac Sharp að nafni og mun hann hafa veriö á ferð hér tvisvar á nitjándu öld- inni. Nú geröist þaö 1864 aö Sharp hét verölaunum fyrir beztu rit- geröina sem skrifuö væri Um þaö, hvað gera mætti fyrir framtíöar- hag Islands, og hversu landi og þjóð yrði bezt hjálpað upp úr yfir- standandi vesöld. — Mig minnir aö fjórar eöa fimm ritgeröir hafi borizt, en tvær þeirra þóttu bera af. önnur var eftir séra Böövar á Rafnseyri, en hin eftir Torfa Bjarnason yngispilt aö Asbjarn- arnesi. Báöar þessar ritgeröir hlutu verðlaun, en þó felldi dóm- nefndin svolitið úr ritgerö Torfa, og munu þaö hafa verið einhver ummæli, er skoða mátti sem á- deilu á dönsku stjórnina. Báöar þessar ritgeröir eru til sérprent- aðar. Þetta vakti vitaskuld mikla at- hygli á Torfa, og upp úr þessu fóru þeir Asgeir Einarsson á Þingeyrum og Jósep Skaftason læknir aö vinna aö fjársöfnun til þess að styrkja Torfa til utanfar- ar, og slöan skyldi hann setja upp fyrirmyndarbú I Húnavatnssýsíu, þegar hann kæmi heim úr utan- förinni. — Og þá hefur Torfi farið til náms erlendis? — Já, hann fór til Skotlands. — Hvers vegna þangað? Lá ekki beinast við fyrir ungan ís- lending á þessum árum að faia sér menntunar f Danmörku? — Ein ástæðan hefur vafalaust verið sú, aö Hjaltálin landlæknir þekkti merkan mann I Skotlandi, sem Huggert hét, og mun land- læknir hafa mælt íastlega meö þviaö TorfifæritilSkotlands. Mr. Huggert var þessu máli llka hlynntur og liösinnti þeim drengi- lega, meöal annars meö leiðbein- ingum um það, hvar heppilegast væri fyrir Torfa aö dveljast á meðan á náminu stæöi. Mr. Ritchie, sem var þekktur hér á landi, vissi um ágæta búgaröa á Skotlandi, þar sem æskilegt væri fyrir unga menn aö kynna sér landbúnað. — Var Torfi svo lengi þarna? — Hann var þar i hálft annað ár. Þegar hann fór utan haföi hann með sér nokkurs konar „módeT’eða llkan af blaöljánum, eöa blaöskiptiljánum, sem sumir kölluöu svo. Þar voru blööin hnoöuö við bakkann, en ljárinn var ekki einjárnungur, eins og áð- ur haföi veriö. Skömmu áöur en Torfi hélt heim á leið úr þessari námsferö, skrifaöi hann pistlana, sem Jón Sigurðsson birti svo i Nýjum fé- lagsritum. Þetta eru hvatninga- greinar, stilaðartil Islendinga al- mennt, en ekki til neins ákveöins manns, þótt þau hétu Bréf frá Is- lendingi erlendis. Þar kynntist hann sláttuvélum. — Einhvern undirbúning hlýtur Torfi nú að hafa þurft áður en hann tók að stunda nám I Skot- landi, þó ekki væri nema vegna tungumálsins, þvi að ekki var enskan i hvers manns munni hér á landiá þeim árum, eins og nú er orðið. — Þaö er alveg rétt. Þegar As- geir Einarsson sat á þingi sumar- ið 1865, útvegaöi hann, meö að- stoð góðra manna, lærifeöur handa Torfa. Oddur Ólafur Gisla- son, slöar prestur kenndi Torfa ensku. Halldór Guömundsson menntaskólakennari ætlaöi aö kenna honum hallamælingar og meöferö mælitækja en tækin áttu aö fást aö láni hjá Halldóri Gunn- lögssen, og Sigurður Guömunds- son var fenginn til þess aö kenna Torfa eitthvað I dráttlist. — Þetta voru nú aðal-kennslugreinarnar, og ég veit ekki betur en að allt hafi þetta gengiö vel og að Torfi hafi numiö þessar greinar allar, hjá þeim ágætu mönnum, sem tóku að sér aö kenna honum. — En meira hefur þurft til en bóklegan undirbúning. Það mun lika hafakostað peninga, þá eins og nú, að stunda nám erlendis? — Já.ekkiþarfaöefastum þaö. Þessiþátturmálsins var auðvitaö athugaöur gaumgæfilega, og þaö varö úr, aö fariö var aö ráöum Ritchie, en hann lagöi til, aö Torfi færi á ákveöinn búgarö, dveldist þarogynni fyrir áer, heldur en að feröast mikiö um.semheföi orðiö margfalt dýrara. — Húnvetning- ar söfnuöu nú fé og lögöu fram sex hundruö rikisdali til styrktar Torfa. Þetta fé mun hafa enzt Torfa allan tímann sem hann dvaldist i Skotlandi. Aö vlsu leit- aöi hann eitthvað á náöir Eiriks Magnússonar i Cambridge, en þeir peningar voru vist notaðir til aö smiöa ljái, og ef til vill til ein- hverra fleiri nota, en fjárreiöur annaöist Torfi alveg sjálfur. Á meöan Torfi dvaldist erlend- is,kynntisthann tveim Islending- um, sem seinna uröu vel þekktir. Annar var Andrés Andrésson Fjeldsted á Hvitárvöllum, en hinn var Þorlákur ó. Jónsson, sem rak þar verzlun og varö síöar þekkt- ur kaupmaöur i Reykjavlk. Andr- és var aftur á móti að læra báta- smíði og niöursuðu. — Þessir þrir Islendingar kynntust nú þama i framandi landi og uröu vildarvin- ir upp frá þvi.. — Haföi Torfi sjálfur smiðað likaniö af ljánum, sem hann hafði með sér, þegar hann fór utan til náms? — Já. „Hnoöblaöið”, sem svo var kallað, smiöaöi Torfi úr tunnugjörö en seinna samdi hann við verksmiöju I Skotlandi um aö hún framleiddi slik blöö úr hertu stáli. Og þessirljáir uröu mjög al- gengir hér heima, eins og alþjóð er kunnugt. I Skotlandi kynntist Torfi lilca sláttuvélum. Hann vildi fá þeim breytt þvi að honum hug- kvæmdist að nota þær til þess aö slá flæðengi hér heima Islandi, en á þeim árum var lltið til af sléttum túnum hér á landi. — Flutti svo Torfi slika sláttu- vél hingað til lands? — Já, hún kom hingað og var eitthvað reynd, en f ramhaldiö var I molum og i heild má segja, aö þessi tilraun hafi fariö út um þúf- ur. Vildi ekki á þing. — En hvað um ljáina? Kom Torfi ekki með heilmikið af þeim hingað, þegar hann kom heim frá námi? — Hann kom meö talsvert mik- iö af ljáblööum og svokallað „steinsvarf-brýni”, sem hann seldi nokkrum bændum. En sá maöur, sem hjálpaði honum mest viö aö dreifa þessari vöru var Magnús Sigurðsson I Bráöræöi, sem margir kannast viö. Hann var afi Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra. Þessir ljáir dreiföust viöa, og nutu hvarvetna mikilla vinsælda. Seinna datt Torfa i hug aö endur- bæta ljáina og fór til Englands, þar sem hann fékk skrásett einkaleyfi sér til handa á fram- leiðsluþeirra.Þetta einkaleyfier dagsett29. april 1874, og númeriö á leyfinu er 1499. Þessi ljár er aö þvi leyti frábrugöin hinum, að hann er einjárnungur, og enn- fremur er hann með stillanlegt þjó. Endi bakkans er snittaður og gengur inn I auga á þjóinu, og er þannig stillanlegt. En þessir ljáir reyndust ekki vel, og út- breiðsla þeirra var alltaf tiltölu- lega litil. — Stofnaði Torfi svo fyrir- myndarbú i Húnavatnssýslu eftir að Húnvetningar höfðu styrkt hann til utanfarar? — Nei, sú hugmynd fór út um þúfur. Torfi kom heim og hélt norður i Húnavatnssýslu, eins og áformaö haföi veriö. Þar vann hann hjá Asgeiri Einarssyni bæöi á Ásbjarnarnesi og Þingeyrum. enhjá bændum vantaði alla sam- stööu, og vitanlega var lika hart I ári og erfitt um vik hvað snertir allar nýjungar og framfarir. Báö- um mun þeim hafa þótt þetta mjög leitt, frændunum Torfa og Asgeiri, og þegar Torfi sá, aö hér yröi engu um þokaö, dreif hann sig suður fyrir heiöar og keypti Varmalæk I Borgarfiröi af Guð- mundi Stefánssyni gullsmiö. Sá kaupsamningur er dagsettur 9. dag nóvembermánaðar árið 1868, Torfi Bjarnason og kona hans, Guðlaug Zakarlasdóttir. Myndin er tekin þegar Torfi var 75 ára og Guð- laug 67 ára.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.