Tíminn - 18.09.1977, Síða 21
21
og þar byrjaði hann búskap ári
siðar, eða haustið 1869.
— Bjó hann lengi þarna?
— Nei,hannílentistþarekki, og
þó átti hann marga góða vini i
Borgarfirði, sem sumir hverjir
vildu meira að segja koma honum
á þing, en Torfi var með öllu ófá-
anlegur til sliks.
Torfa datt i hug að setj-
ast að i Ameriku.
— Hvenær keypti hann svo
Ólafsdal?
— Hann keypti þá jörð af Jóni
Bjarnasyni, alþingismanni voriö
1871 og bjó þannig ekki nema I
tæp tvö ár á Varmalæk.
— Hófst hann ekki fljótt handa
um framkvæmdirí Ólafsdal, eftir
að þangað var komið?
— Já, hann fór að m innsta kosti
fljótt að endurbæta húsin á jörð-
• inni, en vorið 1873 tók hann sig
upp og fór til Ameriku, vafalaust
með það fyrir augum að setjast
þar að, ef honum litist svo á, að
það væri fýsilegt. Með honum var
Lárus bróðir hans, en ekki annað
skyldulið. Torfi fékk sér nú land
fyrir vestan, i Nebraska, og það
var vistgottland til búskapar, en
þó fór nú svo, að Torfi festi þar
ekki yndi — eða hefur á einhvern
hátt ekki litizt á framtiðina þar —
og hélt heim aftur, seint á árinu
1873, en bróðir hans tók viö land-
inu og bjó þar upp frá þvi. Hann
kom ekki aftur heim til Islands.
Seinna fór einnig annar bróðir
Torfa, Aðalbjörn vestur um haf
og settist að i Ameriku fyrir fullt
og allt.
— En leiðir Tofa lágu heim til
tslands, sem betur fór.
— Já, sem betur fór. Sjálfsagt
hefur honum ekki litizt að öllu
leyti vel á sig fyrir vestan, en hitt
mun lika hafa ráðið miklu, að
Guðlaug kona hans var heima, og
trúlega hefur honum ekki þótt á-
litlegt að láta hana velkjast vest-
ur um haf með börn þeirra ung.
Hún stjórnaði búinu i Ólafsdal á
meðan bóndi hennar var f Amer-
ikuförinni, og reyndar miklu oft-
ar, þvi að oft var Torfi að heiman
um dagana. En Guðlaug var hans
önnur hönd og stoö hans og stytta
alla þeirra sambúð, svo i verald-
legum sem andlegum efnum.
Liklegt er, að Guðlaug hafi latt
vesturfarar, þóttekki séu um það
beinar heimildir, svo mér sé
kunnugt. En hvað sem þvi liður,
þá er hitt vist aö ástæður til bú-
ferlaflutninga voru á margan hátt
örðugar, ekki sizt, ef Guðlaug
hefði þurft að fara eins sins liðs
vestur, sem allar lfkur benda til.
Hún gekk meö þriðja barn þeirra
hjóna, þegar bóndi hennar fór
vestur, og það fæddist á meöan
hann var í Ameriku. Það barn var
Ragnheiður móðir þeirra bræðra,
Ásgeirs, Torfa og Snorra Hjartar-
sona.
— En hvaö heldur þú að hafi
komið Torfa til þess að hyggja á
að freista gæfunnar I Ameriku?
— Það hefur ugglaust verið
fleira en eitt. En vist er, að hann
varhvatturtil þess að fara vestur
og líta I kringum sig þar. Það
gerðu meðal annarra Jón Hjalta-
lin og Jón Arnason þjóðsagnarit-
ari.
— Varla hafa þó þessir menn
viljaðlosna við Torfa af landinu?
— Nei, vafalaust ekki, en um
Ólafsdalur á árunum 1935-40
þetta leyti var harðæri i landinu,
og á slikum timum leita hinir
dugmeiri menn ævinlega flestra
úrræða til bjargar sér og sfnum.
Bréf Jóns á Illugastöð-
um.
— Eigum við ekki að lofa les-
endum okkar að lita á sýnishorn
af sendibréfum þeirra, gömlu
mannanna, Torfa og einhvers
bréfafélaga hans?
— Jú, þvi ekki það? Hér er til
dæmis bréf, sem lýsir vel þvi
harðæri, sem ég var að nefna rétt
i þessu, og veitir nokkra innsýn i
kjörbænda. Þetta bréf erfrá Jóni
Amasyni, bónda á Illugastöðum i
Húnavatnssýslu. Það er dagsett
21. febrúar 1870, og þar er hann að
þakka fjögurra ára gamalt bréf
frá Torfa. Þeir hafa ekki skrifaö
oftar en þeir þurftu gömlu menn-
irnir. Og þd kemur bréfið:
Heiöraði vinur!
Kærar þakkir fyrir tilskrifið
siðast, eöa 29. febrúar 1866. Ég
hefi reynt það sem þér ráðlögöuð
mér, bæöi vatnsveitingar og
hlandforir, og vona að mér lánist
það ef ég lifi og batni i ári. En það
verða flestar tilraunir að engu i
þessu harðæri. 1 sumar sem leið
voru viða ósláandi tún en litt bit-
hagi utangarðs. En isinn lá á til
18» viku með hörku og kulda. Ég
fékk 6 vikna innistöðugjöf handa
skepnum minum, en veturhér er
mjög haröur fram að sólstöðum,
svo ég tókþað ráö að ég settiallar
minar ær lamblausar og við þaö
situr. — Nú eru það min vinsam-
leg bónmælitilyðar að biðjayður
að útvega mér 2 lóð af gulrófu-
fræi, 1 lóð af næpnafræi, 1 lóð af
grænkáli. Ef vel vorar þá ætla ég
að byggja kálgarö úr gömlum
stekk og hagahúsatóptum,semer
mikið tað og sandur i, en honum
hallar illa, og bið ég yður aö út-
vega mér það bezta, sem þér get-
ið. Þetta fræ hefur oft reynzt illa
eða ónýtt af elli, en ég treysti yður
betur að þekkja það, heldur en
þeim sem hér fara af nesinu suð-
ur, og bið ég yður að senda það
með Jónatan frá Hindisvik norð-
ur, hann mun fara heim um lok.
Lika bið égyðurað ráðleggja mér
hvernig bezt er að sá þessu fræi,
mérhefur veriö sýnt það og sagt á
ýmsan hátt, en treysti yður til að
ráöleggja mér þaö bezta, þvi allt
það bezta þarf við að hafa i þessu
kuldabelti. Ég kenni mér alltaf
um vankunnáttu að ætiö hefur llt-
ið sprottið, ég hef reynt þetta i
mörg ár, og seinast i sumar fékk
ég upp fáeinar baunir af kartöfl-
um, en nú fást þær hvergi til út-
sáðs, þvi ætla ég aö reyna kál-
metið og lifa á þvi i staöinn fyrir
ærgagniö.
Aldrei get ég ásakað yður fyrir
þó þér vilduð ekki slá til að verða
fyrirmyndar bústjóri I Húna-
vatnssýslu, þvi það fannst mér
vera meiri vandien velsemd, eins
og yður liklega hefur sjálfum
fundizt, en i stað þess risa hér upp
nógir forstjórar fyrir glimufund-
um, sem sýnist að þeir ætli að
setja i stað fyrirmyndarbúsins,
þvi það mun liklegast vera sama
til framfara landi og lýð!!
Innan i þennan miða legg ég 32
sksvosem til borgunar fyrirfræ-
ið.
Með vinsemd og virðingu til yð-
ar.
Jón Árnason.
í þessari prentun hér er ekki
fylgt stafsetn. Jóns bónda. Hann
skrifar til dæmis „kjærar” fyrir
kærar, „kjenni” fyrir kenni og
„gulróur” fyrir gulrófur. Enn
fremur er dálitið á reiki, hvenær
hann notar y og z. En við skulum
ekki gera okkur áhyggjur af
sliku. Þetta hundrað og sjö ára
gamla bréf ersvo merkileg heim-
ild, að litlu skiptir um stafsetn-
inguna á þvi. Það leynir sér ekki
að Jón Arnason hefur verið
greindur maöur og athugull.
Hann fitjar upp á nýjungum i bú-
skapnum, jafnvel i isa- og gras-
leysisárum, þegar flestar bjargir
virðast bannaöar. Hann skrifar
lipran og aðgengilegan stfl, og
mál hans er gott. Hann leyfir sér
að visu að láta i ljós vanþóknun á
skemmtanafýsn ungra manna,
„glimufundum,” en hann gerir
það góðlátlega og áreitnislaust. —
Þannig er bréf Jón á Illugastöð-
um honum til sóma, og lestur þess
veitir okkur bæði fræðslu og
skemmtun enn þann dag i dag,
meira en hundrað árum eftir aö
það var skrifað.
Mikið rit
— En hvað um Torfa afa þinn?
Viltu ekki lofa mér að birta bréf
frá honum?
— Égveitekki, ætliaö lesendur
okkar verði ekki þreyttir á þvi áö
lesa hvert sendibréfið á fætur
öðru, svona I blaöaviötali. Hins
vegar skal ég lofa þér að birta hér
mynd af bréfi, sem Torfi skrifaði
Jóni Sigurðssyni, þegar hinn fyrr
nefndi var i Skotlandi. Bréfiö er
dagsett I Mains of Buthlow 8.
april 1867. Efni þessa bréfs er
merkileg og góðheimild um þaö,
hvað þeir ræddu sin á milli vin-
irnir, Jón Sigurðsson og Torfi
Bjarnason, en við skulum ekki
prenta það upp hér, heldur lofa
lesendum þessarar igreinar að
spreyta sig á þvi að lesa skriftina
gamla mannsins. Ef bréfið prent-
astsæmilega vel, ætti aö vera til-
tölulega auðvelt að lesa þaö sem
þar er skrifað.
— Hefur það ekki verið gifur-
lega mikil vinna aö búa þessi bréf
undir prentun?
— Það er naumast á eins
manns færi, en eftirtaldir ein-
staklingar hafa veitt mér ómet-
anlega aðstoð: Grimur M. Helga-
son, forstöðumaður handrita-
deildar Landsbókasafns, Nanna
ólafsdóttir, safnvörður á sama
stað, og Tómás Helgason, hús-
vörður i Landsbókasafni. An
hjálpar þeirra heföi þetta orðið
seinunnið.
— Hvaö veröur bréfasafniö
mörg bindi?
— Sennilega þrjú. Við göngum
út frá þvi, að i fyrsta bindinu
verði bréf fyrir 1880, I öðru bindi
verða' bréf frá 1880-1896, og i
þriðja bindi bréf eftir 1896. 1 við-
auka við þriðja bindi verða kunn-
ar minningargreinar um hjónin i
Ólafsdal, Guðlaugu og Torfa.
Hugsanlegt er, að seinna komi
fjórða bindi, með bréfum frá
vesturförum.
— A hverju eigum viö aö enda
þetta rabb, Ásgeir?
— Það veit ég ekki. Getur þú
ekki búið til einhvern botn sjálf-
ur? Nei, annars, viö skulum láta
Torfa i ólafsdal hafa siðasta orö-
iö. Hann notaði mikið tvö orðatil-
tæki, annaö þegar vel gekk, hitt
þegar á móti blés. Ég þori ekki að
segja þér hvaö hann sagði, þegar
allt lék i lyndi, þvi að það gæti
hneykslað einhverja lesendur
þessa viðtals, en hitt, — það sem
hann sagði, þegar við einhverja
erfiðleika var að striða, — var
þetta, og það skulum við láta vera
lokaorð okkar i dag:
„Aldrei lærir æskan gang, ef
ekki fær að detta.” — VS.