Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2006, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 19.06.2006, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 19. júní 2006 11 STJÓRNMÁL Útboðsskilmálar sem Reykjavíkurborg setti vegna útboðsins um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar hafa verið ógildir þar sem kærunefnd útboðsmála komst að þeirri nið- urstöðu að tilhögun útboðsins bryti í bága við lög um opinber innkaup. Kæra barst frá Félagi sjálf- stætt starfandi arkitekta fyrir hönd nokkurra arkitektastofa vegna framkvæmdarinnar í maí en nú hefur nefndin úrskurðað þeim í vil, ógilt útboðsskilmálana og gert Reykjavíkurborg að greiða félaginu 400 þúsund krón- ur í málskostnað. Félag sjálfstætt starfandi arki- tekta gerði athugasemd við skipu- lag útboðsins þar sem þátttakend- ur gætu annars vegar tekið þátt í hugmyndasamkeppni um fram- tíðarskipulag svæðisins undir nafnleynd en einnig tekið þátt í forvali með skipulagstillögur sem uppfylltu sömu kröfur og samkeppnistillögurnar. Nýkjörinn borgarstjóri Reykja- víkur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lýsti því yfir að úrskurðurinn væri ákveðið áfall fyrir borgina og sagði að málið yrði tekið til ræki- legrar skoðunar. „Við munum fara yfir þetta mál í borgarráði næst- komandi fimmtudag og ég mun óska eftir lögfræðilegri álitsgerð um málið sem ef til vill verður komin fyrir þann tíma.“ Kvaðst Vilhjálmur ekki geta lagt nokkuð mat á það að svo stöddu hvort halda þyrfti nýja keppni eða endurskipuleggja keppnina frá grunni. - khh FRAMTÍÐ Í UPPNÁMI Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðisins braut í bága við lög. Borgarráð fundar um málið í vikunni. Kærunefnd ógildir útboð um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar: Úrskurðurinn áfall að mati borgarstjóra SVEITARSTJÓRNARMÁL Gunnar Ein- arsson var samhljóða ráðinn bæj- arstjóri Garðabæjar til næstu fjögurra ára, á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar. Fimm af sjö bæj- arfulltrúum sátu í gær sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Á honum var Páll Hilmarsson kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs og Erling Ásgeirsson hlaut kosningu sem formaður bæjarráðs. - æþe Ný bæjarstjórn í Garðabæ: Gunnar fékk öll atkvæðin GUNNAR EIN- ARSSON UMHVERFISMÁL Þorsteinn Pálmars- son, eigandi hreinsunarfyrirtæk- isins Allt-af, flokkar veggjakrot sem skemmdarverk. Hann segir þá sem krota alltaf vera að læra nýjar aðferðir sem síðan þurfi að bregðast við með nýrri hreinsi- blöndu sem sé nógu öflug til að hreinsa krotið án þess að yfirborð veggjarins skemmist. Þorsteinn segir að um 30-40 prósent þess sem Allt-af hreinsar sé af völdum skemmdarverka. „Mest er krotað í undirgöngum og á grunnskólana þó svo krot á þá hafi minnkað und- anfarin ár. Reglan virðist vera sú að þar sem veggjakrot er hreinsað eru minni líkur á því að það endur- taki sig.“ Gísli Marteinn Baldursson, for- maður samgöngu- og umhverfis- ráðs Reykjavíkurborgar, vitnar í skýrslu og segir að veggjakrot hafi kostað borgina 15 milljónir króna árið 2003. „Ég tel að átak þurfi til að hreinsa borgina af veggjakroti því eitt krot elur af sér annað.“ Gísli Marteinn segir borgina sjaldan hafa verið jafn óhreina og það gildi bæði um stræti, torg og mannvirki. Jóhann Svanur Hauksson, lög- fræðingur hjá lögreglustjóra, sagði dæmi um að sekt veggja- krotara hafi numið tíu þúsund krónum en samkvæmt upplýsing- um um hreinsun nægir sá kostnað- ur ekki til að hreinsa krotið af veggnum en það kostar á bilinu 20-30 þúsund krónur. - hs Dæmi um að sekt fyrir veggjakrot nemi einum þriðja af kostnaði hreinsunar: Eitt krot eykur líkur á öðru ÚTKROTAÐUR VEGGUR Gísli Marteinn Baldursson segir Reykjavík sjaldan hafa verið jafn óhreina og einmitt nú. MÓTMÆLI Íslandsvinir, sem er félagsskapur umhverfisverndar- sinna, stendur fyrir friðsamlegum fjölskyldudögum undir Snæfelli við Kárahnjúka dagana 21. til 31. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá félaginu segir að dagarnir séu hugsaðir fyrir alla fjölskylduna til að skoða stærsta ósnortna landsvæði í Evrópu. Boðið verður upp á gönguferð um svæðið sem fer undir vatn ef Háls- lón verður fyllt. Ýmis umhverfis- og náttúruverndarsamtök verða með aðstöðu í upplýsingatjaldi á svæðinu og gestir geta kynnt sér áhrif stóriðju á samfélag og umhverfi. - sdg Umhverfisverndarsinnar: Fjölskyldudag- ar Íslandsvina Glæsileg sýning Opnuð hefur verið glæsileg sýning í Minjahúsinu á Sauðárkróki sem ber heitið Margt býr í moldinni. Sýningin er kynning á forn- leifarannsóknum sem gerðar hafa verið í Skagafirði árin 2000 til 2005. FORNLEIFAFRÆÐI BRETLAND Tveir Bretar voru í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á samkynhneigðum bar- þjóni í London í október í fyrra. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Mennirnir tveir, Thomas Pick- ford, 26 ára, og Scott Walker, 33 ára, játuðu að hafa myrt Jody Dobrowski, sem og að hafa farið út fyrr um kvöldið með það í huga að finna sér samkynhneigðan mann og misþyrma honum. Þeir munu hvor um sig dúsa í minnst 28 ár í fangelsi. Dobrowski fannst skömmu eftir árásina, en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi daginn eftir. Hann var svo illa farinn í andliti að fjölskylda hans þekkti hann ekki, og neyddust yfirvöld til að taka fingraför hans svo hægt væri að bera kennsl á hann. - smk Voru á móti samkynhneigðum: Lífstíðardómur fyrir morð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.