Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 42

Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 42
 19. júní 2006 MÁNUDAGUR22 Fjörugrjótið getur verið ákaflega fallegt. Skemmtiferðaskipin setja skemmtilegan svip á höfnina yfir sumartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Náttúran skapar listaverk úr þara og hrúðurkörlum sem hafa komið sér fyrir á fríholtinu. Öldurnar gæla við bryggjustólpana. Björgunarhringurinn minnir á hættur hafsins. Það er vissara að fara varlega við höfnina. Gulur og glaðlegur bryggjupolli bíður eftir næsta skipi. VIÐ SUNDIN BLÁ Við Sundahöfnina er margt að sjá. Bátar dóla í fjöruborðinu, sjómenn kalla sín á milli og hafið virðist óendanlega blátt. Flestir Íslendingar eru aldir upp í námunda við hafið. Sjórinn og sjómennskan eiga sinn sess í þjóðarvitund- inni og baráttan við hafið er í senn rómantísk og hvers- dagsleg. Þótt tengingin við sjóinn hafi dvínað undanfarin ár og sífellt fleiri vaxi úr grasi sem aldrei hafa flakað fisk þá á sjórinn samt ennþá sinn stað í hugum okkar. Það er gaman að rölta niður að sjó og drekka í sig umhverfið. Anda að sér fersku sjávarloftinu og fylgjast með því sem gerist við höfnina. Sundahöfnin í hjarta Reykjavíkur er skemmtilegt svæði. Þar er margt sem gleður augað, einkum allir þessir litlu hlutir sem við erum löngu hætt að taka eftir. Bryggjupollar, björgunarhringir, netakúlur og fiskikör fá á sig framandi blæ ef við skoðum þau í réttu ljósi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.