Fréttablaðið - 19.06.2006, Síða 69
MÁNUDAGUR 19. júní 2006 21
Til hamingju
félagar!með daginn
Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur alla tíð staðið vörð um þá grundvallarhugsun
að sömu laun skuli greiða fyrir sömu vinnu, óháð kynferði. Félagið hefur auk þess
borið gæfu til þess að eiga viðsemjendur sem deila þessari jafnréttisstefnu.
Við fögnum því fjölgun kvenna í FÍA og sendum öllum konum hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Nokkuð upphlaup varð nýlega
þegar staðgengill minn, Mark
Malloch Brown flutti ræðu þar
sem hann gaf til kynna að Banda-
ríkin ættu að taka höndum saman
af meiri alvöru með öðrum aðild-
arríkjum Sameinuðu þjóðanna til
að koma umbótum í höfn. Þetta er
hárrétt hjá honum en við teljum
báðir að þessi sjónarmið þurfi að
heyrast víðar en bara í Bandaríkj-
unum.
Ögurstund Sameinuðu þjóð-
anna er runnin upp. Í desember
síðastliðnum samþykktu aðildar-
ríkin „tveggja ára“ fjárlög fyrir
2006-2007 en gáfu aðalskrifstof-
unni aðeins leyfi til að nota fé sem
samsvarar sex mánaða rekstri.
Helstu greiðendur aðildargjalda
SÞ, með Bandaríkin fremst í
flokki, kröfðust þess að þessu
útgjaldaþaki yrði ekki lyft fyrr en
umtalsverður árangur hefði náðst
í umbótum á SÞ. Við nálgumst nú
óðfluga þann dag þegar ekki er
meira fé til rekstrarins og það er
engan veginn ljóst hvort nægur
umbótaárangur hefur náðst, til að
fullnægja kröfum þeirra. Stríð-
andi fylkingar hafa ekki náð sam-
komulagi um frekari umbætur.
Pólitískur vandi
Sir Brian Urquhart, sá öndvegis-
höldur Sameinuðu þjóðanna sagði
einu sinni að það stafaði í rauninni
aldrei fjárhagsvandi að SÞ - aðeins
pólitískur vandi. Það er rétt.
Bandaríkin reyna að knýja í gegn
umbætur á stjórnun með því að
beita fjárhagslegum styrk sínum.
Þróunarríki hafa brugðist öndverð
við þessum aðferðum.
Flest gera þau sér grein fyrir
nauðsyn umbóta, ekki síst vegna
þess að í mörgum þeirra veita
Sameinuðu þjóðirnar mikilvæga
þjónustu, til dæmis friðargæslu,
neyðaraðstoð, skipulagningu kosn-
inga og baráttu gegn smitsjúk-
dómum. Þetta þýðir að einmitt
þessi ríki hafa mestan hag af því
að Sameinuðu þjóðunum sé vel
stjórnað og farið sé vel með fé.
Þau eru síður ósátt við innihald
fyrirhugaðra umbóta en við það að
fá auðug lönd ráðskist með sam-
tök sem eiga að vera byggð á jafn-
rétti allra aðildarríkja.
Lítið en mikilvægt skref
Ég vitnaði til þessarar afstöðu
þegar ég talaði í janúar síðastliðn-
um í Lundúnum um að „sum ríki
hafa fyllst gremju yfir því að vera
útilokuð frá áhrifum og beita nú
eina vopni sem þau hafa: valdinu
til að stöðva umbætur svo sem um
bætta stjórnun, vegna þess að þau
telja að þær séu tilraun stóru
strákanna til að hrifsa til sín öll
völd“.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands viðurkenndi nýlega að
til lengri tíma litið þyrfti öll upp-
bygging Sameinuðu þjóðanna á
umbótum að halda, þar á meðal
öryggisráðið. Því eru núverandi
umbætur aðeins lítið skref á langri
vegferð. Stefnumörkun tekur á
sig æ alþjóðlegri mynd. Einstök
ríki geta ekki glímt við hryðjverk,
fátækt, eiturlyf og glæpi upp á
sínar eigin spýtur.
En jafnvel þótt við bíðum enn
eftir pólitiskri sýn til að glíma við
áskoranir dagsins, er mikið starf
óunnið við að hrinda í framkvæmd
áætlunum sem aðildarríkin hafa
falið okkur og fela í sér nauðsyn-
lega aðstoð við fólk sem er í bráðri
hættu eða líður skort. Hversu þörf
sem umræðan um umbætur er, má
starf okkar ekki stöðvast.
Þrjár stoðir
Það er hagur allra aðildarríkja að
starf Sameinuðu þjóðanna haldi
áfram óhindrað og að það sé aðlag-
að þeim verkefnum sem þeim eru
falin. Og það þýðir að báðar fylk-
ingar í núverandi deilu, verða að
grafa stríðsöxina og taka upp
samningaviðræður af fullri alvöru
í því skyni að ná skynsamegri
málamiðlun sem geti orðið grunn-
ur að grundvallarbreytingum
síðar.
Það er ekki aðeins samsetning
öryggisráðsins sem á rætur að
rekja til miðrar tuttugustu aldar.
Bæði stjórnun og afstaða margra
ríkisstjórna til samtakanna er að
sama skapi ekki í takt við tím-
ann. Ekki er tekið tillit til þess að
Sameinuðu þjóðirnar snúast ekki
lengur um að halda ráðstefnur og
skrifa skýrslur, heldur að stýra
flóknum tugmilljarða dollara
verkefnum til að gæta friðar og
berjast við fátækt og hjálpa fórn-
arlömbum hamfara. Af þessum
sökum búum við ekki lengur yfir
þeim stofnunum sem til þarf til að
glíma við áskoranir þessarar
aldar. Það er lífsnauðsynlegt að
losa þetta akkeri
Um þetta snerist sú umbóta-
áætlun sem ég lagði fram á síðasta
ári. Þar var lögð áhersla á að Sam-
einuðu þjóðirnar væru reistar á
þremur stoðum: þróun, sameigin-
legu öryggi og mannréttindum.
Hver þessara stoða styrkir hina
en er líka háð hinum. Og eins og
allir góðir stólar þurfa þeir á
fjórðu stoðinni að halda: umfangs-
miklum umbótum á stjórnun.
Í þágu jarðarbúa
Sameinuðu þjóðirnar þurfa að
greiða fyrir því að aðildarríkin
sæki fram á þremur vígstöðvum í
einu. Þess vegna er ekki aðeins
þörf á nýju öryggisráði, heldur
virku mannréttindaráði og efna-
hags- og félagsmálaráði sem ætti
að breyta í raunverulegan vett-
vang þar sem fjármála- og þróun-
arráðherrar gætu lagt til atlögu
við þúsaldarmarkmiðin, átak
heimsins til að minnka fátækt
um helming fyrir 2015.
Sumar umbætur eru nú þegar í
höfn. Nýja mannréttindaráðið og
nýja friðaruppbyggingarráðið
setjast nú á rökstóla í fyrsta skipti.
Öll aðildarríki hafa fallist á það
grundvallarsjónarmið að vernda
fólk sem hótað er þjóðarmorði eða
álíka glæpum. Neyðarhjálpar-
sjóðurinn hefur verið efldur, lýð-
ræðissjóður stofnaður, siðfræði-
skrifstofu komið á laggirnar og
stigin skref til að vernda þá sem
finna að vinnubrögðum stjórn-
enda. Nú þurfum við að auka
ábyrgð og bæta endurskoðun, efla
útboðsferli, auka fjárhagslegan
sveigjanleika og semja betri regl-
ur um ráðningu starfsfólks og
starfsmannastjórnun. Þetta eru
ekki tröllaukin markmið, miðað
við þau tröllauknu verkefni sem
við eigum að glíma við.
Ríkisstjórnirnar hljóta að geta
náð samkomulagi um þessar
umbætur án þess að starfsemi
samtakanna stöðvist. Það er tími
til kominn að þeir sem vilja beita
sér fyrir umbótum af heilum hug
taki höndum saman og myndi
bandalag og brúi þá óraunveru-
legu og hættulegu gjá sem er að
myndast á milli norðurs og suðurs
og fylkja liði allra þeirra sem hafa
sameiginlega sýn á Sameinaðar
þjóðir sem þjóni tilgangi sínum, í
þágu allra jarðarbúa.
Ögurstund Sameinuðu þjóðanna
UMRÆÐAN
UMBÆTUR INNAN
SAMEINUÐU
ÞJÓÐANNA
KOFI ANNAN
FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMEINUÐU
ÞJÓÐANNA