Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 79
Þú gætir auðveldlega unnið ferð til Evrópu og fullt af öðrum
frábærum vinningum ef þú tekur þátt í Allt leiknum. Skelltu þér
inn á www.allt.is og svaraðu fimm laufléttum spurningum sem
þú finnur á síðu 351 í bókinni.
Svörin eru öll í Allt bókinni. Meðal vinninga eru: Ferð út í heim með
Iceland Express, Vodafone Live! Nokia 6101 símar,
Fríkort á Grensásvídeó og Pizzur frá Villson’s Pizza.
ALLT er ný vöru- og þjónustuskrá á netinu á www.allt.is, í síma
1850 og núna í handhægri bók sem dreift hefur verið á öll heimili.
Bókin er sneisafull af upplýsingum og skemmtilegu efni, allt frá
húsráðum og handhægum mælieiningum til næringarupplýsinga og
götukorta. Þú finnur allt sem þig vantar í ALLT bókinni.
ALLT VÖRU- OG ÞJÓNUSTUSKRÁIN
ER KOMIN Í ÖLL HÚS Á LANDINU
Taktu þátt í skemmtilegum leik
Britney Spears kom fram í morg-
unþættinum Today show með Matt
Lauer á fimmtudag og var greini-
lega mikið niðri fyrir vegna
umfjöllunar fjölmiðla um hana.
Lauer sýndi henni og áhorfendum
hvert slúðurblaðið á fætur öðru
sem fjallað hefur um söngkonuna
og var hún gráti næst. „Veistu
hvað? Ég verð bara að búa til mitt
eigið tímarit. Ég verð að stofna
eigið blað og segja frá sannleikan-
um,“ sagði Britney.
Nýlega staðfesti Britney að
hún væri ófrísk en raddir hafa
verið uppi um að hún og Kevin
Federline séu að skilja. Aðspurð
hvort Kevin sofi enn í húsi þeirra
játaði hún því, og neitaði að hann
svæfi í kjallaranum. „Hann hjálp-
ar mér. Hann verður að gera það.
Ég er í tilfinningalegu rusli núna.
Ekki á slæman hátt − stundum fer
ég að hlæja móðursýkislega, og
svo allt í einu fer ég að gráta.
Þetta eru bara hormónarnir. Svo
mér finnst gott að hafa eiginmann
minn hjá mér til að veita mér
félagsskap,“ sagði Britney við
Lauer. Hún sagði jafnframt að
ásakanir um að hún væri slæm
móðir gerðu hana sterkari. En
þegar Lauer spurði hana út í pap-
arazzi-ljósmyndarana fór söng-
konan unga að hágráta. „Þið verð-
ið að skilja að við erum fólk og við
þurfum bara næði og virðingu og
þetta eru hlutir sem við þurfum
sem manneskjur,“ sagði Britney.
Nú er bara að vona að ljósmynd-
ararnir í Hollywood virði óskir
hennar.
Britney niðurbrotin
í sjónvarpsviðtali
BRITNEY SPEARS Britney á ekki sjö dagana sæla en hún beit frá sér í sjónvarpsþætti á
fimmtudag og skammaði paparazzi-ljósmyndara sem hafa hundelt hana.
Angelina Jolie sagði við blaðamenn
á dögunum að hún hefði verið skelf-
ingu lostin á meðan á fæðingu
Shiloh stóð. Óttaðist hún mest að
stúlkan myndi fæðast andvana.
„Ég var ekki viðstödd fæðingu
fyrstu tveggja barna minna en
þarna varð ég allt í einu logandi
hrædd um að barnið myndi ekki
anda í fyrstu,“ sagði Jolie. „Það
eina sem ég vildi heyra var grátur
frá henni,“ bætti hún við. Shiloh
var tekin með keisaraskurði og var
unnusti leikkonunnar, Brad Pitt,
viðstaddur aðgerðina. Jolie var
mjög ánægð með aðstöðuna í Nam-
ibíu og hrósaði læknum landsins í
hástert.
Sögusagnir um að Britney
Spears hyggist fara sömu leið og
Jolie hafa verið á kreiki en fjöl-
miðlafulltrúi poppdívunnar þver-
tekur fyrir allt slíkt. Ferðamála-
fulltrúi Namibíu hafði áður lýst því
yfir að Spears hefði haft samband
en dró síðan þá fullyrðingu tilbaka.
Jolie hrædd
JOLIE Var logandi hrædd um að hún myndi
fæða andvana barn.
Bandaríska Hollywood-goðsögnin,
Paul Newman, hefur tilkynnt að
hann eigi einungis eina mynd eftir
á sínum ferli en þetta kom fram á
góðgerðasamkomu sem Newman
hélt fyrir langveik börn, málefni
sem hefur verið honum ákaflega
hugleikið.
Leikarinn frægi hefur verið
sex áratugi á hvíta tjaldinu og
hlaut Óskarinn fyrir túlkun sína á
Fast Eddie Falson árið 1986 í kvik-
myndinni The Color of Money.
Newman vildi með engu móti gefa
upp hver yrði hans síðasta mynd.
Newman að hætta
PAUL NEWMAN Sagðist á blaðamannafundi
einungis eiga eina mynd eftir á sínum
langa en farsæla ferli.