Fréttablaðið - 19.06.2006, Síða 83
MÁNUDAGUR 19. júní 2006 35
FÓTBOLTI FIFA þurfti að hafa
afskipti af leikmönnum Tógó sem
ætluðu sér ekki að mæta í leikinn
gegn Sviss í G-riðli HM í dag.
Leikmenn liðsins eiga í deilum við
knattspyrnusamband landsins
vegna greiðslu fyrir að spila á
mótinu og á meðan deilan stendur
gátu þeir ekki hugsað sér að spila.
„Þeir vildu ekki spila leikinn,“
sagði talsmaður FIFA sem talaði
leikmenn Tógó til í gær.
„Við tjáðum þeim að ef þeir
mættu ekki hefði það mikil áhrif
og þeim var tjáð hversu óraun-
sæir og ósanngjarnir þeir voru,“
bætti talsmaðurinn við en leik-
menn Tógó fóru ekki úr æfinga-
búðum sínum í tæka tíð gær og
misstu því af flugi sínu til Dort-
mund þar sem leikurinn fer fram í
dag. Eftir miklar umræður ákváðu
þeir loksins að fara og nældu sér í
flug á síðustu stundu.
„Við erum í rútunni núna,“
sagði Otto Pfister í símaviðtali í
gær en bætti við að hann hefði
ekki hugmynd um hvort deilan
hefði leyst og að hann hefði ekki
áhuga á því að vita það. Pfister
sjálfur hætti rétt fyrir fyrsta leik-
inn gegn Suður-Kóreu, en hætti
síðan við að hætta á síðustu stundu.
Það er því greinilega ekki tekið
með sældinni að fara með Tógó á
HM í Þýskalandi.
Leikmenn frá þessu smáríki í
Afríku heimtuðu 155.000 evrur
hver fyrir að spila á mótinu frá
knattspyrnusambandi Tógó, 30.000
evrur fyrir sigur og helming þess
fyrir jafntefli. Forráðamenn
knattspyrnusambandsins sögðu
þó að þessar upphæðir væru alltof
háar en meðaltekjur í Tógó eru
undir 800 evrum á mánuði.
Aldrei hefur það gerst að lið
sem komist hefur í lokakeppni
HM hafi ekki mætt í leik í 76 ára
langri sögu HM, en það stóð tæpt í
þetta sinn. Þjóð sem gerir það á
yfir höfði sér háa fjársekt og lík-
lega útilokun frá næstu heims-
meistarakeppni. - hþh
Leikmenn Tógó eru að gera allt vitlaust á HM:
Ætluðu ekki að spila
gegn Svisslendingum
LEIKMENN TÓGÓ Fagna hér marki sínu í 2-1 tapleik gegn Suður-Kóreu en þeir eiga í hörð-
um deilum þessa dagana. NORDICPHOTOS/AFP
F-riðill:
JAPAN-KRÓATÍA 0-0
BRASILÍA-ÁSTRALÍA 2-0
1-0 Adriano (49.), 2-0 Fred (90.)
STAÐAN
BRASILÍA 2 2 0 0 3-0 6
ÁSTRALÍA 2 1 0 1 3-3 3
KRÓATÍA 2 0 1 1 0-1 1
JAPAN 2 0 1 1 1-3 1
G-riðill:
FRAKKLAND-SUÐUR-KÓREA 1-1
1-0 Thierry Henry (9.), 1-1 Ji-Sung Park (81.).
STAÐAN
SUÐUR-KÓREA 2 1 1 0 3-2 4
FRAKKLAND 2 0 2 0 1-1 2
SVISS 1 0 1 0 0-0 1
TÓGÓ 1 0 0 1 1-2 0
Á morgun mætast Tógó og Sviss kl. 13, Sádi-Arab-
ía gegn Úkraínu er kl. 15 og um kvöldið mætast
Spánn og Túnís.
HM 2006
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Það er lítill meistarabrag-
ur á leik Brasilíu á HM en þrátt
fyrir það er liðið búið að vinna
báða leiki sína á mótinu, ekki feng-
ið á sig mark og er komið í sextán
liða úrslit. Þó það vanti samba-
taktana í liðið sýna úrslit síðustu
leikja hversu ógnarsterkt liðið er
og finni Brasilíumenn sambatakt-
inn sinn mega andstæðingarnir
fara að vara sig.
Sigurinn á Áströlum var ekki
sannfærandi en Ástralar fengu
verulega góð færi til að jafna leik-
inn í stöðunni 1-0 og besta færið
fékk Liverpoolmaðurinn Harry
Kewell er hann stóð einn fyrir
framan opið markið en tókst á ein-
hvern ótrúlegan hátt að skjóta
boltanum yfir markið.
„Við erum ánægðir með að vera
komnir áfram og sigurinn var
verðskuldaður,“ sagði Carlos
Alberto Pareira, þjálfari Brasilíu.
„Ástralar sköpuðu okkur viss
vandræði um tíma en í heildina
voru fleiri jákvæðir en neikvæðir
hlutir í gangi hjá okkur.“
Hollendingurinn Guus Hidd-
ink, þjálfari Ástrala, segir Brasil-
íu þurfa að bæta leik sinn ætli liðið
sér meistaratitilinn. „Brasilía er
ekki upp á sitt besta og var í mikl-
um vandræðum í seinni hálfleik.
Þeir spila ekki eins og heimsmeist-
arar en eru samt að braggast. Ann-
ars er ég stoltur af mínu liði því
það gaf allt og með smá heppni
hefðum við getað nælt í stig. Mór-
allinn er góður og við eigum enn
möguleika. Þetta er ekki búið,“
sagði Hiddink. - hbg
Ástralar voru klaufar gegn heimsmeisturum Brasilíu:
Sambalausir Brasilíumenn
komnir í sextán liða úrslitin
SLAKUR Ronaldo gat ekkert annan leikinn í
röð og var tekinn af velli.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
KOMINN Á BLAÐ Adriano kom Brasilíu á bragðið og fagnar hér marki sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FÓTBOLTI Háttsettur meðlimur
innan FIFA, Ismael Bhamjee frá
Botswana, var sendur heim frá
Þýskalandi í gær eftir að upp komst
um miðabrask hans. Bhamjee seldi
miða á völlinn í Þýskalandi á þre-
falt hærra verði en hann átti að
gera og hirti mismuninn sjálfur.
„Ég er virkilega vonsvikinn með
þetta, svona mál gerir mig brjálað-
an,“ sagði Sepp Blatter, forseti
FIFA, en það var blaðamaður frá
Englandi sem sýndi fram á sönnun-
argögn um málið.
„Ég sé mjög mikið eftir þessu
og bið FIFA og alla hluteigandi
afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu frá
Bhamjee sem seldi miðana á leik
Englands og Trínidad á 380 evrur,
en venjulegt verð á leikinn var 127
evrur. - hþh
Ismael Bhamjee:
Rekinn heim
með skömm
FÓTBOLTI Vandræðagangur Frakka í
heimsmeistarakeppninni hélt
áfram í gær. Þá mættu þeir spræku
liði Suður-Kóreu og urðu að sætta
sig við jafntefli, 1-1. Góðu fréttirn-
ar voru þó þær að Frökkum tókst
að skora en þeir náðu ekki að skora
mark í síðustu keppni og margir
Frakkar voru farnir að óttast álíka
niðurlægingu á þessu móti.
Henry skoraði fyrir Frakka í
fyrri hálfleik en Park jafnaði tíu
mínútum fyrir leikslok. Frakkar
reyndu hvað þeir gátu til að jafna
það sem eftir lifði en það var of
lítið og of seint.
Það var þungt hljóðið í franska
hópnum eftir leikinn og ekki er
laust við að örlítil örvænting sé
farin að gera vart við sig hjá liðinu
enda lítur það ekki út fyrir að geta
gert stóra hluti á þessu móti miðað
við spilamennskuna það sem af er.
Jafnt í leik Frakka og Kóreu:
Frakkar í vond-
um málum
SÍÐASTI LEIKURINN? Það var ekki hátt risið
á Zinedine Zidane eftir leikinn og hann
leit ekki einu sinni á þjálfarann Raymond
Domenech er hann var tekinn af velli.
Zidane fékk gult spjald í leiknum og er því
í banni gegn Tógó. Frakkar eru ekki öruggir
áfram og því var þetta kannski síðasti leikur
Zidane. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP