Fréttablaðið - 25.06.2006, Page 27

Fréttablaðið - 25.06.2006, Page 27
Iðjuþjálfi Iðjuþjálfi óskast í 50% starf á endurhæfingarsviði, Landakoti, í tímabundna stöðu til áramóta með möguleika á framleng- ingu. Leitað er að iðjuþjálfa sem hefur áhuga á að starfa með öldruðum þar sem áhersla er á teymisvinnu í skemmtilegu og lifandi vinnuumhverfi. Iðjuþjálfar sinna sex legudeildum sem skiptast í tvær 5 daga og eina 7 daga endurhæfingardeildir, tvær deildir fyrir heila- bilaða og líknardeild. Einnig er 60 plássa dagdeild sem iðju- þjálfar sinna sem og sérhæfðum verkefnum á göngudeild. Á Landakoti fer fram mat, greining og endurhæfing aldraðra. Umsóknir berist fyrir 9. júlí n.k. til Rósu Hauksdóttur, yfiriðju- þjálfa, iðjuþjálfun Landakoti sími 543 9841, netfang rosah@landspitali.is og veitir hún upplýsingar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur, iðjuþjálfa, sími 543 9834, netfang kristink@landspitali.is. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjár- málaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali – háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Heilsugæslan í Fjarðabyggð Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsir lausar stöður yfirlæknis, heilsugæslulæknis, hjúkrunarstjóra, hjúkrunarfræðings og ljósmóður við Heilsugæslu Fjarðabyggðar. Heilsugæsla Fjarðabyggðar er með starfs- stöðvar á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðs- firði og Stöðvarfirði, en heilsugæsluum- dæmi þessi verða sameinuð frá og með 1. október 2006. Heilsugæslan í Neskaup- stað verður enn um sinn rekin í tengslum við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Í allar stöðurnar er ráðið frá og með 1. október nk. Á starfssvæðinu búa um 3.500 manns auk fjölda starfsmanna við byggingu álvers. Á næstu árum mun íbúum fjölga verulega. Gert er ráð fyrir að 4 læknar starfi við heilsugæsluna og einn þeirra gegni stöðu yfirlæknis. Þá er gert ráð fyrir 4 - 5 stöðum hjúkrunarfræðinga og mun einn þeirra gegna stöðu hjúkrunarstjóra. Góð starfsaðstaða er á heilsugæslustöðvun- um og í sveitarfélaginu er boðið upp á margháttaða þjónustu. (Sjá www.fjardabyggd.is) Umsóknarfrestur er til 23. júlí 2006. Umsóknir skulu berast til Einars Rafns Haraldsson- ar, (einarrafn@hsa.is) / 861-1999, framkvæm- darstjóra, eða Emils Sigurjónssonar, (emils@hsa.is) / 895 2488 rekstrarstjóra, Strandgötu 31, 735 Eskifirði, sem jafnframt veita upplýsingur um störfin ásamt Lilju Aðalsteinsdóttur hjúkrunar- forstjóra lilja@hsa.is) / 860 1920 og Stefáni Þórarinssyni, lækningaforstjóra (stefanth@hsa.is) / 892 3095 Vík í Mýrdal starfsfólk óskast Í grunnskólanum eru um 70 nemendur í 1. -10.bekk. Góður starfsandi og öflugt starfslið. Áhersla á mann- rækt og umhverfi, unnið með samskipti, einstaklings- miðað nám og skrefin sjö að Grænfánanum. Heimasíða skólans er http://gsm.ismennt.is Umsjónarkennari Grunnskólann vantar umsjónarkennara. Húsnæðisfríðindi og flutningstyrkur. Nánari upplýsingar veita : Kolbrún Hjörleifsdóttir skólastjóri s: 4871400, kolbrun@ismennt.is Sveinn Pálsson sveitarstjóri s: 4871210, sveitarstjori@vik.is Umsóknarfrestur er til 9.júlí Dvalar- og hjúkrunarheimili Hjallatún er notalegt heimili með um 20 heimilismönnum í hjúkrunar- og vistrýmum. Hjúkrunarfræðingur Hjallatún leitar að hjúkrunarfræðingi í 70 % stöðu og bakvaktir aðra hvora viku. Staðan er laus frá 15. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri: Guðlaug Guðmundsdóttir s: 487-1348 eða 864-1348. hjallatun@vik.is Umsóknarfrestur er til 9. júlí. Tónskólinn er til húsa með grunnskóla Mýrdalshrepps og vinnur í nánu samstarfi við grunnskólann. Nemendur eru milli 20 og 30 Tónskólastjóri – tónskólakennari - organisti Við Tónskóla Mýrdælinga er laus ein og hálf staða tónskólastjóra og tónlistakennara. Auk þess er laus staða organista við Víkurkirkju. Nánari upplýsingar veita: Sveinn Pálsson sveitarstjóri s: 4871210, sveitarstjori@vik.is Helga Halldórsdóttir, form. sóknarnefndar s: 4871210, helga.halldorsdottir@vik.is Umsóknarfrestur er til 9. júlí Mýrdalshreppur www.vik.is Mýrdalshreppur er um 500 manna sveitarfélag. Í Vík er öll almenn þjónusta svo sem grunn- leik- og tónskóli, heilsugæsla, dvalar- og hjúkrunarheimili, íþróttahús og sundlaug. Mikil áhersla er lögð á æskulýðs- og íþróttamál og aðstaða er góð m.a. glæsilegur frjálsíþróttaleikvangur. Náttúrufegurð er rómuð í Vík og nágrenni og margir möguleikar til útivistar. Vík er í um 2 klst fjarlægð frá Reykjavík og samgöngur eru greiðar árið um kring. Ferðaþjónusta er öflug og vaxandi í sveitarfélaginu og fjölbreyttir möguleikar eru fyrir fólk með ferskar hugmyndir. Sveitarfélagið og stofnanir þess eru þátttakendur í verkefni Lýðheilsustöðvar Allt hefur áhrif einkum við sjálf. ATVINNA SUNNUDAGUR 25. júní 2006 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.