Fréttablaðið - 25.06.2006, Qupperneq 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Ný
tt!
+ Staðgreiðsluverð
+ Lægri vextir
+ Lægri kostnaður
+ Til allt að 36 mánaða
+ Framlengdur ábyrgðartími
+ Flutningstrygging
+ Vildarpunktar
VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu-
dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu.
– HAGSTÆÐAR AFBORGANIR
Spurðu um ENNE
M
M
/
S
ÍA
Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000
Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
Nánar á www.expressferdir.is/golf eða í síma 5 900 100
www.expressferdir.is/golf
Express Ferðir bjóða pakkaferðir við allra hæfi á frábæra golfvelli á Englandi og Spáni. Aðstaðan er eins og best
verður á kosið, fyrsta flokks hótel og iðagrænir 18 holu vellir. Vallaraðstæður eru frábærar: Skógar allt um kring
sem skapa aðstæður sem reyna á hæfni hvers og eins og gildir þá einu hvort golfarinn er byrjandi eða þaulreyndur.
Fuglar eru eftirsóknarverðir, ernir sjaldséðir og albatrossar nánast útilokaðir. Skelltu þér á www.expressferdir.is/golf
og kynntu þér kostina!
HÓTEL SIDI SAN JUAN
Glæsilegt fimm stjörnu lúxushótel í smábænum San Juan sem er steinsnar
frá Alicante á Spáni. Öll herbergi hafa svalir með útsýni yfir hafið. Allt til alls,
frábær veitingastaður, glæsileg heilsulind, tennisvellir, inni- og útilaug og
leiksvæði fyrir börnin. Hótelið býður sérstaka þjónustu fyrir golfara: Bókar
teigtíma, far á vellina, geymslur fyrir golfsett o.fl. Hótelið á í samstarfi við fjölda
golfvalla og eru fjórir þeirra í næsta nágrenni: Golf Alicante (2 km): Völlur
hannaður af Seve Ballesteros. Beinar brautir og hættulegar glompur og
tjarnir. Bonalba (8 km): Mikið af trjám, tjörnum og sandgryfjum. Fjölbreyttur
og skemmtilegur völlur. El Plantino (16 km): Einn 18 holu völlur og annar
níu. Við 18 holu völlinn eru 36.000 tré og þrjú vötn! Alenda (20 km): Völlur
sem hentar öllum golfurum, byrjendum og lengra komnum.
BONALBA
Bonalba er stórskemmtilegt svæði rétt utan við Alicante á Spáni. Gist er í
sumarhúsum og því ýmsir möguleikar í boði, allt frá tveimur í íbúð og upp í
heilar fjölskyldur í stórum einbýlishúsum. Öllum sumarhúsunum fylgir
aðgangur að sundlaugum og með stærri húsunum fylgir einkasundlaug.
Fullkomin líkamsræktaraðstaða með heilsulind. Golfvöllurinn er einstakur 18
holu, par 72. Á honum var leikið til úrslita í spænsku atvinnumannaröðinni
'97 og '98 og Costa Blanca áskorendamótið og áskorendamót Evrópu
fóru einnig á þessum frábæra velli.
MANOR OF GROVES
Vel búið og huggulegt golfhótel með öllum þægindum, aðeins 16 km frá
Stansted flugvelli. Gullfallegt umhverfi, fínir veitingastaðir og frábær
aðstaða til heilsuræktar og hvers kyns dekurs. Golfvöllurinn er krefjandi og
afar skemmtilegur 18 holu, par 71 völlur. Hægt er að fá fyrsta flokks
golfkennslu, leigja golfbíla, kerrur og kylfur og fyrir þá sem vilja gera góð
kaup er mjög góð golfverslun á staðnum.
MARRIOTT HANBURY MANOR
Glæsilegt og margverðlaunað fimm stjörnu golfhótel í London. Rúmgóð
herbergi, frábærir veitingastaðir, sundlaug, tennisvellir, æfingaaðstaða, spa
og nudd. Þá er völlurinn ekki af verri endanum: 18 holu, par 72, PGA-völlur
sem hefur verið völlur Opna enska meistaramótsins.
FUGL Í SKÓGI!
BÓKAÐU GOLFFERÐINA Á EXPRESSFERDIR.IS/GOLF
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Verð frá 65.900 kr.
Flug, skattar, gisting í 2 nætur, morgunverður og 2 golfhringir
Verð pr. einstakling í tveggja manna herbergi.
Verð frá 49.900 kr.
Flug, skattar, gisting í 2 nætur, morgunverður og 3 golfhringir
Verð pr. einstakling í tveggja manna herbergi.
Verð frá 69.900 kr.
Flug, skattar, gisting í 7 nætur og 5 golfhringir
Verð pr. einstakling m.v. 6 manns saman í húsi.
Verð frá 83.908 kr.
Flug, skattar, gisting í 5 nætur, morgunverður og 5 golfhringir
Verð pr. einstakling í tveggja manna herbergi.
������������������������������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
������������
�������������� �
���������������������
����������
Nýlega gerði ég tilraun til að lesa sjálfshjálparbók, mér
datt í hug að það væri vit í henni
því titillinn var hnyttinn og í henni
átti austræn speki að blandast
vestrænni á nýjan og frumlegan
hátt. Þegar spurningin „hvernig
getur þér þótt vænt um aðra ef þér
þykir ekki vænt um sjálfan þig?“
var sett fram eins og augljóst væri
að enginn gæti gert öðrum gott
nema hafa náð djúpri innri sátt við
sjálfan sig með tilheyrandi sálar-
friði, gafst ég upp. Samkvæmt
þessari bók er trixið við að öðlast
þennan frið og þessa sátt í því fólg-
ið að fara til Indlands, dýrðarríkis
fátæktar og barnaþrælkunar, og
hugsa þar um sjálfan sig.
MÉR finnst aftur á móti eðlilegra
að spyrja: „Hvernig er hægt að
þykja vænt um einhvern sem
hugsar bara um sjálfan sig?“
STAÐREYNDIN er auðvitað sú
að eina manneskjan í heiminum
sem ekki er skítsama um það
hvernig þér líður með sjálfan þig
ert þú. Til að geta hjálpað öðrum,
lagt öðrum lið, reist einhvern við
eða stutt á einhvern hátt er per-
sónuleg innri sátt jafn nauðsynleg
og vasaljós í björtu. Saga þín og
samviska skipta engu máli þegar
þú gefur svöngum manni brauð.
Það hefur engin áhrif á næringar-
gildi brauðsins hvort þú ert á
bömmer yfir fortíðinni og átt erf-
itt með að horfast í augu við sjálf-
an þig í spegli eða hvort hver
hugsun þín sé í óaðfinnanlegum
samhljómi við nið almættisins.
Brauð er brauð.
ÞANNIG að ef þú átt í erfiðleik-
um með að sættast við sjálfan þig
og það hjálpar þér ekki að loka þig
af frá öðru fólki og einbeita þér að
því að hugsa þig upp í sjálfsvænt-
umþykju af eigin rammleik inni í
hausnum á þér, þá gætirðu prófað
að hætta að hugsa bara um sjálfan
þig og farið út og hjálpað öðrum –
án þess að skeyta um það hvernig
þér líður með það og þig og þitt á
meðan.
EF þú gerir það í dag er ég viss um
þér finnst pínulítið auðveldara að
bera virðingu fyrir manneskjunni
sem þú sérð í speglinum í kvöld en
þessari sem blasti við þér í honum
í morgun. Þér kynni jafnvel að
þykja agnarögn vænna um sjálfan
þig í kjölfar þess að þín svarta for-
tíð hefur skánað um einn dag.
ÞAÐ besta við þessa aðferð er að
ef þú gerir þetta aftur á morgun
hefur hún skánað um tvo.
Munkurinn sem
seldi sjálfshjálp-
arbókina sína