Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 18

Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 18
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum fyrir í bílnum. Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Sterku kerrurnar frá Camp-let í mörgum stærðum Fortjöld frá Isabella fyrir fellihýsi, ferðabíla og hjólhýsi. Örugglega bestu fortjöld sem fáanleg eru. Verð frá 19.900 Farangurs kassar Það sem upp á vantar Hestakerrur frá Camp-let sem bera af Ný hentug skjóltjöld í garða frá Isabella. Verð frá 24.900 kr. Fjórir Íslendingar ætla að taka þátt í 100 kílómetra ofurmaraþonhlaupi í Lapp- landi aðfararnótt laugar- dags. Þetta eru hlaupararn- ir Elín Ruth Reed, Pétur Franzson, Gunnar Richter og Ellert Sigurðsson. Fjórmenningarnir verða í hópi 47 hlaupara sem munu þreyta þetta ofurmaraþon. Hlaupararnir eru alls staðar að úr heimnum. „Þetta er eitt af fáum næturhlaup- um í heiminum. Það er startað klukkan tíu á föstudagskvöldið og svo er hlaupið alla nóttina. Þetta er norðar en Reykjavík og bjart nánast allan sólarhringinn,“ segir Elín. „Við völdum þetta hlaup aðal- lega svo að við myndum ekki lenda í miklum hita því að hita- stigið þarna er svipað og hér að nóttunni en annars er þetta bara ævintýri. Þetta er á óvenjulegum stað og fáir sem fara þarna, það er út úr allri alfaraleið.“ Ofurmaraþonhlaupið verður ræst í litlum bæ sem heitir Adak í sænska hluta Lapplands. Hlaupið er svo að segja tvískipt, 50 kíló- metrar eru á möl og í skógi og 50 kílómetrar á malbiki. Hlaupaleið- in er hæðótt og er hlaupið í kring- um nokkur vötn sem tengjast saman. Adak er svo lítill bær að þar er hvorki hótel né veitingastaður. Fjórmenningarnir fengu auða íbúð til umráða og munu liggja þar á dýnum þær nætur sem þau verða á svæðinu. Aðrir þátttak- endur munu gista í skólastofum og á tjaldsvæði. Elín á von á því að hlaupið geti tekið frá átta tímum. Sjálf á hún von á að vera 11-12 klukkustundir á hlaupum og telur að það verði helst mýflugur sem skapi óvissu. „Það má búast við að það verði mikið mý á svæðinu og ég veit ekki hvernig það kemur út,“ segir hún. Hlaupararnir hafa undirbúið sig í hálft ár og hlaupið að meðal- tali um 95 kílómetra á viku. Frá áramótum hefur hópurinn hlaup- ið sjö hlaup sem eru lengri en 35 kílómetrar. ghs@frettabladid.is Taka þátt í nætur- hlaupi í Lapplandi OFURMARAÞON Í LAPPLANDI Ofurmaraþonhlaupararnir Ellert Sigurðsson, Pétur Franzson, Gunnar Richter og Elín Ruth Reed. Hlaupið verð- ur ræst klukkan tíu á föstudagskvöldið og hlaupið alla nóttina. „Þetta er bara ævintýri,“ segir Elín. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN „Ég get ekki sagt að vand- ræði Dorrit við að komast frá Ísrael komi mér á óvart í sjálfu sér. Það virðast vera einhverjar reglur í gildi í Ísrael um að maður verði að framvísa sínu ísraelska vegabréfi í Ísrael ef maður er með slíkt vegabréf á annað borð. Ég hefði ekki boðið í það á sínum tíma ef eitthvað hefði komið upp á hjá okkur hjónum í sam- bandi við vegabréf þegar við vorum að ferðast frá Ísrael. Við hefð- um sjálfsagt þurft að gefa heilmiklar skýringar þannig að það kemur ekki á óvart að heyra sögur af fólki sem lendir í erfiðleikum að komast út úr Ísrael,“ segir Stefán Haraldsson, formaður Farfugla. Stefán var á ferðalagi á vegum Far- fugla í Ísrael í janúar 2000. Hafði verið þar á fundi og framlengdu þau hjónin dvöl sína. Þau ætluðu að fljúga frá Tel Aviv og mættu á flugvöllinn snemma morguns en Stefán var þá fárveikur. Þegar þau voru búin að innrita sig og fara í gegnum ítarlega vopnaleit voru þau tekin í yfirheyrslur hvort á sínum borðsendanum. „Við vorum spurð um það hvað við hefðum verið að gera í Ísrael, hvert við hefðum ferðast í landinu, við vorum mikið spurð út í fundinn, á hverra vegum hann væri, hvaða fólk hefði staðið að honum, við hverja við hefð- um talað og um hvað, hverja við hefðum hitt og hver hefði skipulagt það. Þetta var ekki nein ferðamannakönnun. Þetta voru vopnaðir landamæraverðir sem yfirheyrðu okkur um okkar ferðir og við vissum reyndar fyrirfram að slíkt væri gert. Það er umtalað og það vita allir sem fara til Ísrael. Það er auðvelt að komast inn í landið en erfitt að komast út úr landinu. En manni fannst þetta vera óþægileg og nærgöngul yfirheyrsla,“ segir hann. Hjónin voru langa hríð í yfirheyrslu hvort í sínu lagi. „Ég var svo veikur að ég hafði ekkert tímaskyn en fyrir rest frekjaðist ég svolítið, sagðist vera fárveikur og myndi gubba og þá var mér sleppt,“ segir hann. SJÓNARHÓLL FERÐALÖG TIL OG FRÁ ÍSRAEL Nærgöngul yfirheyrsla „Hún gekk bara mjög vel og þetta var bara æðislegt,“ segir Bjarki Birgisson aðspurður um hvernig hjólreiðaferðin hafi gengið en hann og Gyða Rós Bragadóttir komu í bæinn á föstudag úr hjólreiðaferð sinni um landið. Ferðin var farin til að vekja athygli á börnum með geðraskanir og er til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). „Það er bara ánægjulegt að vera búinn að þessu, gaman að verða fyrsti einstaklingurinn til að bæði hjóla og labba hringinn í kringum Ísland,“ segir Bjarki en í fyrra gekk hann hringinn ásamt Guð- brandi Einarssyni undir kjörorð- inu Haltur leiðir blindan. Þau eru sammála um að það sem hafi verið eftirminnilegast úr ferðinni var hversu veðrið var breytilegt, allt frá sól og hita til stórhríðar. Erfið- ast segja þau að hafi verið mót- vindurinn og brattar brekkur, og heiðarnar reyndust strembnar. „Við bjuggumst við að Kambarnir yrðu erfiðastir en þeir voru eigin- lega léttastir,“ segir Bjarki. Gyða segir ferðina hafa verið bæði skemmtilega og erfiða og leiðinlegast hafi verið þegar veðrið lék þau grátt með kulda og vindi. „Ég bjóst ekki við því að það myndi fara að snjóa eða koma hálka, maður hélt að það yrði komið sumar,“ segir Gyða. Bjarki segist ætla að taka sér hvíld í tvö ár frá hringferðum en útilokar ekki að sú þriðja verði farin í framtíðinni. Það sem tekur við núna hjá þeim er frí og að hvíla sig vel. ■ Fengum alls konar veður BJARKI OG GYÐA VIÐ HEIMKOMUNA ÁSAMT INGIBJÖRGU PÁLMADÓTTUR Þau hafa verið tæpar sex vikur í ferðinni en hringvegurinn er 2.700 kílómetra langur. STEFÁN HARALDSSON „Ég er að setja mig inn í nýja starfið þessa dagana og kynna mér starfsemi Alcoa og kynna mér afstöðu sveitastjórna á svæðinu“ segir Kristján Þ. Halldórsson rekstrarverkfræðingur sem nýverið var ráðinn verkefnisstjóri samfélagsmála hjá Alcoa á Norðurlandi. Kristján býr ásamt fjölskyldu sinni á Kópaskeri og hefur búið það undanfarin fjórtán ár, en hann er fæddur og upp alinn upp í nágreni Kópaskers. Hann þekkir því aðstæður á norðurlandi mjög vel. Kristján segist munu verða eitthvað á ferðinni næstu vikur vegna nýja starfsins en síðar í sumar verði væntanlega komið upp fastri aðstöðu á Húsavík. „Alcoa auglýsti eftir verkefnisstjóra í samfélags- málum hér á svæðinu vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík og þar sem ég hef mikinn áhuga á framgangi þess máls, sem er afar mikilvægt fyrir okkur hér á Norðurlandi, ákvað ég að sækja um starfið. Það stóð líka þannig á að ég var milli verkefna og það hentaði því vel núna að taka þetta verk að mér.“ Kristján hefur gaman af því að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er nú nýlega kominn frá Frakklandi, þar sem hann gekk ásamt vinum sínum og eiginkonu á fjallið Mont Blanc. „Þetta var ólíkt því sem ég hef prófað áður. Það var gaman að kynnast þessu svæði og sjá hvernig menn bera sig að. Við fengum heimamenn með okkur og það var gaman að læra af snjöllu fólki á svæðinu.“ Kristján segist hlakka til að takast á við þau fjöl- mörgu verkefni sem bíða hans sem verkefnisstjóri samfélagsmála hjá Alcoa. „Það er mikið hagsmuna- mál fyrir okkur að af þessum framkvæmdum verði og ég mun vinna ötullega að því.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTJÁN Þ. HALLDÓRSSON, VERKEFNISSTJÓRI SAMFÉLAGSMÁLA HJÁ ALCOA Á NORÐURLANDI Hef gaman af krefjandi verkefnumÓhreinir menn „Viðkomandi hljóta að hafa verið ansi þurfandi fyrir bað.“ ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON, SÝSLUMAÐUR Í ÁRBORG, UM ÞJÓFNAÐ Á HEITUM POTTI ÚR SUMARBÚSTAÐ Á SVÆÐINU. FRÉTTABLAÐIÐ, 28. JÚNÍ. Frestanir „Það þarf að hægja á undir- búningi nýs tónlistarhúss og fresta hátæknisjúkrahúsi“ GUNNAR BIRGISSON, BÆJARSTJÓRI Í KÓPAVOGI, UM FRAMKVÆMDIR RÍKISINS. MORGUNBLAÐIÐ, 28. JÚNÍ.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.