Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 23 leika stórt hlutverk í þessari fléttu, eftir að hafa verið komnir í óþægilega stöðu sem minnihluta- eigendur í Straumi. Andað hefur köldu milli Björgólfs Thors og Magnúsar um langa hríð, miklu lengur en frá aðalfundi Straums þegar allt fór í háaloft. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Björgólfur Thor losna við Magnús úr Straumi í janúar með því að kaupa fimmtán prósenta hlut Eyjamannsins en Magnús tók það ekki í mál. Björgólfur Thor sagði sjálfur í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann hefði verið tilbúinn að selja hlut sinn í mars fyrir reiðufé, en ekki hlutabréf, en enginn kaupandi var til staðar. Hagnaður þeirra Kristins og Magnúsar af fjárfestingu sinni í Straumi er með ólíkindum en þeir keyptu stóran hlut árið 2003 þegar Straumur var lítið en stórhuga fjárfestingafélag. Magnús keypti tæp tíu prósent á genginu 4,55 en salan fór fram á genginu 18,9. Þeir félagar munu vera hæstánægðir með viðskiptin og eru síður en svo sestir í helgan stein, enda fá þeir stóran hlut í FL Group, Magnús fimmtán prósent og Kristinn tíu prósent sem þýðir væntanlega að þeir munu setjast síðar í sjö manna stjórn. Ekki er þó víst að bandalag þeirra nái lengra en sem því nemur, en því má ekki gleyma að þeir eru með óbeinum hætti hlut- hafar í Straumi, og gleyma líklega aldrei samskiptum sínum við Björgólf. Boltinn hjá Björgólfi Eftir stendur að þau læti, sem valdið hafa Straumi ómældum skaða, eru horfin en valdamynstr- ið í eigendahópnum hefur tekið breytingum. Björgólfur Thor fer áfram með meirihluta en minni- hlutinn hefur margfaldað styrk sinn eftir komu FL Group, félags í eigu fjölda peningamanna, og lætur seint vaða yfir sig. Ekki er talið ólíklegt að mikið eigi eftir að gerast í Straumi og á hlutabréfa- markaði á næstunni. Boltinn er hins vegar hjá Björgólfi sem ræður stöðunni. Vill hann nánara samstarf, uppskiptingu eða yfir- töku? BANDARÍKIN, AP Fólk sem hefur ensku að móðurmáli leysir reikn- ingsdæmi á annan hátt en það sem elst upp við kínversku. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á virkni heilahvela við lausn á reikningsdæmum. Tveir hópar fólks, sem höfðu annars vegar ensku og hins vegar kínversku að móðurmáli, voru látnir leysa einföld reiknings- dæmi og notuðu báðir hóparnir arabísku tölustafina, sem nýttir eru í kínversku, ensku og íslensku. Báðir hóparnir leystu dæmin án vandkvæða, og nýttu við það þann hluta heilans sem notaður er við lestur og skilning á magni. Hins vegar kom það vísinda- mönnunum á óvart að uppgötva að þeir enskumælandi nýttu einn- ig þann hluta heilans sem hefur með tungumál að gera, á meðan þeir kínversku notuðu þann hluta heilans sem hefur með skilning á myndrænum upplýsingum að gera, að sögn Yiyuan Tang, kín- versks háskólaprófessors sem leiddi rannsóknina. Talið er að rannsóknin geti leitt til uppgötvana sem gætu auðveldað samskipti mismunandi þjóða og þjóðfélagshópa, því hún útskýrir að hluta til mismuninn í hugsun Bandaríkjamanna og Kín- verja, að sögn Tang. Rannsóknin var fjármögnuð bæði af kínverskum og banda- rískum aðilum og voru niðurstöð- urnar birtar í bandarísku vís- indatímariti á þriðjudag. - smk Niðurstöður nýrrar könnunar á virkni heilahvela þegar kemur að stærðfræðinni: Móðurmálið lykilatriði í lausn dæma LEITAÐ LAUSNA Enskumælandi og kínverskumælandi fólk notar mismunandi hluta heilans þegar kemur að lausn stærðfræðidæma. HRÁSLAGAVEÐUR Rok og rigning ríkti í New York í gær, þó að komið sé langt fram á sumar. Gífurleg úrkoma víðs vegar um norðausturhluta Bandaríkjanna und- anfarið hefur neytt fjölmarga til að yfirgefa heimili sín vegna flóða.FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON, STJÓRNARFORMAÐUR STRAUMS-BURÐAR- ÁSS Heldur utan um 38 prósent hlutafjár. Talið er að hann muni eiga næstu leiki í skákinni um völdin í Straumi. FRÉTTASKÝRING EGGERT ÞÓR AÐALSTEINSSON eggert@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.