Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 32
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR Fyrir fimmtíu árum og fáeinum mánuðum var haldin ræða. Vett- vangurinn var landsfundur Sov- ézka kommúnistaflokksins. Jósef Stalín hafði þá í þrjú ár legið í formalíni stirður og strokinn, svo að menn þurftu varla lengur að óttast hann. Nema þarna gerðist það, sem hlaut að gerast, að Níkita Krústsjov, nýr aðalritari Flokksins, svipti hulunni af for- vera sínum og lævi blöndnu loft- inu í kringum hann, lygavefnum, voðaverkunum. Aðalritarinn dró að vísu ýmislegt undan. Það mátti heyra saumnál detta í salnum. Þegar honum var steypt af stóli 1964 í hallarbyltingu Brésnefs og Kósígins, sagði Krústsjov við son sinn: „Mitt merkasta framlag til sovézkrar sögu er að komast lif- andi á eftirlaun.“ Nú hefur Sjálfstæðisflokkur- inn að vísu aldrei lotið forustu manns á borð við Jósef Stalín, því fer alls fjarri þrátt fyrir ýmis önnur og að sumu leyti smávægi- leg líkindi með flokkunum tveim, sem hér hafa verið nefndir. Eigi að síður hefur Morgunblaðið nú lýst eftir tímabæru uppgjöri við fortíðina, svo að eftirtekt hlýtur að vekja, vegsömun og lof. Í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins er vakin upp „áleitin spurning, hvort forsætis- ráðherrann sjálfur eigi verk að vinna á einu sviði þjóðmála, sem lítið hefur verið um rætt en vald- ið mörgum bæði umhugsun og áhyggjum. Í of langan tíma hefur vont andrúmsloft heiftar og hefndar ráðið ferðinni í þjóðfé- lagsumræðum. Það er erfitt að átta sig á því, hvenær þessi þátt- ur í samfélagi okkar fór að snú- ast til verri vegar.“ Já, hvenær skyldi það nú hafa verið? Hverjir skyldu nú hafa mengað andrúms- loftið með heift og hefndarhug? Framsóknarmenn kannski? Nei, varla, þeir eru kurteisin sjálf. Vinstri grænir? Nei, auðvitað ekki. Samfylkingin? Frjálslynd- ir? Hvaða látalæti eru þetta? Leyfum höfundi Reykjavíkur- bréfs að halda áfram: „Stjórnmál og viðskiptalíf blandast saman með ýmsum hætti í þessu vonda andrúmslofti og það er hættuleg blanda. ... Vopnin sem notuð eru í þessari baráttu eru illt umtal. ... Hið illa umtal um náungann flæð- ir svo inn í fjölmiðlana nánast hömlulaust. ... Hér eru menn ekki drepnir í bókstaflegri merkingu eins og tíðkazt hefur í Rússlandi. ... Hér verður því ekki haldið fram, að íslenzkt þjóðfélag sé komið á sama stig og það sovézka að þessu leyti, en það sjást merki um tilhneigingu til sömu vinnu- bragða og aðferða. Og það athygl- isverða er að meðan unnið er að því með markvissum hætti að skapa „andrúmsloft dauðans“ í kringum einhvern einstakling sitja aðrir hjá ... við búum að sumu leyti í verra samfélagi en við höfum nokkru sinni gert í okkar samtíma ... nú þegar eru þau vinnubrögð stunduð í okkar samfélagi, að menn leita hefnda ef þeir telja að um of hafi verið að sér vegið. Hvað er það í fortíð- inni, sem hægt er að nota á við- komandi? Svona vinna mafíusam- félög ... Vegna stöðu sinnar, persónuleika, viðmóts og fram- komu hefur hinn nýi forsætisráð- herra hlutverki að gegna í þess- um efnum.“ Tilvitnun lýkur. Getur þetta skýrara verið? Krústsjov! Vaknaðu! Þú átt vin! Þetta er auðvitað allt saman laukrétt hjá Morgunblaðinu og hefur lengi legið ljóst fyrir, þótt Mogginn hafi kosið að þegja um málið þar til nú. Og nú á ég tveggja kosta völ: að taka Morg- unblaðinu eins og týndum syni án þess að segja orð um meðvirkni blaðsins hingað til eða segja eins og mér finnst, að þeir á Moggan- um hefðu nú helzt átt að kveikja fyrr. Ég man eftir bréfi, sem gamall vinur minn einn skrifaði ritstjóra Morgunblaðsins að gefnu tilefni fyrir röskum þrem árum. Það var efnislega sam- hljóða Reykjavíkurbréfinu, sem vitnað er til að framan. Ritstjór- inn svaraði bréfinu um hæl: Mér blöskrar að fá svona bréf frá þér. Skömmu síðar fór Morgunblaðið hamförum gegn Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, formanni Sam- fylkingarinnar, fyrir þá sök, að hún hafði eins og ég og ýmsir aðrir varað við of nánum tengsl- um stjórnmála og viðskiptalífs – gott ef hún sagði ekki, að það væri hættuleg blanda. Illdeilurn- ar, sem eru kveikja Reykjavíkur- bréfsins, eru að því er virðist mestmegnis innanflokkserjur í Sjálfstæðisflokknum líkt og Haf- skipsmálið. Helztu uppsprettur rógsins og illmælginnar, sem Morgunblaðið hefur nú skorið upp herör gegn, hafa ekki dulizt neinum vitni bornum manni. Megi Morgunblaðinu lánast að fá nýja forsætisráðherrann til að gera upp við fortíðina og hreinsa til. Bíðum landsfundar. Krústsjov! Þú átt vin! FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Í DAG ÁKALL MORGUN- BLAÐSINS ÞORVALDUR GYLFASON Illdeilurnar, sem eru kveikja Reykjavíkurbréfsins, eru að því er virðist mestmegnis innan- flokkserjur í Sjálfstæðisflokkn- um líkt og Hafskipsmálið. Í fjóra áratugi hefur verð á raforku til stóriðju verið pólitískt ágreiningsefni. Þegar kemur að röksemdafærslum í þessari stórdeilu sést sem fyrr að fátt er nýtt undir sólinni. Vissulega er það svo að skynsemi framleiðslu og sölu á raforku í þessu skyni má skoða frá ólíkum kögunarhólum. Hjá því fer ekki að mismunandi viðhorf til iðnaðar af þessu tagi og náttúruverndar ræður í einhverju mati á því hvað telst hagkvæmt í þessu efni. Nú er aftur á móti um það deilt hvort réttlætanlegt sé að halda raforkuverði leyndu til stórkaupenda á borð við álver. Tilefnið er að forstjóri erlends álfyrirtækis sem hér hefur fjárfest talaði af sér í útlöndum. Hann hefur nú beðist afsökunar. Tal hans taldist samkvæmt samningi vera alvarleg mistök. Þetta tiltekna mál snýst um orkuverð Landsvirkjunar. En hér eiga öll þrjú stærstu orkuframleiðslufyrirtækin hlut að máli. Þau eru öll í almannaeigu. Eitt er sameign ríkisins og tveggja sveitarfé- laga. Hin tvö eru í eigu sveitarfélaga. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort afsökunarbeiðnin þjón- aði hagsmunum eigenda fyrirtækisins. Stjórnendur Landsvirkjun- ar segja að leyndin þjóni hagsmunum fyrirtækisins. Vel má vera að sú afstaða byggi á réttsýni frá því sjónarhorni sem stjórnarborð Landsvirkjunar veitir. En það er ekki þar með sagt að eigendurnir sjái þá réttsýni frá þeim víðu völlum sem þeir horfa til álitaefnisins. Á sínum tíma þótti rekstur með þessum hætti henta til orkuöfl- unar fyrir stóriðju. Þá var arðsemi bannorð í miðstýrðu efnahags- kerfi, hvað þá í opinberum rekstri. Alþjóðabankinn gerði hins vegar arðsemiskröfur af lánum til nýrra stórvirkjana. Við þessar aðstæður var rekstrarform Landsvirkjunar búið til. Hún hefur alla tíð verið í ákveðinni fjarlægð frá ríkisvaldinu þó að ekkert fyrirtæki sé í raun og veru meira opinbert. Orkufyrirtæki Reykjavíkur og Suðurnesja hafa um margt dregið dám af Lands- virkjun að þessu leyti. Í nútíma samfélagi verða fyrirtæki hins vegar annaðhvort að lúta opinberum forskriftum eða leikreglum einkamarkaðarins. Það er ekki bæði hægt að sleppa og halda í því efni. Með öðrum orðum er ekki unnt að njóta þess besta úr tveimur ólíkum heimum og sleppa hinu. Virkjanaframkvæmdir þessara fyrirtækja eru að mestu kostað- ar með lánsfé sem skattborgararnir ábyrgjast. Að auki er svo styrk- ur Orkuveitu Reykjavíkur byggður á einokunargróða af sölu á heitu vatni. Skattborgararnir og greiðendur hitaveituokursins í Reykjavík eru á hinn bóginn ekki í sömu stöðu gagnvart þessum fyrirtækjum eins og hluthafar í fyrirtækjum á markaði. Meðan þau fyrirtæki sem hér eiga hlut að máli njóta þeirrar aðstöðu sem fylgir opinberum rekstri þurfa þau einnig að hlíta almennum reglum sem gilda um peninga skattborgaranna. Svo ein- falt er það mál. Ókosturinn við ríkisrekstur er meðal annars sá að eigendurnir hafa ekki sömu beinu hagsmunatengsl og hluthafar í einkafyrir- tækjum. Bestu stjórnmálmenn geta ekki, þrátt fyrir góðan vilja, upphafið þetta lögmál þó að þeir setjist með góðan ásetning við stjórnarborð opinberra fyrirtækja. Að þessu virtu má ljóst vera að það fær ekki staðist að fara með orkuverð til stóriðju sem eins konar leyndardóm í almannaeigu. Verð á framleiðslu getur farið leynt í einkarekstri á raunveruleg- um samkeppnismarkaði. Ekkert af orkufyrirtækjunum uppfyllir þau skilyrði. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Verð á orku til stóriðju: Leyndardómur í almannaeigu Óvæntur gestur Líklega munu margir fagna þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna 4. júlí á Kjarvals- stöðum. Áhrifafólk og velunnarar á Íslandi hafa þegar fengið boðskortið í hendur. Er þetta í 230. sinn sem haldið er upp á sjálfstæði þjóðarinnar, sem áður heyrði undir bresku krúnuna. Hafa margir sett þessa miklu hátíð í sam- hengi við heimsókn George Bush eldri hingað til lands 4. til 7. júlí. Er ekki ólíklegt að hann kíki á Kjarvalsstaði til að fagna með sam- löndum sínum milli klukkan fjögur og sjö á sjálfan komu- daginn. Að því loknu þiggur hann kvöldverð í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að Bessastöðum. Formannskapphlaup Jón Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokks- ins. Kom tilkynning um það fyrr en menn höfðu reiknað með. Auðvitað var vitað um áhuga Jóns á starfinu enda fjölmargir sem hafa hvatt hann áfram. Innkoma hans í stjórnmálin hefur lukkast vel. Stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar Framsóknar- flokksins hafa hælt Jóni og hann hefur komið vel út í fjölmiðlum. En hvers vegna tilkynnir hann þetta núna? Ef til vill er það gert til að vera á undan Guðna Ágústssyni varaformanni sem hefur ekki tekið fyrir framboð til for- manns. Hins vegar sagði Jón í viðtölum, eftir að hann tók við ráðherraembætti, að honum fyndist að ekki ætti að vera slagur um þetta embætti. Kannski voru það skilaboð til Guðna? Eiður heima Stuttu áður en Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir samning hjá fótbolta- liðinu Barcelona sagði Fréttablaðið frá því að hann dveldi á Íslandi og slappaði af fyrir framan HM í knattspyrnu. Svo skrapp hann til Spánar, skrifaði undir samning og veitti fjölmiðlum viðtal. Eiður er kominn heim aftur og æfir stíft í World Class. Þannig ávaxtar hann líka best sína verðmætustu eign. bjorgvin@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.