Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 40

Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 40
Trind handsnyrtivörur alltaf no. 1 Nú Nýtt Nail Antibite til að For Girls Only Traveling set Hætta að naga neglur. Aðeins fyrir stelpur ferða sett Útsalan er hafin 30-70% afsláttur FJÓLUBLÁTT Í BLAND Eini liturinn, að undanskild- um svörtum og hvítum, sem sást á sýningum vetrartísk- unnar var fjólublár. Þetta kemur sér vel þar sem fjólu- blár klæðir nánast hvaða húðlit sem er, svo lengi sem rétti tóninn er valinn. LOÐSKINNIÐ ENN VINSÆLT Loðskinnið kom sterkt inn á síðasta ári og það heldur áfram að vera vinsælt næsta vetur. Nú verður það þó í hófsamara lagi og eiga konur ekki að klæðast loðskinni frá toppi til táar. Skreytið venjulegan jakka með því að bæta loðskinni á ermarnar eða kragann og munið að gerviskinnið ekkert síðra. Svart og loðið Nú er orðið ljóst hverjar tískuáherslurnar verða næsta vetur. Flíkurnar færast úr sumarlegri og sætri tísku yfir í kassískan og íburðarlausan stíl. HERÐASLÁIN HIN NÝJA YFIRHÖFN Það mátti skiljast á sýningum vetrartískunnar að herðslár tækju við af jökkum og frökkum. Þær sáust í öllum stærðum, sumar náðu rétt niður fyrir axlir á en aðrar voru ökklasíðar, og efnin voru meðal annars leður, flauel eða hekluð úr ull. KARLMANNLEG JAKKAFÖT Á tískupöllunum bar mikið á örlítið of stórum og karlmannlegum jakkafötum. Þau voru dökklituð og úr grófu efni. Konur geta aðlagað tískuna að eigin stíl og gert klæðnaðinn kvenlegri með blúndublússu og loðskinnsskrauti. NÚ ER ÞAÐ SVART Litaspjald vetrarins verður nánast einlitt, það er svart. Með honum kemur þó hvítur litur og á tískupöllunum mátti sjá stúlkur í hvítum viktoríu-blússum við svört jakkaföt eða í svörtum satínblússum við hvít jakkaföt. FÆTURNIR TIL SÝNIS Þó kuldinn færist yfir eiga konur enn að láta sjást í leggina og klæðast stuttum pils- um og kjólum. Með því eiga að vera ljósar sokkabuxur eða flottar leggings. NORDICPHOTOS/AFP 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR6 Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 Mikið úrval af glæsilegum töskum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.