Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 43

Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 43
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 Boda Nova heita ný glös í versluninni Boda í Kringlunni. Glös í glaðlegum litum fanga augun þegar gengið er framhjá versluninni Boda í Kringlunni. Þau eru frá hinum þekkta finnska framleiðanda Ittala/Höganäs og eru því vel ættuð. Munstrin eru mismunandi og úr fimm litum er að velja. Einnig er hægt er að fá karöflu sem passar við. Glösin eru seld fjögur saman í pakka og kost- ar pakkinn 2.800 krónur. - gg Glaðleg glös Umbúðirnar eru eftirtektarverðar. Karafla fæst í stíl við glösin. Glösin fást í fimm litum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Blómavasar úr litsterku latexi eru bæði sumarlegir og sætir. Latexefnið hefur rutt sér til rúms í ýmsum heimilisvörum. Það nýj- asta eru blómavasar. Þeir fást í sex fallegum litum í Tékk-Kristal. Að sögn Erlu Vilhjálmsdóttur verslunarkonu þar hafa þeir vakið eftirtekt og öðlast vinsældir. „Þetta eru sumarvasarnir í ár!“ segir hún og lýsir kostum þeirra nánar. „Þeir geta bæði verið inni og úti í garði. Svo eru þeir upp- lagðir í útileguna því þeir eru mjúkir og meðfærilegir. Fólk hefur svo gaman af að skreyta hjá sér hjólhýsin og fellihýsin. Þeir eru til dæmis flottir með fallegum greinum, fíflum og sóleyjum eða öðru sem fólk finnur í náttúrunni.“ Þótt latexvasinn sé léttur í flutn- ingi tómur þá verður hann þungur og stöðugur þegar vatnið er komið í hann, að sögn Erlu, því hann er belgmikill. Hægt er líka að setja stein í botninn til vonar og vara. Stútinn má hafa hvort sem er brot- inn ofan í belginn eða uppréttan. Vasinn getur einnig sem best not- ast sem vatnsílát á borð, nokkurs konar karafla. - gg Nýtast inni og úti Latex blómavasar eru bæði mjúkir og meðfærilegir. Þeir kosta 1.995 í Tékk-Kristal. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.